Viðskipti innlent

Neyðarlögin geymd en ekki gleymd

Nær allar helstu bankastofnanir Evrópu sem áttu í viðskiptum við Ísland fyrir hrun hyggjast lögsækja Íslenska ríkið.

Þetta kemur fram í könnun sem breska löfræðistofan Norton Rose framkvæmdi og við greindum frá í gær. Breska dagblaðið the Daily Telegraph geinir nánar frá könnuninni í dag og þar kemur meðal annars fram að 98 prósent aðspurðra eru á þeirri skoðun að íslensk yfirvöld hafi ekki komið fram við kröfuhafa íslensku bankanna á heiðarlegan hátt. Margir eru afar óánægðir með skiptinguna sem gerð var á gömlu bönkunum og setningu neyðarlaganna svokölluðu og segjast 93 prósent aðspurðra ekki eiga neinn annan kost í stöðunni en að höfða mál gegn ríkinu.

Þrír fjórðu þeirra sem svöruðu telja að Íslendingar hafi brotið alþjóðalög í kjölfar hrunsins, nítíu prósent aðspurðra spá stöðnun á Íslandi næstu tvö árin hið minnsta og þrír fjórðu segja Ísland ekki tilbúið til þess að ganga í Evrópusambandið.

Joseph Tirado, einn eigenda Norton Rose segir sláandi að sjá hve stór hluti kröfuhafa ætli sér að kæra, þrátt fyrir að samkomulag hafi á dögunum náðst um endurfjármögnun Kaupþings og Íslandsbanka. Tirado segir að könnunin sem náði til 60 bankastofnana víðs vegar um Evrópu sýni klárlega þá óánægju sem kraumi undir niðri á meðal kröfuhafanna.






Tengdar fréttir

Brennt barn forðast eldinn

Nítíu prósent þeirra erlendu fjármálafyrirtækja sem fjárfest hafa á Íslandi telja ólíklegt að þau rói á íslensk mið á næstunni ef marka má nýja könnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×