Viðskipti innlent

Segir létti að greiða upp lán

Hermann Guðmundsson
Hermann Guðmundsson
Olíufélagið N1 hefur greitt upp tveggja milljarða króna skuldabréf sem var á gjalddaga á mánudag. Hermann Guðmundsson forstjóri segir góða tilfinningu hafa fylgt uppgreiðslu lánsins, sem var tekið þegar vextir voru í hæstu hæðum.

Bréfið var tekið í júlí 2008 og bar 20,3 prósenta vexti, sem greiða átti tvisvar á ári. Félagið greiddi hálfan milljarð inn á bréfið snemma á síðasta ári en rúman 1,1 milljarð króna fyrir áramót.

Hermann segir N1 hafa komið inn í síðasta ár með þrjá milljarða í lausu fé og reksturinn skilað hagnaði. - jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×