Milljarðalán til Magnúsar ekki afskrifuð Gunnar Örn Jónsson skrifar 18. ágúst 2009 12:37 Magnús Kristinsson. Mynd/GVA „Það er alveg af og frá að lán til Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hafi verið afskrifuð. Hvorki lán til hans né nokkurra félaga á hans vegum hafa verið afskrifuð. Við munum fyrst ganga að öllum þeim veðum sem liggja lánunum til grundvallar," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Skilanefndar Landsbankans. DV fullyrðir í dag að Magnús hafi samið við Skilanefnd Landsbankans um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans og félaga hans við bankann verði afskrifaður.Hver er Magnús Kristinsson Magnús Kristinsson er útgerðarmaður úr Eyjum. Hann á þrjá fjórðu í útgerðarfélaginu Bergi Hugin. Félagið ræður yfir hátt í tveimur prósentum af heildarkvótanum. En Magnús Kristinsson varð mjög umsvifamikill í góðærinu. Hann eignaðist stóra hluti í bönkum sem nú eru horfnir á braut. Toyota umboðið, Dominos Pizzur og fleira eru í hans eigu. Góðærisumsvif Magnúsar virðast hafa verið tekin að láni. Páll neitar afskriftum lána Páll Benediktsson vildi ekkert gefa upp um hversu háar fjárhæðir er að ræða í tilfelli Magnúsar eða hvernig þau veð sem liggja að baki lánunum sé háttað. „Skilanefndin hefur og mun ekki taka neinar ákvarðanir um afskriftir skulda fyrr en gengið hefur verið að þeim veðum sem Skilanefndin á réttilega." En eru þau lán sem um ræðir með tryggum veðum? „Það var ég ekki að segja, það á eftir að koma í ljós en ég gef ekki upp um hversu háar fjárhæðir er að ræða eða hvernig þau veð sem liggja að baki lánunum er háttað eða hversu mikið Skilanefndin fær fyrir veðin. Það á allt eftir að koma í ljós. Skilanefndin leggur mikla vinnu á sig til þess að ná eins miklum verðmætum út úr þeim eignum og kröfum sem Skilanefndin hefur til meðferðar. Ég get fullyrt það," segir Páll. Er Magnús í persónulegri ábyrgð fyrir þeim lánum sem hann fékk hjá Landsbankanum? „Hann er í persónulegri ábyrgð fyrir sumum lánum en ekki öðrum eins og gengur og gerist. Félög í hans eigu voru til að mynda sett sem veð fyrir ákveðnum lánum," segir Páll en hann vildi ekki tjá sig frekar um upphæðir þeirra lána sem um ræðir né hversu góð veðin væru fyrir lánunum. „Það er einfaldlega verið að vinna í þessum málum og verið að leysa þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir, hvort sem það sé varðandi lán til Magnúsar eða annarra en ég fullyrði að engin lán hafa verið afskrifuð eða koma til með að vera afskrifuð fyrr en gengið hefur verið að veðum viðkomandi lántaka í hverju tilfelli fyrir sig," segir Páll að lokum. Tengdar fréttir Fullyrt að Magnús Kristinsson fái tugmilljarða skuld afskrifaða Magnús Kristinssson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur samið við Landsbankann um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við bankann verði afskrifaður. 18. ágúst 2009 10:24 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
„Það er alveg af og frá að lán til Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hafi verið afskrifuð. Hvorki lán til hans né nokkurra félaga á hans vegum hafa verið afskrifuð. Við munum fyrst ganga að öllum þeim veðum sem liggja lánunum til grundvallar," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Skilanefndar Landsbankans. DV fullyrðir í dag að Magnús hafi samið við Skilanefnd Landsbankans um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans og félaga hans við bankann verði afskrifaður.Hver er Magnús Kristinsson Magnús Kristinsson er útgerðarmaður úr Eyjum. Hann á þrjá fjórðu í útgerðarfélaginu Bergi Hugin. Félagið ræður yfir hátt í tveimur prósentum af heildarkvótanum. En Magnús Kristinsson varð mjög umsvifamikill í góðærinu. Hann eignaðist stóra hluti í bönkum sem nú eru horfnir á braut. Toyota umboðið, Dominos Pizzur og fleira eru í hans eigu. Góðærisumsvif Magnúsar virðast hafa verið tekin að láni. Páll neitar afskriftum lána Páll Benediktsson vildi ekkert gefa upp um hversu háar fjárhæðir er að ræða í tilfelli Magnúsar eða hvernig þau veð sem liggja að baki lánunum sé háttað. „Skilanefndin hefur og mun ekki taka neinar ákvarðanir um afskriftir skulda fyrr en gengið hefur verið að þeim veðum sem Skilanefndin á réttilega." En eru þau lán sem um ræðir með tryggum veðum? „Það var ég ekki að segja, það á eftir að koma í ljós en ég gef ekki upp um hversu háar fjárhæðir er að ræða eða hvernig þau veð sem liggja að baki lánunum er háttað eða hversu mikið Skilanefndin fær fyrir veðin. Það á allt eftir að koma í ljós. Skilanefndin leggur mikla vinnu á sig til þess að ná eins miklum verðmætum út úr þeim eignum og kröfum sem Skilanefndin hefur til meðferðar. Ég get fullyrt það," segir Páll. Er Magnús í persónulegri ábyrgð fyrir þeim lánum sem hann fékk hjá Landsbankanum? „Hann er í persónulegri ábyrgð fyrir sumum lánum en ekki öðrum eins og gengur og gerist. Félög í hans eigu voru til að mynda sett sem veð fyrir ákveðnum lánum," segir Páll en hann vildi ekki tjá sig frekar um upphæðir þeirra lána sem um ræðir né hversu góð veðin væru fyrir lánunum. „Það er einfaldlega verið að vinna í þessum málum og verið að leysa þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir, hvort sem það sé varðandi lán til Magnúsar eða annarra en ég fullyrði að engin lán hafa verið afskrifuð eða koma til með að vera afskrifuð fyrr en gengið hefur verið að veðum viðkomandi lántaka í hverju tilfelli fyrir sig," segir Páll að lokum.
Tengdar fréttir Fullyrt að Magnús Kristinsson fái tugmilljarða skuld afskrifaða Magnús Kristinssson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur samið við Landsbankann um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við bankann verði afskrifaður. 18. ágúst 2009 10:24 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Fullyrt að Magnús Kristinsson fái tugmilljarða skuld afskrifaða Magnús Kristinssson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur samið við Landsbankann um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við bankann verði afskrifaður. 18. ágúst 2009 10:24
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent