Fleiri fréttir

FIH bankinn sækir um 37 milljarða ríkisaðstoð

FIH bankinn í Danmörku hefur sótt um 1,7 milljarða danskra kr. aðstoð, eða um 37 milljarða, frá dönskum stjórnvöldum. Umsóknin er í gegnum svokallaðan „bankpakke II“ sem ætlaður er til aðstoðar þeim dönsku bönkum sem eiga í erfiðleikum vegna fjármálakreppunnar.

Stjörnu-Oddi gegn svínaflensu

„Menn eru alltaf að vinna að því að slökkva elda. Þegar flensutilvik koma upp á borð við svínaflensuna fara teymi af stað sem reyna að búa til lyf gegn vírusnum áður en hann dreifir úr sér. Vika til eða frá skiptir miklu máli,“ segir Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda.

Tímamótaákvörðun þarf um stýrivextina

Skuggabankastjórn Markaðarins segir smá skref í stýrivaxtalækkunum leiða til ógangna. Veglega lækkun þurfi. "Við köllum á tímamótaákvörðun, stefnubreytingu og nýtt vinnulag peningastefnunefndarinnar," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sem sæti á í skuggabankastjórn Markaðarins.

Lúxusferðir laða ferðamenn til landsins

„Þetta var geysistór viðburður,“ segir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Icelandair, sem rekur Hilton Nordica Reykjavík. Hún á við 160 manna hóp frá Bandaríkjunum sem flaug héðan af landi brott í gær eftir fimm daga dvöl á vegum bandarísks lyfjafyrirtækis. Að hennar sögn voru allir ferðalangarnir hæstánægðir með dvölina.

Skuggabankastjórn vill framtíðarsýn

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ætti að lækka stýrivexti bankans um þrjú prósentustig á vaxtaákvörðunardegi sínum á morgun, samkvæmt einróma áliti skuggabankastjórnar Markaðarins. Aukinheldur ætti að tilkynna um fyrirhugaða þriggja prósentustiga vaxtalækkun til viðbótar þegar í júníbyrjun.

Sektir eru næsta skref hjá Ársreikningaskrá

„Við erum að vinna í því að senda fyrirtækjum ítrekun um skil á ársreikningum og láta vita að næst verði þau sektuð. Það er næsta skref,“ segir Guðmundur Guðbjarnason, forstöðumaður Ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra.

Skuldir Björgólfs jukust verulega

Persónulegar ábyrgðir Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, eru rúmlega átta milljörðum krónum hærri nú en í lok júní í fyrra.

Eignir Magnúsar öruggar í Rússlandi

Lítil verðmæti eru í gjaldþrota búi Magnúsar Þorsteinssonar. Eignir hans og eiginkonu hans hér á landi telja aðallega lúxusíbúð og húseignir á Akureyri.

Enn hækkar Century Aluminium

Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega á fremur líflegum degi í kauphöllinni í dag. Lækkunin nam 0,1% og stendur vísitalan í tæpum 218 stigum.

Sex hópuppsagnir tilkynntar í apríl

Í apríl bárust Vinnumálastofnun 6 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem sagt var upp samtals 283 einstaklingum. Tvær tilkynningar voru úr mannvirkjagerð, ein tilkynning úr flutningastarfsemi, ein tilkynning úr sérfræðiþjónustu, ein tilkynning úr iðnaði og ein tilkynning úr ýmissi þjónustu.

Vindmyllustyrkir ESB runnu í vasa mafíunnar á Sikiley

Lögregluyfirvöld á Sikiley standa nú fyrir umfangsmikilli rannsókn á vindorkugeira eyjarinnar en talið er að vindmyllustyrkir frá Evrópubandalaginu hafi runnið í vasa mafíunnar á eyjunni í gegnum spillta embættis- og stjórnmálamenn.

Áfrýjunarnefnd ógildir kaup Valitors á Tax Free

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur nú staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda beri kaup Valitors á öllu hlutafé Euro Refund Group North á Íslandi ehf. (Tax Free).

Frjálsi fækkar starfsfólki um helming og Kristinn hættir

Ákvörðun hefur verið tekin um að fara í umfangsmiklar breytingar á rekstri Frjálsa fjárfestingarbankans.Starfsmönnum verður fækkað um nær helming og annar rekstrarkostnaður lækkaður með hagræðingu og minni umsvifum í rekstri.

Allir geta nú sótt Windows 7

Allir sem áhuga hafa geta nú sótt sér Windows 7 stýrikerfið á heimasíðu Microsoft sér að kostnaðarlausu. Kerfið er til staðar í „Release Candidate" (RC), það er að um prufuútgáfu er að ræða.

Svínaflensan frestar mótmælum gegn Landsbanka

Sparifjáreigendur sem töpuðu fé sínu hjá Landsbankanum á Guernsey hafa ákveðið að fresta boðuðum mótmælum gegn bankanum vegna svínaflensunnar. Fólk frá öllum heimshornum ætlaði að koma saman til mótmælafundarins í næsta mánuði.

Skilanefnd Kaupþings hefur náð 200 milljörðum í hús

Samkvæmt uppfærðri skýrslu skilanefndar Kaupþing til lánadrottna bankans hefur eignasala þegar skilað 200 milljörðum kr. í hús. Megnið af þessari upphæð, eða 135 milljarðar kr., koma frá Svíþjóð þar sem nýlega var gengið frá sölu á bankastarfsemi Kaupþing til Ålandsbanken.

Mun færri samningar á fasteignamarkaðinum í apríl

Samtals voru gerðir 116 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði í apríl samkvæmt upplýsingum Fasteignaskrár Íslands. Þetta eru mun færri samningar en voru gerðir í mars en þá voru gerðir 164 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði og 175 samningar í febrúar.

Viðskipti í kauphöllinni minnkuðu um 66% milli mánaða

Heildarviðskipti með hlutabréf í kauphöllinni í apríl mánuði námu rúmum 1.785 milljónum kr. eða rúmum 99 milljónum á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í mars mánuði tæpir 4.400 milljónir kr. og minnkaði því um 66% milli mánaðanna.

Atlantic Petroleum hækkaði OMX15 um tæp 12%

Úrvalsvístalan (OMX15) hækkaði um tæp 12% á tímabili í morgun þótt nær ekkert væri að gerast á markaðinum. Samkvæmt upplýsingum frá kauphöllinni var ástæðan á bakvið þessa hækkun kauptilboð í Atlantic Petroleum á yfir 130% hærra verði en nam síðustu skráðu viðskiptum með hluti í félaginu í byrjun apríl.

Marorka gerir stóran samning við Kongsberg í Noregi

Marorka hefur gert samning við norska fyrirtækið Kongsberg sem hannar og selur stjórnkerfi í skip. Tekjur Marorku munu við þetta aukast á einu ári um 150-350 milljónir sem greiddar eru í evrum.

Economist: ESB gæti lært af reynslu Íslendinga

Evrópusambandið gæti lært af reynslu Íslendinga og Nýsjálendinga þegar kemur að stjórnun fiskveiða. Þetta kemur fram í grein í nýjasta hefti tímaritsins The Economist, þar sem fjallað um nýútkomna Grænbók um hina sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB. Fjallað er um málið á vefsíðu LÍÚ.

Upplýsingaskylda hvílir á útgefendum segir kauphöllin

Kauphöllin hefur sent frá sér yfirlýsingu Í tilefni af ákvörðun nokkurra útgefenda skuldabréfa, sem tekin hafa verið til viðskipta í kauphöllinni um að birta ekki ársuppgjör. Kauphöllin vil árétta að eftir sem áður hvíli upplýsingaskylda á útgefendum.

Eigið fé Landic Propety er neikvætt

Eigið fé Landic Property er neikvætt samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri ársins 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Eik Banki tapaði rúmlega 500 milljónum

Eik Banki í Færeyjum tapaði tæplega 24 milljónum danskra kr. eða rúmlega 500 milljónum kr. eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins. Til samanburðar nam tap bankans á sama tímabili í fyrra tæpum 29 milljónum danskra kr.

Össur hf. tilbúinn að skoða krónubréfakaup

Össur hf. er tilbúinn að skoða kaup á krónubréfum ef til þess kæmi. Jón Sigurðsson forstjóri Össurar segir að hinsvegar hafi enginn haft tal af þeim vegna málsins.

Magnús gjaldþrota - flóttatilraunin misheppnaðist

Bú auðmannsins Magnúsar Þorsteinssonar verður tekið til gjaldþrotaskipta en úrskurður þess efnis féll í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrr í dag. Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki krafðist þess að Magnús yrði tekinn til gjaldþrotaskipta en Magnús sagðist geta staðið undir skuldum sínum við bankann. Magnús flutti einnig lögheimili sitt til Rússlands frá Akureyri rétt áður en krafan var tekin fyrir.

Björgólfur Guðmundsson: Ég vil vera heiðarlegur

„Ég er enn ungur og það eru enn mörg tækifæri í lífinu," segir Björgólfur Guðmundsson bjartsýnn en hann er búinn að slá íslandsmetið í tapi. Eignir hans hafa rýrnað um 128 milljarði króna. Hann sjálfur er í persónulegum ábyrgðum við Landsbankann fyrir um 58 milljarða króna.

Skuldar Landsbankanum 58 milljarða króna

Persónulegar ábyrgðir Björgólfs Guðmundssonar á skuldbindingum fyrirtækja hans hjá Landsbanka Íslands hafa stóraukist á síðustu 17 mánuðum. Erfitt rekstrarumhverfi heima og erlendis, gengishrun íslensku krónunnar, en einkum stórauknar ábyrgðir sem Björgólfur gekkst í vegna eldri lána fyrirtækja sem hann eignaðist síðar, hafa leitt til þess að persónulegar skuldbindingar hans við Landsbanka Íslands og dótturfélaga hans nema nú um 58 milljörðum króna, en á sama tíma hafa eignir hans rýrnað stórlega eða horfið.

Keflavíkurflugvöllur er þriðja besta flughöfn Evrópu

Keflavíkurflugvöllur var valinn þriðji besta flughöfn í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en hann var í fjórða sæti fyrir allt árið í fyrra, fast á hæla Porto-flugvallar í Portúgal, Southampton í Englandi og Zurich í Sviss sem var í fyrsta sæti.

Kauphöllin kannar lagaákvæði um undanþágu frá uppgjörum

Stjórn kauphallarinnar er nú að láta lögfræðinga sína kanna lagaákvæði sem yfir tíu félög hafa notað sem undanþágu frá því að birta ársuppgjör sín á réttum tíma, það er fyrir 30. apríl s.l. Þórður Friðjónsson forstjóri kauphallarinnar segir að hann telji að þessi notkun á ákvæðinu samræmist ekki tilgangi þess.

28 samningum þinglýst í síðustu viku

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 24. apríl til og með 30. apríl 2009 var 28. Þar af voru 22 samningar um eignir í fjölbýli og 6 samningar um sérbýli . Þetta kemur fram á heimasíðu Fasteignamats ríkisisins og þar segir einnig að heildarveltan hafi verið 1.436 milljónir króna og meðalupphæð á samning 51,3 milljónir króna.

Buffett hraunar yfir bankamenn fyrir græðgi og heimsku

Warren Buffett stjórnarformaður Berkshire Hathaway notaði tækifærið á aðalfundi félagsins um helgina til þess að hrauna yfir bankamenn fyrir græðgi og heimsku sem leiddi til fjármálakreppunnar nú.

Fiat verði einn stærsti bílaframleiðandi heims

Ítalski bílaframleiðandinn Fiat stefnir að því að koma á einni stærstu bílaverksmiðju heims. Fiat reynir nú að kaupa rekstur bandaríska bílarisans General Motors í Evrópu eftir að hafa ná samning um yfirtöku á gjaldþrota risanum Chrysler.

Saka FME og SÍ um brot gegn eignarétti og jafnræðisreglu

Í greinargerð sem 27 bankar víða um heiminn hafa sent frá sér vegna málshöfðunar þeirra á hendur Fjármálaeftirlitinu (FME), Seðlabanka Íslands (SÍ) og ríkisstjórnarinnar út af yfirtökunni á SPRON segir að ákæran snúist m.a. um brot gegn eignarétti og jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Versta efnahagslægð í Evrópu frá seinna stríði

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að efnahagssamdráttur í ríkjum ESB í ár verður ríflega tvöfalt meiri en spáð hafi verið fyrir aðeins fjórum mánuðum. Álfan sé að sigla inn í verstu kreppu frá lokum seinna stríðs.

Álverð rýkur upp á markaðnum í London

Álverð hefur verið í töluverðri uppsveiflu á markaðnum í London (LME) í morgun. Hefur það hækkað um 3,4% það sem af er degi og stendur nú í tæpum 1.520 dollurum á tonnið.

Samruni Árvakurs og Þórsmerkur samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Árvakur og Þórsmerkur ehf. sem nýlega festi kaup á Árvakri. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að eftirlitið telur að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.

Gengi hlutabréfa Century Aluminum rýkur upp

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, rauk upp um 29,38 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Tvenn viðskipti upp á 1,3 milljónir króna standa á bak við viðskiptin.

Sjá næstu 50 fréttir