Viðskipti innlent

Björgólfur Guðmundsson: Ég vil vera heiðarlegur

„Ég er enn ungur og það eru enn mörg tækifæri í lífinu," segir Björgólfur Guðmundsson vongóður en hann er búinn að slá íslandsmetið í tapi. Eignir hans hafa rýrnað um 128 milljarði króna. Hann sjálfur er í persónulegum ábyrgðum við Landsbankann fyrir um 58 milljarða króna.

Ábyrgð Björgólfs eru að stærsturm hluta til komnar vegna fjárfestingafélagsins Grettis. Hann segist ekki enn vera viss hvort hann sé gjaldþrota.

Björgólfur er bjartsýnn á framtíðina en lítur á sig sjálfan sem nokkurs konar víti til varnaðar og vonast til þess að aðrir geti lært af.

„Ég vona að sú reynsla og það vit sem ég hef geti aðstoðað aðra og forðað þeim frá því að taka vondar ákvarðanir," segir Björgólfur en eignir fyrtækja hans eru nú um 10 til 19 prósent af því sem þær voru í ársbyrjun.

„Ég vil vera heiðarlegur svo menn séu ekki að velta því fyrir sér hvernig staðan sé, þetta er svona, og ég tek því," segir Björgólfur en hann tók upp á því að senda öllum fjölmiðlum fréttatilkynningu sem þar sem greint var frá fjárhagsstöðu hans og fyrirtækja í hans eigu.

Meðal fyrirtækja sem hann átti voru Landsbankinn, Eimskip og Icelandic.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×