Viðskipti innlent

Alfa verðbréf fá starfsleyfi hjá FME

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt Alfa verðbréfum hf. í Reykjavík, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

Á vefsíðu FME segir að starfsleyfi Alfa verðbréfa hf. tekur til viðskipta og þjónustu með fjármálagerninga, samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti, sem felst í móttöku og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga ... og umsjón með útboði án sölutryggingar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

Starfsheimildir Alfa verðbréfa hf. samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki eiga bara við um fjármálagerninga tengdum samstarfsaðila Alfa, CREDIT SUISSE (UK) LIMITED.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×