Lúxusferðir laða ferðamenn til landsins Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 6. maí 2009 00:01 Hildur Ómarsdóttir „Þetta var geysistór viðburður," segir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Icelandair, sem rekur Hilton Nordica Reykjavík. Hún á við 160 manna hóp frá Bandaríkjunum sem flaug héðan af landi brott í gær eftir fimm daga dvöl á vegum bandarísks lyfjafyrirtækis. Að hennar sögn voru allir ferðalangarnir hæstánægðir með dvölina. Ætla má að gjaldeyristekjur vegna ferðar hópsins eftir jöklaferð, verslanaleiðangra og ferðir á veitingahús auk annars sé ekki undir 40 milljónum króna. Hildur segir mikið hafa verið lagt í að fá hópinn hingað til lands. Viðræður hófust í október á síðasta ári, nánar tiltekið í fyrstu helgi október þegar ríkið tók viðskiptabankans þrjá yfir. „Í raun varð mjög erfitt að fá hópinn til lands vegna ástandsins í efnahagsmálum. Gestirnir óttuðust að fyrirtæki yrðu almennt lokuð og að veitingahús gætu ekki tekið á móti þeim," segir Hildur og bendir á að óttinn hafi reynst ástæðulaus. Mikið var lagt í lokahóf ferðarinnar á Hilton Nordica á mánudagskvöld. Skautasvell var sett upp í fundarsal hótelsins. Þá söng Diddú fyrir gesti auk fleiri atriða. „Allir voru hæstánægðir," segir Hildur. Blaðamenn frá fagtímaritum frá Bandaríkjunum og Bretlandi fylgdu hópnum hingað til lands og fjölluðu um dvölina. Hildur segir mikil tækifæri geta falist í markaðssetningu hópferða sem þessa. „Nú verðum við að sýna fram á að Ísland er rétti áfangastaðurinn," segir hún og bætir við að á vissan hátt Ísland þess hversu slæmt ástandið sé víða um heim. Það sé óspillt og öruggur áfangastaður ferðamanna samanborið við Mexíkó, sem hafi verið vinsælasti áfangastaður fyrir allar styttri ráðstefnur og hvataferðir í Bandaríkjunum. Mjög hafi dregið úr slíkum ferðum þangað eftir að svínaflensan kom upp. Þá stendur til að viðburðafyrirtækið sem skipulagði ferðina sæki um viðurkenningu vegna þessa á alþjóðlegum vettvangi. Beri fyrirtæki sigur úr býtum geti það haft gríðarlega þýðingu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta yrði gríðarleg viðurkenning," segir hún og hvetur opinbera aðila til að styðja við ferðir sem þessar, ekki síst þar sem þær standi fyrir ómetanlegri kynningu á landi og þjóð. - jab Markaðir Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Þetta var geysistór viðburður," segir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Icelandair, sem rekur Hilton Nordica Reykjavík. Hún á við 160 manna hóp frá Bandaríkjunum sem flaug héðan af landi brott í gær eftir fimm daga dvöl á vegum bandarísks lyfjafyrirtækis. Að hennar sögn voru allir ferðalangarnir hæstánægðir með dvölina. Ætla má að gjaldeyristekjur vegna ferðar hópsins eftir jöklaferð, verslanaleiðangra og ferðir á veitingahús auk annars sé ekki undir 40 milljónum króna. Hildur segir mikið hafa verið lagt í að fá hópinn hingað til lands. Viðræður hófust í október á síðasta ári, nánar tiltekið í fyrstu helgi október þegar ríkið tók viðskiptabankans þrjá yfir. „Í raun varð mjög erfitt að fá hópinn til lands vegna ástandsins í efnahagsmálum. Gestirnir óttuðust að fyrirtæki yrðu almennt lokuð og að veitingahús gætu ekki tekið á móti þeim," segir Hildur og bendir á að óttinn hafi reynst ástæðulaus. Mikið var lagt í lokahóf ferðarinnar á Hilton Nordica á mánudagskvöld. Skautasvell var sett upp í fundarsal hótelsins. Þá söng Diddú fyrir gesti auk fleiri atriða. „Allir voru hæstánægðir," segir Hildur. Blaðamenn frá fagtímaritum frá Bandaríkjunum og Bretlandi fylgdu hópnum hingað til lands og fjölluðu um dvölina. Hildur segir mikil tækifæri geta falist í markaðssetningu hópferða sem þessa. „Nú verðum við að sýna fram á að Ísland er rétti áfangastaðurinn," segir hún og bætir við að á vissan hátt Ísland þess hversu slæmt ástandið sé víða um heim. Það sé óspillt og öruggur áfangastaður ferðamanna samanborið við Mexíkó, sem hafi verið vinsælasti áfangastaður fyrir allar styttri ráðstefnur og hvataferðir í Bandaríkjunum. Mjög hafi dregið úr slíkum ferðum þangað eftir að svínaflensan kom upp. Þá stendur til að viðburðafyrirtækið sem skipulagði ferðina sæki um viðurkenningu vegna þessa á alþjóðlegum vettvangi. Beri fyrirtæki sigur úr býtum geti það haft gríðarlega þýðingu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta yrði gríðarleg viðurkenning," segir hún og hvetur opinbera aðila til að styðja við ferðir sem þessar, ekki síst þar sem þær standi fyrir ómetanlegri kynningu á landi og þjóð. - jab
Markaðir Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira