Fleiri fréttir

Segir Reykjanesbæ ekki hafa samið af sér

Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, er ekki sáttur við ummæli Sigrúnar Elsu Smáradóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um að Reykjanesbær hafi samið af sér varðandi sölu Reykjanesbæjar á hlut sínum í HS Orku til Geysis Green Energy.

Skuldastaða breska ríkisins mjög slæm

Það eru fleiri ríki en Ísland sem búa við slæma skuldastöðu. Samkvæmt bresku hagstofunni tóku bresk stjórnvöld 8 milljarða punda að láni í síðasta mánuði. Aldrei áður hefur breska ríkið þurft á svo háu lánsfjármagni að halda í júlí mánuði.

Enn hækkar Úrvalsvísitalan

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,63% í rúmlega 24 milljón króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Stendur vísitalan nú í 772 stigum.

Stjórnendur Magasín fengu 220 milljónir í laun á síðasta ári

Jón Björnsson og Carsten Fensholt stjórnendur Magasin fengu greiddar 8,8 milljónir danskra króna í tekjur rekstrarárið 2008/2009, eða 220 milljónir íslenskra króna á núvirði. Þetta er 1,1 milljón eða 25 milljónum íslenskra minna en rekstrarárið þar á undan og segir Fensholt að það skýrist af því að launabónusar hafi verið hærri þá.

Tilboð Magma Energy er allt of mikil áhætta með of litlum tryggingum

„Tilboð Magma Energy í HS Orku er allt of mikil áhætta með of litlum tryggingum en einungis hlutir í Hitaveitu Suðurnesja eru að veði fyrir fyrir lokagreiðslum Magma Energy í HS Orku. Þá hafa þessir einkaaðilar haft sjö ár til að greiða sér arð, færa til eignir eftir hentugleikum en það er engin trygging fyrir því að verðmæti veðanna í HS Orku haldi verðgildi sínu," segir Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hún segir Reykjanesbæ hafa samið af sér.

Verðbólgan enn á undanhaldi

Greiningadeild Íslandsbanka spáir 0,7% hækkun á vísitölu neysluverðs í ágúst. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka úr 11,3% í 11,1%, sem er minni verðbólga en sést hefur síðan í mars 2008.

Ríkið gefur út skuldabréf á morgun

Áformað er að gefa út ríkisbréf í þremur flokkum, á morgun. Um er að ræða annarsvegar nýjan tveggja ára flokk, RB11, ásamt Ríkisbréfum á gjalddaga 2013 (RB13) og Ríkisbréfum á gjalddaga 2025 (RB25). Stærð útboðsins er ekki ákveðin fyrirfram. Þetta kemur fram í Markaðspunktum Kaupþings.

Már tekur við embætti seðlabankastjóra

Már Guðmundsson tekur í dag við embætti seðlabankastjóra. Á sama tíma lætur Norðmaðurinn Svein Harald Øygard af störfum en hann var settur tímabundið í stöðu seðlabankastjóri í febrúar í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar svokölluðu og stjórnarskiptanna.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,66%

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,66% í rúmlega 68 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Stendur vísitalan nú í 767,1 stigi.

Atlantic Petroleum kemur nýtt inn í Úrvalsvísitöluna

Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum kemur nýtt inn í Úrvalsvísitöluna við opnun markaða á morgun, 20. ágúst 2009. Alfesca hf. verður tekið úr OMXI6 Úrvalsvísitölunni eftir lokun markaða í dag, 19. ágúst vegna yfirtökutilboðs í félagið frá 26. júní 2009.

Opnað fyrir Ísland á nýjan leik

Eitt stærsta greiðslutryggingarfélag heims, Coface, hefur nú staðfest skriflega að fyrirtækið sé tilbúið til að tryggja greiðslur íslenskra fyrirtækja á sama hátt og gildir með fyrirtæki í öðrum löndum.

Bjartsýni breskra framleiðenda eykst

Bjartsýni á meðal breskra iðnaðarframleiðenda hefur aukist mjög að undanförnu og hefur ekki mælst jafn há síðan í júní 2008 að sögn samtaka breska iðnaðarins (CBI).

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í júlí

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,3% í júlí frá fyrri mánuði samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá Íslands. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lækkað um ríflega 11% að nafnvirði og um tæplega 23% að raunvirði yfir síðustu tólf mánuði. Búast má við að íbúðaverð muni enn gefa eftir á næstu misserum.

Krónan heldur áfram að lækka

Gengi krónunnar hefur lækkað um ríflega 0,2% í morgun í fremur litlum viðskiptum. Er þetta fjórði dagurinn í röð sem gengi krónunnar lækkar. Dagslokagildi krónunnar var það lægsta á árinu í lok dags í gær.

Taldi fregnir af bónusgreiðslum til starfsmanna Straums lygasögu

Ætla þeir sem kveiktu í húsinu að fá sérstaklega greitt fyrir að slökkva eldinn?, spyr formaður viðskiptanefndar um áætlun stjórnenda Straums-Burðaráss um allt að tíu milljarða króna bónusgreiðslna til handa starfsmönnum bankans. Hún vonast til að lífeyrissjóðirnir, sem eiga tugmilljarða kröfu á bankann, samþykki ekki áætlunina.

Stjórnendur Straums fara fram á milljarða bónusgreiðslur

Stjórnendur Straums hafa kynnt kröfuhöfum bankans þær hugmyndir stjórnenda Straums að þeir fái 10,8 milljarða króna í bónusa á næstu fimm árum. Á næstu árum munu starfsmenn fjárfestingabankans Straums sem nú er í höndum Fjármálaeftirlitsins, reyna að hámarka virði eigna bankans.

Slitastjórn Kaupþings ræður PwC til rannsóknarvinnu

Slitastjórn Kaupþings hefur ráðið endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers (PwC) til að sinna rannsókn á ráðstöfunum bankans áður en hann fór í greiðslustöðvun með sérstakri áherslu á mögulega riftun ráðstafana þrotamanns á grundvelli gjaldþrotaskiptalaga.

Gríðarleg eftirspurn eftir leiguhúsnæði

Talsvert aukin sókn hefur verið í leiguhúsnæði undanfarið. Sést það á því að aukning hefur verið í fjölda þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði. Í júlí var þinglýstum 1.033 slíkum leigusamningum á landinu öllu og er það 53% aukning frá sama mánuði í fyrra. Það sem af er ári hefur 6.218 leigusamningum með íbúðarhúsnæði verið þinglýst sem er 37% aukning frá sama tímabili í fyrra. Greining Íslandsbanka kemur að þessu í Morgunkorni sínu.

Enn lækkar krónan - Verð hennar á aflandsmarkaði 18% lægra

Gengi krónunnar hefur lækkað í morgun um tæpt hálft prósent í fremur litlum millibankaviðskiptum. Er þetta þriðji dagurinn í röð sem gengi krónunnar lækkar en í gær lækkaði gengi hennar um hálft prósent og voru viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri tvær milljónir evra sem er nokkuð meira en venjulega en engu að síður lítið.

Milljarðalán til Magnúsar ekki afskrifuð

„Það er alveg af og frá að lán til Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hafi verið afskrifuð. Hvorki lán til hans né nokkurra félaga á hans vegum hafa verið afskrifuð. Við munum fyrst ganga að öllum þeim veðum sem liggja láninu til grundvallar," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Skilanefndar Landsbankans.

Þjóðverjar ekki bjartsýnni í yfir þrjú ár

Bjartsýni Þjóðverja hefur aukist töluvert að undanförnu og samkvæmt nýlegri könnun þar í landi hafa þeir ekki verið bjartsýnni í yfir þrjú ár eða síðan í apríl 2006. Financial Times greinir frá þessu í dag.

Hærri verðbólga á Bretlandi en búist var við

Tólf mánaða verðbólga á Bretlandi stóð í stað í júlí og mælist enn 1,8% en sérfræðingar höfðu spáð því að draga myndi úr verðbólgunni í mánuðinum og hún myndi mælast 1,5%. Sky fréttastofan greinir frá þessu.

Sjóðstjóri Landsvaka kominn aftur til starfa

Sjóðsstjóri hjá Landsvaka sem vikið var frá störfum um miðjan júní síðastliðinn hefur snúið aftur til starfa. Manninum var vikið frá störfum þegar kom í ljós að sjóðsstjórinn hafði komið að því að selja Sigurjóni Þ. Árnasyni fyrrverandi bankastjóra Landsbankans veðskuldabréf af sjálfum sér í gegnum lífeyrissjóð sinn.

Yfirtökutilboð Lur Berri til hluthafa Alfesca samþykkt

Yfirtökutilboð Lur Berri Iceland ehf. til hluthafa Alfesca hf. sem hófst 2. júlí 2009 lauk í gær. Yfirtökutilboðið var samþykkt af eigendum tæplega 1,4 milljón hluta í Alfesca hf. sem samsvarar 23,04% af útgefnu hlutafé félagsins.

Dregst einkaneysla saman um 20% á árinu?

Seðlabankinn birti uppfærða hagspá samhliða vaxtaákvörðun í síðustu viku. Bankinn gerir ráð fyrir 20% samdrætti einkaneyslu á árinu 2009, en einkaneysla er stærsti einstaki liðurinn í landsframleiðslu Íslendinga og því mikilvægur fyrir þróun hagvaxtar.

Neyðarlögin geymd en ekki gleymd

Nær allar helstu bankastofnanir Evrópu sem áttu í viðskiptum við Ísland fyrir hrun hyggjast lögsækja Íslenska ríkið.

Spáir að tólf mánaða verðbólga lækki milli mánaða

Samkvæmt spá Greiningardeildar Kaupþings mun vísitala neysluverðs hækka um 0,6% milli mánaða í ágúst. Sem fyrr liggur þó risavaxin óvissa í húsnæðislið vísitölunnar sem gæti breytt töluvert heildarniðurstöðunni fyrir vísitölu neysluverðs. Gangi spáin eftir verður 12 mánaða verðbólga í ágúst 10,8% samanborið við 11,1% verðbólgu í júlí.

Enn lækkar gengi Bakkavarar

Bréf Bakkavarar lækkuðu um 7,1% í Kauphöllinni í dag. Er gengi á bréfum félagsins nú 1,05 krónur á hlut.

Næst stærsta hagkerfi heims að rétta úr kútnum

Útflutningur Japana jókst um 6,3% á öðrum ársfjórðungi frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesta aukning milli ársfjórðunga síðan á öðrum ársfjórðungi ársins 2002. Japan er næst stærsta hagkerfi heimsins á eftir Bandaríkjunum.

Ísland á heimssýningunni EXPO 2010

Benedikt Jónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, undirrituðu í dag samstarfssamning í tengslum við þátttöku Íslands á heimssýningunni EXPO 2010, sem haldin verður í Shanghæ í Kína á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Karl og Guðmundur yfirheyrðir vegna rannsóknar á Milestone

Karl Wernersson og Guðmundur Ólason hafa báðir verið yfirheyrðir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á tryggingafélaginu Sjóvá. Hafa þeir stöðu grunaðs manns. Karl Wernersson var aðaleigandi Milestone, eignarhaldsfélags Sjóvár, og Guðmundur Ólason var forstjóri félagsins.

Svínaflensan hefur ekki áhrif á sölu svínakjöts á Íslandi

„Það hefur ekki orðið mikil breyting hér á landi í neyslu svínakjöts, neytendur eru vel upplýstir um þá staðreynd að það er ekki rétt að tengja saman neyslu á þessari afurð og þeirri svínaflensu sem nú ríður yfir heiminn,“ segir Hörður Harðarson, formaður félags svínabænda.

Sjá næstu 50 fréttir