Viðskipti innlent

Seðlabankastjóri óttast frekara gengisfall krónunnar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri óttast að höfnun Icesave fvrumvarpsins muni fella gengi krónunnar ennfrekar en orðið er. Már segir að til skamms tíma geti íslenska hagkerfið tekist á við afleiðingarnar af því að Icesave verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta kemur fram í samtali norska blaðsins Aftenposten við Má Guðmundsson. Þar er greint frá því að í dag muni Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hitta kollega sinn í Noregi, Sigbjörn Johnsen til að reyna að sannfæra hann um að greiða strax lán Norðmanna til Íslendinga en ekki fresta því fram yfir þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Sem kunnugt er af fréttum gaf Sigbjörn Johnsen út tilkynningu í kjölfar ákvörðunnar forseta Íslands fyrr í vikunni um að lánveiting Norðmanna til Íslands myndi frestast fram til niðurstöðu í Icesave málinu. Norskir ráðmenn hafa gefið misvísandi skilaboð hvað þessa lánveitingu varðar. Þannig hefur Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra sagt að láninu muni ekki seinka.

Már segir að tafir á Icesave málinu muni, auk þess að valda þrýstingi á gengi krónunnar, hamla aðgangi að fjármagni fyrir íslensk stjórnvöld og atvinnulíf.

„Til skamms tíma er þetta ekki mikið vandamál því við höfum gjaldeyrishöft," segir Már. „Þetta er meira spurning um að byggja gjaldeyrisvarasjóðinn upp í þá stærð að tryggt sé að afleitta höftunum í áföngum."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×