Fleiri fréttir

Landsbankinn notaði aflandsfélög til að fela slóðir

Landsbankinn kom hlutabréfum sem ætluð voru til að mæta skuldbindingum vegna kaupréttarsamninga starfsmanna fyrir í um átta aflandsfélögum og virðist það hafa verið gert í því skyni að komast hjá flöggunarskyldu.

Sibert segir að sig hafi hryllt við stöðu bankakerfisins

Anne Sibert, sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir að sig hafi hryllt þegar að hún kynnti sér stöðu íslensku bankanna í ársbyrjun 2008. Landsbankinn réð hana þá til að greina stöðu íslensku bankanna.

Töluvert dregur úr tapi Alcoa

Bandaríski álrisinn Alcoa, sem er móðurfélag Fjarðaráls, skilaði þokkalegu uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung ársins en töluvert dró úr tapi félagsins frá sama tímabili í fyrra. Tapið í ár nemur 201 milljónum dollara en var 497 milljónir dollara í fyrra.

Álverð fór yfir 2.400 dollara í morgun

Heimsmarkaðsverð á áli fór í 2.415 dollara á tonnið í morgun miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra síðan sumarið 2008.

Ráðuneyti bregst við skýrslu rannsóknarnefndar

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu um fyrstu viðbrögð sín við skýrslu rannsóknarnefndar Alþinmgis. Þar kemur fram að fyrir utan þau frumvörp sem þegar hafa verið samin í kjölfar bankahrunsins er unnið að frumvarpi sem m. a. fjalla um endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands.

Tengd félög tóku allt út úr sjóðum

Eitt tilvik fannst þar sem starfsmaður Landsbankans mælti með því að kunningi hans legði fremur peninga á bók en í peningabréf. Aðrir fengu skilaboð um að peningamarkaðssjóðir væru hættulitlir. Rannsóknarnefnd Alþingis vill láta kanna refsiábyrgð.

Eignarýrnunin sást ekki í reikningum bankanna

Gæði útlánasafns bankanna voru byrjuð að rýrna að minnsta kosti tólf mánuðum fyrir fall þeirra og gerði allt fram að fallinu, þótt ekki sæist þess stað í reikningsskilum bankanna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknarnefndar Alþingis í kafla skýrslu hennar um ytri endurskoðun.

Hunsaði boð breska Seðlabankans

Davíð Oddsson seðlabankastjóri lét hjá líða að svara boði seðlabankastjóra Bretlands um aðstoð við að minnka íslenska bankakerfið hálfu ári fyrir fall þess.

Lánuðu milljarða til kaupa á Högum

Tvö félög Bónusfjölskyldunnar, Baugur Group og Gaumur, voru komin í fjárhagsvanda snemma árs 2008 og lá fyrir að Baugur gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar í mars 2008 án fjárhagsaðstoðar. Þá var eigið fé Gaums neikvætt.

1,3 milljarðar í rekstur Sigurðar

Rekstrarkostnaður við skrifstofu Sigurðar Einarsson, stjórnarformanns Kaupþings, í London, nam 1.311,5 milljónum króna á fjögurra ára tímabili, frá 2005 til 2008. Auk Sigurðar var einn starfsmaður á skrifstofunni fyrri hluta tímabilsins og tveir þann síðari.

Lög um ábyrgðamenn andstæð stjórnarskrá

Héraðsdómur Suðurlands hefur komist að þeirri niðurstöðu að tveir ábyrgðarmenn konu sem fór í greiðsluaðlögun skuli greiða skuldir hennar. Sparisjóður Vestmannaeyja höfðaði mál og krafðist þess að ábyrgðarmennirnir greiddu skuldir konunnar þrátt fyrir að það sé bannað samkvæmt lögum. Sjóðurinn telur ákvæðin í nýlegum ábyrgðamannalögum andstæð stjórnarskrá. Undir það sjónarmið tók Héraðsdómur.

Segja Landsbankann hafa brotið lög með lánum til Björgólfs

Björgólfsfeðgar beittu Landsbankanum til þess að fjármagna rekstur eigin fyrirtækja og Björgólfur Thor fékk 24 milljarða króna lán rétt fyrir bankahrunið. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að bankinn hafi brotið lög með lánum til Björgólfs Thors og tengdra aðila.

Eigendur bankanna misnotuðu þá

Rannsóknarnefndin telur að eigendur allra stóru bankanna þriggja og Straums-Burðaráss hafi fengið óeðlilega mikinn aðgang að lánsfé hjá þessum bönkum í krafti eignarhalds síns. Stærstu skuldarar allra bankana voru eigendur þeirra eða tengdir aðilar.

Glitnissjóðir höguðu sér eins og bankar

Sjóður 9, sem tilheyrði Glitni, stækkaði ótrúlega hratt á stuttum tíma samkvæmt rannsóknarskýrslunni. Frá apríl 2007, eftir að Baugur Group varð stór hluthafi í Glitni, jukust fjárfestingar Sjóðs 9 um allt að 400 prósent.

Vilja láta rannsaka hugsanleg brot Icebank

Rannsóknarnefnd Alþingi telur tilefni til þess að rannsaka hvort málamyndagerningar hafi verið notaðir til þess að tryggja að Icebank uppfylti lágmarkskröfur um eiginfjárhlutfall. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar.

Skulduðu 1400 milljarða við upphaf hruns

Í lok september 2008 skulduðu tuttugu stærstu skuldarar íslensku hluta bankanna rúmlega 1400 milljarða króna. Í skýrslunni er birtur listi þar sem skuldirnar eru vegnar út frá eiginlegum eignarhlut viðkomandi í fyrirtækjunum.

Samson átti endurfjármögnun vísa í sjóðum Landsbankans

Félög tengd eigendum Landsbankans áttu endurfjármögnun vísa í Peningabréfum ISK, en svo nefndist fjárfestingasjóður Landsvaka sem aftur var í eigu Landsbankans. Þetta er meðal þess sem lesa má úr kafla rannsóknarnefndar Alþingis um verðbréfa- og fjárfestingasjóði.

Sigurjón Þ. vildi fá nýja eigendur að „öllu draslinu"

Sigurjón Þ. Árnason fyrrum bankastjóri Landsbankans vildi fá nýja eigendur að „öllu draslinu" þ.e. Landsbankanum um mitt ár 2008. Ræddi hann meðal annars þennan möguleika við Kjartan Gunnarsson varaformann stjórnar bankans.

Fjárfesting í Baugi jókst eftir kaup félagsins í Glitni

Stjórnendur Sjóðs 9 hjá Glitni juku kaup í skuldabréfum Baugs eftir að félagið varð stór hluthafi í bankanum í apríl 2007. Sjóðurinn átti mest 13,5 milljarða króna í nóvember 2007 og nam 9,7 prósentum af heildareignum sjóðsins. Sjóður 1 hjá Glitni átti sömuleiðis 3,3 milljarða króna í bréfum félagsins.

Peningamarkaðssjóðir þöndust út

Heildarverðmæti peningamarkaðssjóða stóru bankanna þriggja jókst um rúm 400 prósent á árunum 2004 til 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að einn starfsmaður hjá Fjármálaeftirlitinu hafði yfirlit með sjóðunum fram til 2007.

Ráðning Lárusar Welding hafði áhrif á Glitni

Rannsóknarnefnd Alþingis dregur þá ályktun að með láni til Lárusar Welding, sem veitt var til að fresta 300 milljóna króna eingreiðslu hans samkvæmt samningi, hafi stjórn bankans haft bein áhrif á uppgjör bankans á fyrsta ársfjórðungi 2008.

Darling spurði hvert hann ætti að senda Icesave-reikninginn

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sagði við Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskitparáðherra og Jón Sigurðssonar fyrrverandi stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins, að Bretar myndu ábyrgjast innistæður Icesave í Bretlandi að fullu.

Földu uppgjör Glitnis við Bjarna Ármannsson

Stjórnendur Glitnis vildu ekki að launauppgjör við Bjarna Ármannsson, fyrrverandi forstjóra bankans, yrði gert opinbert og ákváðu því að birta ekki 270 milljóna króna vanmetna skuldbindingu gagnvart honum í ársuppgjöri bankans.

Stjórnvöld gerðu ekkert til að hindra Icesaveklúðrið

Rannsóknarnefnd Alþingis segir að enda þótt íslensk stjórnvöld hefðu í upphafi árs 2008 lagt að stjórnendum Landsbankans að flytja Icesave reikningana yfir í breskt dótturfélag var ekki gripið til neinna þeirra stjórntækja eða úrræða sem stjórnvöld réðu yfir til að fylgja málinu eftir.

Viðskiptablaðið jákvæðast í garð Landsbankans

Allir fjölmiðlar landsins voru nokkuð jákvæðir í umfjöllun sinni um banka og fjármálafyrirtæki á árabilinu 2006 til 2008. Sumir voru þó jákvæðari en aðrir. Á móti hverri neikvæðri frétt Viðskiptablaðsins um Landsbankans birtust 55 neikvæðar. Viðskiptablaðið var jákvæðast í garð fjármálafyrirtækja en DV neikvæðast.

Endurskoðun úr takti við við vöxt bankanna

Leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins (FME) á innri endurskoðuni fjármálafyrirtækja komu allt of seint fram, þótt þær hefðu verið til bóta, að mati Rannsóknarnefndar Alþingis. Tilmælin voru gefin út 24. September 2008, tæpum mánuði fyrir hrun bankanna og níu dögum eftir fall Lehman Brothers bankans í Bandaríkjunum.

Ekki brugðist við veikleikum

Ekki var brugðist við ábendingum um að áhætta vegna lausafjárskorts og fjármögnun bankanna væri orðin of mikil vorið 2008. Rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins bendir þó á að vegna markaðsástæðna í heiminum hafi bönkunum á þessum tíma verið orðið erfitt að bregðast við.

Hætta af erlendum lánum var vanmetin

Bankarnir tóku ekki að fullu tillit til gjaldreyrisáhættu vegna lána í erlendum myntum, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.

Lán veitt án efnislegrar skoðunar og trygginga

Bein tengsl fulltrúa eigenda bankanna í stjórnum viðskiptabankanna við æðstu stjórnendur virðast hafa orðið til þess að fjölmargar ákvarðanir um stórar lánveitingar voru teknar án efnislegrar skoðunar, sem settar reglur gerðu kröfu um og áttu að vera forsenda ákvörðunar um einstakar lánveitingar, segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Litu framhjá hjónabandi Jóns Ásgeirs og Ingibjargar

Glitnir tengdi ekki saman áhættu á Stím ehf., og FL Group, síðar Stoða, þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi talið umtalsverðar líkur á að ef FL Group lenti í fjárhagslegum erfiðleikum myndi Stím ehf. jafnframt lenda í fjárhagslegum erfiðleikum.

Peningamarkaðssjóðir til saksóknara

Rannsóknarnefnd Alþingis fullyrðir að mikill fjöldi innherja hafi tekið eign sína úr peningamarkaðssjóðum rétt fyrir hrun bankann og hefur farið fram á að saksóknari rannsakari hvort stjórnendur 94 sjóða hafi gerst brotlegir við lög.

Landsbankinn bannaði innlausn kaupréttarsamninga

Landsbankinn bannaði starfsmönnum sínum að innleysa kaupréttarsamninga í árslok 2007. Grunur leikur á um að þetta hafi verið gert til að koma í veg fyrir lækkun á hlutabréfaverði bankans og að þetta geti flokkast sem markaðsmisnotkun.

Robert Tchenguiz skuldaði mest - 20 stærstu

Robert Tchenguiz er sá einstaklingur sem skuldaði íslensku bönkunum mest samanlagt í lok ársins 2007, eftir því sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin birtir lista yfir tíu stærstu skuldaran

Sigurjón Árnason með 35 milljónir í mánaðarlaun 2008

Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, fékk ríflega launahækkun á milli áranna 2007 og 2008. Mánaðarlaun bankastjórans námu tæpum 19,8 milljónum króna árið 2007. Þau voru komin í rúmar 34,8 milljónir ári síðar. Bankastjórinn var þó langt í frá launahæsti starfsmaður bankans.

Krónuhrun þegar Kaupþing ryksugaði gjaldeyrismarkaðinn

„Þeir ryksuguðu gjaldeyrismarkaðinn og svo þegar þeir eru búnir að því þá hætta þeir að kvóta inn á swap-markaðinn sem gerir það að verkum að í mars 2008 bara hrynur krónan og við stóðum náttúrulega algjörlega ráðþrota í málinu því að þegar þetta gerist fara CDS-in (skuldatryggingarálagið, innsk. blm.) á bankann upp og það eru komnar alls konar áhyggjur af þeim þannig að erlendir aðilar sem eiga krónur þeir bara fara í panik að selja."

FME þjakað af reynsluleysi

Afleiðing þess að Fjármálaeftirlitið hafði of litlar tekjur, en Vísir greindi frá því fyrr í dag að hagsmunaðilar unnu markvisst gegn styrkingu FME, var að fjölgun starfsmanna hélt ekki í við mikinn vöxt fjármálakerfisins og aukin verkefni sem því voru samfara.

Sextán starfsmenn fengu 8,4 milljarða lán hjá Glitni

Sextán starfsmenn Glitnis fengu rúma 8,4 milljarða króna að láni hjá bankanum. Kristinn Þór Geirsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs bankans, fékk rúma 1,2 milljarða króna en fimm aðrir fengu átta hundruð milljónir.

Sjá næstu 50 fréttir