Fleiri fréttir

FME gerði ekki ráð fyrir ríkisábyrgð á Icesave

Fjármálaeftirlitið gerði ekki ráð fyrir að ríkisábyrgð væri á Icesave innistæðum í Bretlandi og Hollandi þegar útibú Landsbankans þar voru stofnuð. Eftirlitið bendir á að hvergi í lögum um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta sé talað um ríkisábyrgð.

Segja engar eigur á Tortola

Björgólfsfeðgar hafna því alfarið að óreiða hafi verið í bókhaldi eignarhaldsfélagsins Samsonar og að einstök viðskipti þess við önnur félög í eigu sömu eigenda hafi verið óeðlileg. Eignarhaldsfélagið Samson var stærsti eigandi Landsbankans.

Gengi bréfa Bakkavarar féll um 9,5 prósent

Gengi hlutabréfa Bakkavarar féllu um 9,52 prósent í Kauphöllinni í dag en það er mesta lækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa Marel, sem lækkaði um 0,8 prósent, og Össurar, sem lækkaði um 0,6 prósent.

Strauss-Kahn segir að endurskoðun AGS sé í biðstöðu

Dominique Strauss-Kahn forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að..."ef margar þjóðir í alþjóðasamfélaginu telji að við verðum að bíða með endurskoðun okkar á áætluninni fyrir Ísland munum við gera það."

Jón Ásgeir ekki kallaður fyrir rannsóknarnefndina

Útrásavíkingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson hefur ekki verið kallaður til skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingi samkvæmt bloggi Sölva Tryggvasonar, fjölmiðlamanns. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Bjarni Ármannsson, fyrrum bankastjóri Glitnis, ekki heldur verið kallaður fyrir nefndina.

Trichet heldur fast í 1% stýrivexti á evrusvæðinu

Jean-Claude Trichet bankastjóri Evrópska seðlabankans (ECB) tilkynnti í dag að stýrivextir bankans yrðu áfram 1%. Jafnframt fylgdi með að ECB sæi ekki ástæðu til að breyta vöxtunum á næstunni.

Um 600 manns hafa nýtt sér lausnir Arion banka

Um sex hundruð einstaklingar og fjölskyldur hafa nú nýtt sér lausnir Arion banka sem kynntar voru í byrjun desember 2009. Um 20% þeirra sem voru með erlend íbúðalán hafa nú þegar breytt þeim í íslensk lán og hefur höfuðstóll þeirra lækkað um allt að 30 til 40 prósent.

Hagfræðiprófessor: Ísland þarf alþjóðlega skuldastjórnum

Hollenski hagfræðiprófessorinn Sweder van Wijnbergen segir að erlendar skuldir Íslands séu það miklar að landið geti ekki og eigi ekki að borga þær. Wijinbergen segir að það sem Ísland þarfnist sé alþjóðleg skuldastjórnun á borð við Brady áætlunina sem sett var upp fyrir Mexíkó og önnur ríki Mið-Ameríku á árunum upp úr 1980.

Skuldatrygging: Fjárfestar treysta Írak betur en Íslandi

Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð tók mikinn kipp upp á við í dag samkvæmt mælingu Credit Market Analysis (CMA). Er nú svo komið að alþjóðlegir fjárfestar treysta fjármunum sínum betur í hinu stríðshrjáða Írak en á Íslandi.

SA vill fjölga konum í forystusveit atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins (SA) hvetja eigendur og stjórnendur fyrirtækja til að nýta vel þau tækifæri sem gefast á komandi vikum, mánuðum og misserum til að fjölga konum í forystusveit atvinnulífsins. Framundan er fjöldi aðalfunda þar sem tækifæri gefast til að auka hlut kvenna í atvinnulífinu en SA telja það bæði nauðsynlegt og skynsamlegt.

Skráð atvinnuleysi var 8,2% í desember

Skráð atvinnuleysi í desember 2009 var 8,2% eða að meðaltali 13.776 manns og eykst atvinnuleysi um 3,1% að meðaltali frá nóvember eða um 419 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 4,8%, eða 7.902 manns.

Fjárfestar á flótta frá Grikklandi

Skuldakreppa Grikkja hræðir alþjóðlega fjárfesta sem nú flýja umvörpum frá landinu. Aðrir krefjast hárra aukavaxta á lánum sínum til Grikkja eða kaupa á grískum ríkisskuldabréfum.

Sænsk stjórnvöld skamma Nordea fyrir bónusgreiðslur

Starfsmenn Nordea bankans eiga í vændum bónusgreiðslur upp á samtals um 50 milljarða kr. fyrir síðasta ár ef áform stjórnar bankans ná fram að ganga. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð hjá sænskum stjórnvöldum sem telja þessar greiðslur alltof háar og í engu samræmi við rekstur bankans.

Lán til Björgólfsfeðga upp á yfir 2 milljarða án gagna

Forsvarsmenn Samsonar eignarhaldsfélags geta ekki gert grein fyrir lánum eða fyrirgreiðslum fyrir meira en tvo milljarða króna til að minnsta kosti sex félaga í eigu Björgólfsfeðga á Tortóla, Kýpur og Lúxemborg sem skráð eru í bókhaldi félagsins.

Norski olíusjóðurinn þrefaldar eignir sínar í Svíþjóð

Frá því í mars á síðasta ári hefur norski olíusjóðurinn þrefaldað hlutafjáreignir sínar í Svíþjóð. Þær stóðu í 11 milljörðum sænskra kr. í mars en eru nú komnar í 30 milljarða sænskra kr. eða um 531 milljarð kr.

Massimo Cellino blandar sér í baráttuna um West Ham

Ítalinn Massimo Cellino er kominn fram sem fjórði áhugasami kaupandinn að enska útvalsdeildarliðinu West Ham. Cellino er núverandi forseti ítalska úrvalsdeildarliðsins Cagliari og þekkir Gianfranco Zola framkvæmdastjóra West Ham mjög vel.

Segir létti að greiða upp lán

Olíufélagið N1 hefur greitt upp tveggja milljarða króna skuldabréf sem var á gjalddaga á mánudag. Hermann Guðmundsson forstjóri segir góða tilfinningu hafa fylgt uppgreiðslu lánsins, sem var tekið þegar vextir voru í hæstu hæðum.

Sala Össurar hf. vestanhafs yfir væntingum

Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar rauk upp um 7,69 prósent í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku í gær og endaði í sjö dönskum krónum á hlut. Þetta jafngildir rétt rúmum 170 íslenskum krónum á hlut. Gengið hækkaði hér um 3,4 prósent og endaði í 166,5 krónum.

Næstum 100 ára kona tapaði ævisparnaðinum á Landsbankanum

Tæplega hundrað ára kona á eynni Guernsey tapaði stórum hluta ævisparnaðarins eftir bankahrunið þar sem peningarnir voru í vörslu Landsbankans. Íbúar á Guernsey njóta ekki sömu verndar og aðrir breskir ríkisborgarar sem hafa fengið tap sitt á Icesave greitt að fullu.

Þrátt fyrir kreppu seldust 17 nýir Toyota Land Cruiser

Nýr Land Cruiser 150 var frumsýndur hjá Toyota um s.l. helgi og komu nokkur þúsund manns til söluaðila Toyota víða um land til að skoða nýja bílinn. Alls voru 17 bílar seldir eftir frumsýningarhelgina.

Náin kynni við svissneska frankann kosta sitt

Fjölmargir Danir líkt og Íslendingar eru með stóran hluta af erlendum lánum sínum í svissneskum frönkum. Vefsíðan börsen.dk fjallar um málið undir fyrirsögninni að kynni við svissneska frankann kosti nú skildinginn. Gengi frankans hefur styrkst um fleiri prósent gagnvart dönsku krónunni á síðustu dögum.

Breskur þingmaður vill að orkusala borgi Icesaveskuldir

Denis MacShane, þingmaður breska Verkamannaflokksins og fyrrverandi Evrópumálaráðherra, segir ósanngjarnt að láta íslensku þjóðina taka á sig þungar byrðar vegna Icesave. Hann telur að til greina komi að Íslendingar geri upp Icesave-skuldina með orkusölu.

Gylfi segir að Icesave seinki líklega endurskoðun AGS

Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra segir að líklega muni Icesave málið seinka annarri endurskoðun á áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og íslenskra stjórnvalda. Sú endurskoðun var áformuð í lok þessa mánaðar.

Kreppan hefur mikil áhrif á vinnumarkaðinum

Áhrif kreppunnar sjást vel í hinum ýmsu vinnumarkaðstölum þessa daganna. Þannig hefur atvinnuþátttaka minnkað, atvinnuleysi aukist, fjöldi starfandi dregist saman og vinnustundum fækkað. Þetta kemur fram í niðurstöðum úr vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar sem birt var nú í morgun.

Icesave boltinn er hjá Íslendingum

Ólíklegt þykir að Hollendingar og Bretar vilja ganga til samningaviðræðna að nýju um Icesave nema fyrir liggi pólitísk sátt um málið hér heima. Stjórnvöld beggja landa líta svo á að boltinn sé hjá Íslendingum.

Ragnar Z. segir upp hjá Byr - fær ekki starfslokasamning

Stjórn Byrs hefur ákveðið að framlengja ráðningu Jóns Finnbogasonar sem sparisjóðsstjóra Byrs en hann tók við af Ragnari Z. Guðjónssyni sem fór í tímabundið leyfi frá störfum í nóvember. Ragnar hefur nú sagt upp störfum og í tilkynningu frá sparisjóðnum segir að ekki hafi verið gerður sérstakur starfslokasamningur við hann.

Google félagar tekjuhæstu milljarðamæringarnir í fyrra

Samkvæmt samantekt Forbes tímaritsins högnuðust 25 efnuðustu bandarísku milljarðamæringarnir samtals um 81 milljarð dollara eða ríflega 10.000 milljarða kr. á árinu 2009. Eigendur og stofnendur Google toppa listann.

Greining: Spáir því að verðbólgan hækki í 7,9%

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,9% í janúar. Gangi spáin eftir hækkar verðbólga úr 7,5% í 7,9%. Helsta ástæða hækkunarinnar er skattbreytingar, en auk þess munu, eins og jafnan í janúarmánuði, togast á hækkunaráhrif af áramótaendurskoðun gjaldskráa og lækkunaráhrif vegna útsala.

Leigusamningum fjölgaði í borginni en fækkaði út á landi

Þinglýstum leigusamningum í desember fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu í desember s.l. miðað við sama mánuð árið 2008 en fækkaði á landsbyggðinni. Undantekningin er Suðurland þar sem leigusamningunum fjölgaði um 86,4% milli áranna. Einnig varð fjölgun á Vestfjörðum.

Google hótar að loka í Kína vegna ritskoðunnar

Netrisinn Google hefur hótað því að loka fyrir starfsemi sína í Kína sem er stærsti netmarkaður heimsins með 350 milljónir notenda. Ástæðan er ritskoðun kínverskra stjórnvalda á vefsíðum Google.

Aflinn dróst saman á milli ára

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum desembermánuði, metinn á föstu verði, var 10,3% minni en í desember 2008. Árið 2009 jókst aflinn um 2,9% miðað við árið 2008, sé hann metinn á föstu verði. Aflinn í desember 2009 var 57.635 tonn samanborið við 85.639 tonn í sama mánuði árið áður. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Sjá næstu 50 fréttir