Viðskipti innlent

CNN semur við Mílu um að sýna frá gosinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gufan frá gosinu sást ágætlega frá Vestmannaeyjum í dag. Mynd/ Ólafur Óskar Stefánsson.
Gufan frá gosinu sást ágætlega frá Vestmannaeyjum í dag. Mynd/ Ólafur Óskar Stefánsson.
Forsvarsmenn fréttastofu CNN höfðu samband við Mílu í dag, þar sem farið var á leit við fyrirtækið að fá aðgengi að vefmyndavélunum til að geta sýnt beint frá gosstöðvunum á Íslandi á fréttavef CNN. Það leyfi var veitt og er nú myndavélin sem staðsett er á Valahnúk aðgengileg á fréttavef CNN.

Í fréttatilkynningu frá Mílu segir að CNN hafi fjallað um gosið á fréttasíðu sinni í dag. Í frásögn CNN kemur fram að 800 manns hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna gossins sem hófst aftur í nótt í Eyjafjallajökli. Í framhaldi af því var haft samband við Mílu þar sem myndavélarnar voru settar í loftið í gegnum fréttasíðu CNN.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×