Viðskipti innlent

Útibúanet SPRON selt

MYND/Pjetur
MP Banki kaupir Netbankann og útibúanet SPRON af Skilanefnd SPRON, samkvæmt tilkynningu sem fjölmiðlum var send um málið fyrir stundu.

MP Banki hyggst reka áfram undir nafni SPRON fyrri höfuðstöðvar SPRON við Skólavörðustíg og útibú á Seltjarnarnesi og í Borgartúni. Starfsemi Netbankans verður haldið áfram í óbreyttri mynd. MP Banki hefur skuldbundið sig til að bjóða að lágmarki 45 starfsmönnum SPRON og Netbankans starf. Verðmæti tilboðsins nemur tæplega 800 milljónum króna, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá MP Banka.

„Innlán og efnahagur SPRON og Netbankans hafa þegar flust yfir til ríkisbanka, en viðskiptavinir geta nú flutt sig til baka frá og með næsta mánudegi. Samhliða er gerður samningur um að þjónusta við lántakendur hjá SPRON og NB.is fari fram í þeim útibúum sem munu halda áfram rekstri. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppnisstofnunar," segir í tilkynningu frá MP.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×