Sharíabankar vekja athygli víða um heim 30. mars 2009 15:00 Áhuginn á sharíabönkum fer vaxandi. Fjárfestingar í takt við boðskap Kóranins er eitt mest ört vaxandi fyrirbærið á mörkuðum í London þessi misserin og verður ef til vill ein af mikilvægustu tekjulindum bankanna í náinni framtíð, að mati Richards Thomas, stjórnarformanns Gatehouse Bank. Gatehouse Bank var stofnaður í London fyrir tæpu ári síðan og varð þá fimmti sharía bankinn á Stóra Bretlandi. Velgengni bankans þykir benda til þess að áhuginn í að fjárfesta í takt við reglur Kóranins fari vaxandi. Ekki bara í múslimaríkjum heldur einnig í öðrum ríkjum þar sem nýrra leiða er leitað í fjárfestingum. Bankar líkt og Gatehouse Banki, sem starfa eftir reglum kóranins, taka ekki vexti af útlánum heldur taka þeir þóknun í upphafi viðskipta. Þá er óleyfilegt samkvæmt reglum sharíabanka að fjárfesta í óefnislegum eignum og hefur það vakið mikla athygli eftir því sem Richard Thomas segir. Thomas segir að með því fyrirkomulagi sem Gatehouse notar sé áhætta höfð í lágmarki. Af þessum ástæðum hafi fyrirkomulagið sem starfað er eftir vakið athygli í Bandaríkjunum, Sviss og víðar. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestingar í takt við boðskap Kóranins er eitt mest ört vaxandi fyrirbærið á mörkuðum í London þessi misserin og verður ef til vill ein af mikilvægustu tekjulindum bankanna í náinni framtíð, að mati Richards Thomas, stjórnarformanns Gatehouse Bank. Gatehouse Bank var stofnaður í London fyrir tæpu ári síðan og varð þá fimmti sharía bankinn á Stóra Bretlandi. Velgengni bankans þykir benda til þess að áhuginn í að fjárfesta í takt við reglur Kóranins fari vaxandi. Ekki bara í múslimaríkjum heldur einnig í öðrum ríkjum þar sem nýrra leiða er leitað í fjárfestingum. Bankar líkt og Gatehouse Banki, sem starfa eftir reglum kóranins, taka ekki vexti af útlánum heldur taka þeir þóknun í upphafi viðskipta. Þá er óleyfilegt samkvæmt reglum sharíabanka að fjárfesta í óefnislegum eignum og hefur það vakið mikla athygli eftir því sem Richard Thomas segir. Thomas segir að með því fyrirkomulagi sem Gatehouse notar sé áhætta höfð í lágmarki. Af þessum ástæðum hafi fyrirkomulagið sem starfað er eftir vakið athygli í Bandaríkjunum, Sviss og víðar.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira