Viðskipti innlent

Álagið rýkur upp

Ríkissjóður er í sjöunda sæti á lista yfir þau ríki sem talin eru ekki geta staðið við skuldbindingar sínar.Fréttablaðið/pjetur
Ríkissjóður er í sjöunda sæti á lista yfir þau ríki sem talin eru ekki geta staðið við skuldbindingar sínar.Fréttablaðið/pjetur

Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur hækkaði viðstöðulaust frá því Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði að staðfesta Icesave-lögin á þriðjudag. Álagið stóð í 485,79 punktum síðdegis í gær og hafði þá hækkað nokkuð frá því um hádegið í gær, samkvæmt upplýsingum Credit Market Analysis (CMA). Til samanburðar stóð skuldatryggingarálagið í 411 punktum við lokun markaða á mánudag.

Á sama tíma hefur álagið á arabíska borgríkið Dúbaí lækkaði nokkuð.

Ísland er nú í sjöunda sæti yfir þau lönd sem CMA telur líkur á að geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Líkurnar á því eru 28,55 prósent miðað við tæplega 26 prósenta líkur á að Dúbaí geti ekki greitt skuldir sínar. Um helmingslíkur eru á greiðslufalli Venesúela, sem trónir á toppi listans.

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir að þótt skuldatryggingarálagið sé hátt hafi það lítið að segja þar sem ríkissjóður sé um þessar mundir ekki að sækja sér nýtt fé á erlendum markaði. „En Seðlabankinn tekur tillit til þessa við vaxtaákvörðun sína og því dregur úr líkum á lækkun stýrivaxta,“ segir hann. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×