Viðskipti innlent

Kreditkortaveltan dróst saman um 9,7%

Kreditkortavelta heimila dróst saman um 9,7% í janúar-nóvember í ár miðað við sömu mánuði í fyrra.

Þwetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar. Þar segir að debetkortavelta jókst hins vegar um 6,4% á sama tíma. Sam-tals dróst innlend greiðslukortavelta heimila í janúar-nóvember 2009 saman um 2,0%.

Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis dróst saman um 18,3% en erlend greiðslukortavelta hérlendis jókst um 54,2% í janúar-nóvember 2009 miðað við sömu mánuði 2008.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 16,6% (miðað við meðaltal vísitölunnar í janúar-nóvember), sem þýðir 16,0% raunlækkun á innlendri greiðslukortaveltu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×