Viðskipti innlent

Bloomberg: Forsetinn húðskammar Fitch Ratings - myndband

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hellti úr skálum reiði sinnar yfir matsfyrirtækið Fitch Ratings og húðskammaði þar fyrir að lækka lánshæfiseinkunn Íslands niður í ruslflokk. Þetta kom fram í viðtali við forsetann á sjónvarpsrás Bloomberg fréttaveitunnar.

„Þetta matsfyrirtæki sem gerði þetta, Fitch, þarf að svara fyrir margt því að lánshæfismöt þess á síðustu tveimur eða þremur árum hafa reynst algerlega röng," segir Ólafur Ragnar Grímsson. „Þetta er sama fyrirtækið sem gaf íslensku bönkunum toppeinkunnir árin 2007 og 2008 og við hér á Íslandi vorum nógu heimsk til að halda að þetta væri virðingarvert fyrirtæki. Það reyndist síðan algerlega rangt."

Bloomberg rifjar upp að í apríl árið 2008 hafi Fitch Ratings sett bankana þrjá á athugunarlista en jafnframt haldið A einkunn sinni hjá þeim öllum. Mánuði síðan hafi einkunn Kaupþings og Glitnis verið lækkuð í A-.

Matsfyrirtækið lækkaði síðan einkunnir bankanna þriggja í september en hélt einkunum samt ennþá í fjárfestingarflokki tæpum mánuði áður en þeir komust allir í þrot.

Sjá viðtalið hér:

http://www.youtube.com/watch?v=rOyAyw1aOww
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×