Viðskipti innlent

Bakkabræður eru væntanlega að missa Exista

Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru væntanlega að missa Exista. Þeir munu áfram stjórna Bakkavör og geta eignast hlut þar ef vel gengur.

Viðskiptablaðið greinir frá þessu í dag. Þar segir að fjárhagsleg endurskipulagning Existu sé á lokastigi. Til að hægt sé að ljúka henni verði að komast að samkomulagi við þá aðila sem eigi skuldabréf á Bakkavör, en Exista átti tæplega 40% í Bakkavör fyrir bankahrun. Bræðurnir Ágúst og Lýður færðu hlutinn yfir í félag í sinni eigu eftir hrun.

Viðskiptablaðið segir að eftir fjárhagslega endurskipulagningu muni hlutur bræðranna í Bakkavör verða í eigu kröfuhafa Existu og þeirra sem áttu skuldabréf útgefin af Bakkavör.

Þegar samkomulag á þennan veg er í höfn verður hægt að klára nauðasamninga Existu, að því er segir í fréttinni. Samkvæmt þeim verði Exista ekki lengur til í núverandi mynd og munu stjórnendur félagsins hætta. Exista á VÍS, Skipti, móðurfélag Símans og eignarleigufyrirtækið Lýsingu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×