Viðskipti innlent

Skuldar Landsbankanum 58 milljarða króna

Persónulegar ábyrgðir Björgólfs Guðmundssonar á skuldbindingum fyrirtækja hans hjá Landsbanka Íslands hafa stóraukist á síðustu 17 mánuðum. Erfitt rekstrarumhverfi heima og erlendis, gengishrun íslensku krónunnar, en einkum stórauknar ábyrgðir sem Björgólfur gekkst í vegna eldri lána fyrirtækja sem hann eignaðist síðar, hafa leitt til þess að persónulegar skuldbindingar hans við Landsbanka Íslands og dótturfélaga hans nema nú um 58 milljörðum króna, en á sama tíma hafa eignir hans rýrnað stórlega eða horfið.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í upplýsingum um stöðu eigna Björgólfs Guðmundssonar og skuldbindinga hans við Landsbanka Íslands sem eru sendar fjölmiðlum í dag.

Þar segir ennfremur að fjárhagur hans líkt og margra annarra hafi gjörbreyst til hins verra á síðustu 17 mánuðum. Í ársbyrjun 2008 námu heildareignir fyrirtækja Björgólfs a.m.k 143 milljörðum króna en í dag er áætlað verðmæti þeirra um 15-27 milljarðar, en endanlegt verðmæti ræðst á næstu árum frekar en mánuðum segir í tilkynningunni.

Heildareignir Björgólfs og félaga hans voru í ársbyrjun 2008 a.m.k 143 milljarðar króna eins og fyrr segir. Hálfu ári áður voru þær hinsvegar samtals 169 milljarðar króna.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×