Viðskipti innlent

MP fær undanþágu til að opna SPRON útibúin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samkeppniseftirlitið hefur gefið MP Banka leyfi til að reka SPRON útibúin.
Samkeppniseftirlitið hefur gefið MP Banka leyfi til að reka SPRON útibúin.
Samkeppniseftirlitið hefur í dag veitt MP Banka undanþágu sem gerir honum kleift að opna þegar í stað hinar keyptu starfseiningar SPRON.

Samkvæmt upplýsingum frá Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, er óheimilt samkvæmt samkeppnislögum að framkvæma samruna fyrr en Samkeppniseftirlitið hefur fjallað um hann, en eftirlitið hefur nú veitt undanþágu frá þessu banni. Segir Páll Gunnar að eftirlitið muni svo taka endanlega afstöðu til samrunans sjálfs þegar öll gögn liggja fyrir.

Það var í gær sem MP Banki tilkynnti að hann myndi kaupa Netbankann og útibúanet SPRON af Skilanefnd SPRON. MP Banki hyggst reka áfram undir nafni SPRON fyrri höfuðstöðvar SPRON við Skólavörðustíg og útibú á Seltjarnarnesi og í Borgartúni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×