Jón Sigurðsson verður ekki í stjórn Íslandsbanka Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. janúar 2010 11:52 Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður FME og ráðherra, hyggst ekki taka sæti í stjórn Íslandsbanka. Jón sagði í samtali við fréttastofu í morgun að leitað hefði verið til sín með setu í stjórn bankans í huga. Hann sagðist ekki hafa sóst eftir því sjálfur, heldur hefði verið komið að máli við hann að fyrra bragði. Hann hefði síðan tekið þá ákvörðun að taka ekki sæti í stjórn bankans. Eins og fréttastofa hefur greint frá var Jón meðal þeirra sem tilnefndir voru með óformlegri tilnefningu til Fjármálaeftirlitsins sem stjórnarmenn í Íslandsbanka. Aðrir sem voru tilnefndir eru Árni Tómasson og fjórir erlendir menn. Sérstakt dótturfélag skilanefndar Glitnis, ISB Holding, heldur utan um 95 prósenta hlut skilanefndarinnar í Íslandsbanka. ISB Holding átti að tilnefna stjórnarmenn en eins og fréttastofa greindi frá hinn 28. desember síðastliðinn hafði stjórn þess félags ekkert um hinar óformlegu tilnefningar að segja. Þær höfðu verið ákveðnar áður af skilanefnd bankans. Það stangaðist á við upplýsingar frá skilanefndinni sjálfri, sem vildi ekkert upplýsa um tilnefningu Árna. Jafnframt voru þær upplýsingar veittar að Jón Sigurðsson hefði verið valinn því hann nyti trausts á alþjóðlegum vettvangi og meðal kröfuhafa Glitnis. Í gær gaf FME grænt ljós á eignarhald ISB Holding í Íslandsbanka, en eftirlitið hafði áður hafnað því að skilanefndin gæti átt hlut í bankanum með beinni eignaraðild, enda er skilanefndin í raun þrotabú og þrotabú geta ekki verið hluthafar í fjármálafyrirtækjum samkvæmt lögum. FME setti ákveðin skilyrði fyrir eignarhaldi ISB Holding í Íslandsbanka, m.a um skipun stjórnar ISB Holding og skipun stjórnar Íslandsbanka. Meðal þessara skilyrða er að skilnefnd Glitnis geti aðeins fengið einn fulltrúa í stjórn bankans. Aðrir stjórnarmenn skuli vera óháðir og megi ekki sitja í umboði kröfuhafa Glitnis. Tengdar fréttir Skilanefnd líklega þegar brotið skilyrði FME Samkvæmt lögum geta þrotabú ekki verið hluthafar í bönkum. Fjármálaeftirlitið (FME) samþykkti ekki skilanefnd Glitnis sem eiganda íslandsbanka og því var sú leið farin hjá skilanefndinni að stofna sérstakt dótturfélag, ISB Holding, til að halda utan um 95 prósent hlut skilanefndarinnar í bankanum. 7. janúar 2010 19:04 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður FME og ráðherra, hyggst ekki taka sæti í stjórn Íslandsbanka. Jón sagði í samtali við fréttastofu í morgun að leitað hefði verið til sín með setu í stjórn bankans í huga. Hann sagðist ekki hafa sóst eftir því sjálfur, heldur hefði verið komið að máli við hann að fyrra bragði. Hann hefði síðan tekið þá ákvörðun að taka ekki sæti í stjórn bankans. Eins og fréttastofa hefur greint frá var Jón meðal þeirra sem tilnefndir voru með óformlegri tilnefningu til Fjármálaeftirlitsins sem stjórnarmenn í Íslandsbanka. Aðrir sem voru tilnefndir eru Árni Tómasson og fjórir erlendir menn. Sérstakt dótturfélag skilanefndar Glitnis, ISB Holding, heldur utan um 95 prósenta hlut skilanefndarinnar í Íslandsbanka. ISB Holding átti að tilnefna stjórnarmenn en eins og fréttastofa greindi frá hinn 28. desember síðastliðinn hafði stjórn þess félags ekkert um hinar óformlegu tilnefningar að segja. Þær höfðu verið ákveðnar áður af skilanefnd bankans. Það stangaðist á við upplýsingar frá skilanefndinni sjálfri, sem vildi ekkert upplýsa um tilnefningu Árna. Jafnframt voru þær upplýsingar veittar að Jón Sigurðsson hefði verið valinn því hann nyti trausts á alþjóðlegum vettvangi og meðal kröfuhafa Glitnis. Í gær gaf FME grænt ljós á eignarhald ISB Holding í Íslandsbanka, en eftirlitið hafði áður hafnað því að skilanefndin gæti átt hlut í bankanum með beinni eignaraðild, enda er skilanefndin í raun þrotabú og þrotabú geta ekki verið hluthafar í fjármálafyrirtækjum samkvæmt lögum. FME setti ákveðin skilyrði fyrir eignarhaldi ISB Holding í Íslandsbanka, m.a um skipun stjórnar ISB Holding og skipun stjórnar Íslandsbanka. Meðal þessara skilyrða er að skilnefnd Glitnis geti aðeins fengið einn fulltrúa í stjórn bankans. Aðrir stjórnarmenn skuli vera óháðir og megi ekki sitja í umboði kröfuhafa Glitnis.
Tengdar fréttir Skilanefnd líklega þegar brotið skilyrði FME Samkvæmt lögum geta þrotabú ekki verið hluthafar í bönkum. Fjármálaeftirlitið (FME) samþykkti ekki skilanefnd Glitnis sem eiganda íslandsbanka og því var sú leið farin hjá skilanefndinni að stofna sérstakt dótturfélag, ISB Holding, til að halda utan um 95 prósent hlut skilanefndarinnar í bankanum. 7. janúar 2010 19:04 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Skilanefnd líklega þegar brotið skilyrði FME Samkvæmt lögum geta þrotabú ekki verið hluthafar í bönkum. Fjármálaeftirlitið (FME) samþykkti ekki skilanefnd Glitnis sem eiganda íslandsbanka og því var sú leið farin hjá skilanefndinni að stofna sérstakt dótturfélag, ISB Holding, til að halda utan um 95 prósent hlut skilanefndarinnar í bankanum. 7. janúar 2010 19:04