Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum hækkaði OMX15 um tæp 12%

Úrvalsvístalan (OMX15) hækkaði um tæp 12% á tímabili í morgun þótt nær ekkert væri að gerast á markaðinum. Samkvæmt upplýsingum frá kauphöllinni var ástæðan á bakvið þessa hækkun kauptilboð í Atlantic Petroleum á yfir 130% hærra verði en nam síðustu skráðu viðskiptum með hluti í félaginu í byrjun apríl.

Verð á hlutum í Atlantic Petroleum var 251 kr. á hlut í byrjun apríl. Kauptilboðin í morgun námu hinsvegar 600 kr. á hlut. Þetta er í samræmi við verðið á hlutunum í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun en þar voru þeir seldir á 640 kr. sem er rúmlega 30% hækkun frá því í gær.

Hinsvegar er enginn að selja hluti í Atlantic Petroleum í augnablikinu.

Að öðru leyti hefur Century Aluminium hækkað um 2,8% og Össur um 0,6. Foroya Banki hefur hinsvegar lækkað um 0,4%.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×