Viðskipti innlent

Kauphöllin tekur skuldabréf SPM úr viðskiptum

Kauphöllin hefur ákveðið að taka skuldabréf Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) úr viðskiptum þar sem héraðsdómur hefur staðfest nauðasamning félagsins.

Í tilkynningu um málið er bent til tilkynningar um nauðasamninginn sem birt var í upphafi vikunnar. Þar kom fram að þar sem úrskurði héraðsdóms frá því í desember s.l. var ekki skotið til Hæstaréttar og telst úrskurðurinn endanlegur og nauðasamningur kominn á.

Skuldabréf Sparisjóðs Mýrasýslu verða tekin úr viðskiptum við lok viðskipta þann 7. janúar 2010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×