Viðskipti innlent

Krónan veikist hratt

Seðlabankinn, Greining Íslandsbanka segir vísbendingar um að Seðlabankinn haldi sig til hlés á gjaldeyrismarkaði. Það veiki hana í skugga gjaldeyrishafta. Fréttablaðið/heiða
Seðlabankinn, Greining Íslandsbanka segir vísbendingar um að Seðlabankinn haldi sig til hlés á gjaldeyrismarkaði. Það veiki hana í skugga gjaldeyrishafta. Fréttablaðið/heiða

Krónan veiktist um 0,95 prósent í gær og endaði gengisvísitalan í 211 stigum. Þegar mest lét sló hún einu stigi betur og hafði krónan þá ekki verið veikari frá 23. janúar. Vísitalan var á hraðri niðurleið í janúar eftir snarpan kúf til eins mánaðar. Hæst snerti gengisvísitalan 250 stig í byrjun desember.

Krónan hefur nú veikst viðstöðulaust um ellefu prósent í á þriðju viku eftir að hafa farið lægst við 187 stigin. Þá hafði gengi krónu ekki verið sterkara síðan fyrir ríkisvæðingu bankanna.

Greiningardeild Íslandsbanka bendir á að lítil velta á gjaldeyrismarkaði liggi á bak við lækkun krónunnar, eða 1,7 milljarðar króna. Lítið þurfi til að hreyfa við gengi hennar í skugga gjaldeyrishafta. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×