Viðskipti innlent

Sala Össurar hf. vestanhafs yfir væntingum

Gengi hlutabréfa Össurar hefur aldrei verið hærra en nú. Fréttablaðið/GVA
Gengi hlutabréfa Össurar hefur aldrei verið hærra en nú. Fréttablaðið/GVA
Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar rauk upp um 7,69 prósent í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku í gær og endaði í sjö dönskum krónum á hlut. Þetta jafngildir rétt rúmum 170 íslenskum krónum á hlut. Gengið hækkaði hér um 3,4 prósent og endaði í 166,5 krónum.

Telja má líklegt að hagstæður sölusamningur Össurar í Bandaríkjunum á fjórða ársfjórðungi skýri hækkunina að mestu leyti enda gæti hún verið yfir væntingum.

Gengi hlutabréfa Össurar hefur aldrei verið hærra, hvorki hér né í Kaupmannahöfn. Skráning hlutabréfa Össurar ytra í september í fyrra voru valin viðskipti ársins í áramótaútgáfu Markaðsins. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×