Fleiri fréttir

Forstjóri GM segir af sér

Rick Wagoner, forstjóri General Motors, sagði af sér í gær eftir að bandarísk stjórnvöld fóru fram á það við hann. Nú stefnir í að ríkisstjórnin komi bílaframleiðandanum til bjargar í annað skiptið með því að lána fyrirtækinu peninga og Chrysler-bílaverksmiðjunum um leið.

Lækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun og varð lækkunin í sumum tilfellum töluverð, til dæmis hjá japanska Mizuho-bankanum sem lækkaði um tæp níu prósent. Þá lækkuðu bréf námafyrirtækisins Billington um rúm fjögur prósent í kjölfar verðlækkunar á olíu og kopar.

Bílaframleiðendur „ekki alveg í húsi“

Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að bílaframleiðendur séu „ekki alveg í húsi“ en á morgun kemur í ljós hvort greiðslustöðvun General Motors og Chrysler LLC verði framlengd. Unnið er að áætlun fyrirtækjanna.

Fáir þekkja nýja seðlabankastjórann

Það virðist vera rétt hjá Davíð Oddssyni að hinn nýi seðlabankastjóri Svein Harald Öygard er ekki stórt nafn í hinum alþjóðlega fjármálaheimi.

Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum

Íslendingar mæta nú breskum fyrirtækjum af hörku þar sem ríkisstjórn landsins gerir allt til þess að hámarka verðmæti eigna, ef marka má orð bankamanns sem tekur þátt í björgunaraðgerðum. Það er breska blaðið Guardian sem fjallar um málið í dag undir fyrirsögninn, „Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum“.

Skilanefnd skipuð yfir Sparisjóðabanka Íslands

Fjármálaeftirlitið hefur skipað skilanefnd yfir Sparisjóðabanka Íslands, en ákvörðun um þetta var tekin á föstudag. Tæpri viku fyrr tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um ráðstöfun eigna og skulda bankans til Seðlabankans og Kaupþings.

Hraðbönkum SPRON lokað

Vegna ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins, vegna Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. (SPRON), var ákveðið að loka öllum hraðbönkum SPRON í gær. Allar innistæður hjá SPRON hafa verið færðar yfir til Nýja Kaupþings.

Bretland gæti þurft á aðstoð AGS að halda

Bretar gætu þurft á aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að halda vegna efnahagsvandans. Þetta segir fjárfestirinn George Soros í dag en hann græddi einn milljarð bandaríkjadollara á svarta miðvikudeginum árið 1992. Hann segir Bretland standa brothætt gagnvart efnahagsvandanum sem nú ríður yfir heiminn.

Ekki eyða um efni fram

Með hunrdað milljóna punda auð í vasanum er Simon Cowell líklega síðasti maðurinn sem þú vilt heyra gefa ráð um hvernig megi sigrast á efnahagskreppunni. Fyrir tuttugu árum missti Simon sig hinsvegar aðeins í lántökum og í kjölfarið missti hann húsið sitt, spariféð og Porche bifreið sína. Það má því segja að hann geti samsvarað sér með illa stöddum almúganum sem fylgist með sjónvarpsþáttum hans.

Stjórnendur SPRON hafna fullyrðingum seðlabankastjóra

Fyrrverandi forstjóri og stjórn SPRON hafna því algerlega að eigið fé SPRON hafi verið uppurið um páskana á síðasta ári eins og seðlabankastjóri hélt fram í Markaðnum á Stöð 2 í gær. Þá hafna fyrrverandi stjórnendur SPRON jafnframt fullyrðingum fjármálaráðherra um að eigið fé SPRON hafi farið niður fyrir 8% á fyrsta ársfjórðungi 2008.

Eyrir Invest hagnaðist um 1,5 milljarða í fyrra

Eyrir Invest hagnaðist um 1,5 milljarða króna á síðasta ári samanborið við 769,7 milljónir króna í hitteðfyrra. Fjárfestingafélagið, sem er kjölfestufjárfestir Marel Food Systems og næststærsti hluthafi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, hefur gripið til viðamikilla aðgerða gegn erfiðum aðstæðum á mörkuðum og meðal annars samið um framlengingu lána fram til 2011.

Endanlega gengið frá sölu Kaupþings í Svíþjóð

Endanlega var gengið frá kaupum Ålandsbanken á Kaupþingi í Svíþjóð. Kaupverðið er nú sagt 388 milljónir sænskra kr. en var sagt 414 milljónir sænskra kr. eða um 5,7 milljarðar kr. þegar tilkynnt var fyrst um kaupin um miðjan febrúar.

Neyðist til að skipta um nafn á Budweiser-ölinu

Bandarísku bruggverksmiðjurnar Anheuser-Busch eru tilneyddar til þess að skipta um nafn á Budweiser öli sínu í Evrópu. Þetta hefur einn af dómstólum Evrópusambandsins ákveðið.

Kröfuhafar í þrotabú Sterling fá ekkert

Kröfuhafar í þrotabú Sterling flugfélagsins í Danmörku fá ekkert upp í kröfur sínar. Á vefsíðunni business.dk segir að þeir smáaurar sem fundust á kistubotni félagsins fari í að greiða upp í kröfur frá ábyrgðasjóði launa í Danmörku.

Rússalánið enn inni í myndinni

Yfirvöld í Rússlandi hafa farið fram á frekari upplýsingar frá íslenskum stjórnvöldum varðandi svokallað Rússalán. Í frétt í viðskiptaritinu Forbes er rætt við embættismann í rússneska fjármálaráðuneytinu sem segir að það „megi segja sem svo“ að samningaviðræður séu enn í gangi um lánið, en að í raun séu Rússar að bíða eftir frekari upplýsingum áður en komist verði að niðurstöðu.

Landsbanki og Glitnir meðal kröfuhafa í Centerplan

Landsbankinn og Glitnir eru meðal kröfuhafa í þrotabú Centerplan í Danmörku. Skiptastjórar í þrotabúi Roskilde Bank eru nú að íhuga að kæra fyrrum forstjóra Centerplan til lögreglunnar.

Nýr skiptastjóri við hlið Erlendar í þrotabúi Baugs

Nýr skiptastjóri hefur verið skipaður í þrotabúi Baugs við hlið Erlendar Gíslasonar hjá Logos. Í tilkynningu frá LOGOS segir að vegna undangenginnar umræðu um hæfi LOGOS til að annast skiptastjórn í þrotabúi Baugs hafi LOGOS farið fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur að annar skiptastjóri yrði skipaður.

Svissneskir bankastjórar settir í farbann

Töluverður fjöldi svissneskra banka hafa nú sett bankastjóra sína í farbann. Mega þeir ekki einu sinni ferðast til nágrannalanda á borð við Frakkland og Þýskaland.

Rússneskir bankar öskra á hjálp

Hundruð rússneskra banka stefna í að verða gjaldþrota fyrir næstu áramót. Þeir öskra nú á hjálp frá stjórnvöldum.

Makaskipti nema þriðjungi af öllum fasteignaviðskiptum

Undanfarna 3 mánuði hafa makaskiptasamningar verið um þriðjungur fasteignaviðskipta. Hlutfall makaskiptasamninga í fasteignaviðskiptum byrjaði að hækka samhliða því sem framboð lánsfjár til fasteignakaupa byrjaði að þrengjast verulega og umsvif á fasteignamarkaði tóku að dragast saman.

Kauphöllin áminnir Atorku og sektar um 1,5 milljón

Kauphöllin hefur ákveðið að áminna Atorku opinberlega og sekta félagið um 1,5 milljón kr. Telur kauphöllin að Atorka hafi brotið gegn ákvæðum reglna fyrir útgefendur fjármálagerninga í kauphöllinni.

Kauphöllin áminnir og sektar Landic Property

Kauphöllin hefur ákveðið að áminna Landic Property opinberlega og sekta félagið um 1,5 milljón kr. Er þetta gert þar sem Landic er talið hafa brotið gegn ákvæðum reglna fyrir útgefendur fjármálagerninga í kauphöllinni.

Bréf Marel Food Systems falla í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um 2,58 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í dag. Á móti hefur gengi bréfa Færeyjabanka haldið áfram að hækka, eða um 0,84 prósent.

Royal Unibrew selur pólska bruggverksmiðju

Royal Unibrew, næststærsta bryggverksmiðja Danmerkur, hefur selt pólska bruggverksmiðju sína í Koszalin til áfengisframleiðendans Van Pur. Stoðir er einn stærsti hluthafinn með fimmtungshlut.

Ísland á topp tíu listanum um netvæðingu þjóða

Ísland er á topp tíu listanum yfir mest netvæddu þjóðir heimsins. Raunar raða allar Norðurlandaþjóðirnar sér inn á topp tíu listan með Danmörku í fararbroddi en Danir teljast nú mest netvædda þjóð heimsins.

Steingrímur áréttar eignarhald kröfuhafa á bönkunum

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra áréttar vilja íslenskra stjórnvalda á því að erlendir kröfuhafar bankanna fái eignarhald á þeim upp í kröfur sínar. Þetta kemur fram í viðtali Blomberg-fréttaveitunnar við Steingrím.

Asíubréf hækka í kjölfar hækkunar vestra

Asísk hlutabréf hækkuðu í verði í morgun og er þetta fimmti dagurinn í röð sem hækkun verður á mörkuðum í Asíu. Hækkanirnar fylgja hækkunum á Wall Street síðustu daga en sérfræðingar segja þetta þó ekki einskær merki um að efnahagsástand heimsins sé að batna að ráði. Fjárfestar séu hins vegar vongóðir og séu nú farnir að taka aukna áhættu á ný eftir hrunið.

Flest gjaldþrot eru í byggingargeiranum

Nýjar tölur Hagstofu Íslands sýna yfir 50 prósenta fjölgun gjaldþrota milli ára. Fyrstu tvo mánuði ársins urðu 149 fyrirtæki gjaldþrota, samanborið við 97 fyrirtæki í fyrra. Greining Íslandsbanka segir að gera megi ráð fyrir að gjaldþrotum haldi áfram að fjölga á þessu ári. Þrotahrina sé fram undan.

Svaraði fyrir milljóna dala bónusgreiðslur

Einn stjórnenda AIG, trygginga- og fjárfestingafélagsins, varði ákvörðun félagsins um að greiða starfsmönnum 165 milljónir bandaríkjadala í bónusgreiðslur. Hann sagði að greiðslurnar hefðu verið nauðsynlegar til þess að halda starfsfólki í vinnu. Maðurinn, sem heitir Stephen L. Blake og er

Icelandair stefnir enn á að fá fjórar nýjar vélar

Forsvarsmenn Icelandair segjast ekki ætla að hætta við pöntun á fjórum Boeing 787 Dreamliners vélum þrátt fyrir verulegan samdrátt í flugsamgöngum og það mikla högg sem íslenskt efnahagslíf hefur orðið fyrir. Á Reuters fréttavefnum kemur fram að listaverð fyrir hverja vél sé 166 milljónir bandaríkjadala. „Við erum enn spenntir fyrir þessum áformum," segir Sigþór Einarsson, framkv

Telur laun skilanefndamanna vera eðlileg

Heildarkostnaður við uppskipti bankanna nálgast nú milljarð. Þar af nema laun til skilanefndarmanna 240 milljónum króna en árslaun eins skilanefndarmanns myndu duga til að borga verkamanni laun í 14 og hálft ár. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra telur þetta eðlileg laun.

Tap Oxford meira en nam varasjóði í íslensku bönkunum

Oxfordborg tapaði meira fé á íslensku bönkunum í Bretlandi en nemur varasjóð borgarinnar. Af þeim sökum hefur nú myndast gat í fjárhagsáætlun borgarinnar upp á 1,5 milljónir punda eða yfir 250 milljónir kr.

Ríkisstjóri Washingtonríkis ánægður með Icelandair

Chris Gregoire ríkisstjóri Washingtonríkis hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun Icelandair að hefja áætlunarflug til Seattle fjórum sinnum í viku næsta sumar.

Sjá næstu 50 fréttir