Viðskipti innlent

Hagnaður Garðabæjar nam 432 milljónum í fyrra

Álagningarhlutfall útsvars var 12,46% en lögbundið hámark þess er 13,28%.
Álagningarhlutfall útsvars var 12,46% en lögbundið hámark þess er 13,28%.
Rekstrarniðurstaða Garðabæjar, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 432,4 milljónir kr., þar af var rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 395,9 milljónir kr.

Þetta kemur fram í ársreikingi Garðabæjar sem birtur hefur verið á vefsíðu Kauphallarinnar. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 5,5 milljörðum kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 5 milljörðum kr.

Álagningarhlutfall útsvars var 12,46% en lögbundið hámark þess er 13,28%.

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok2009 nam tæpum 7,7 milljörðum kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hlut nam tæpum 7,9 milljörðum kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×