Fleiri fréttir

Græn byrjun í kauphöllinni

Markaðurinn í kauphöllinni byrjar á grænum nótum í dag og hefur úrvalsvísitalan hækkað um 0,3% í fyrstu viðskiptum dagsins.

Woodstock fjármálaheimsins haldið um næstu helgi

Aðalfundur Berkshire Hathaway, fjárfestingafélags milljarðamæringsins Warren Buffett, verður haldið um næstu helgi en fundir þessir hafa gengið undir nafninu Woodstock fjármálaheimsins.

Segir samningsstöðu Íslands gagnvart ESB vera erfiða

Bronwen Maddox helsti dálkahöfundur The Times um erlend málefni segir að samningsstaða Íslands gagnvart Evrópusambandinu muni verða erfið. Ísland sé í augljósri þörf fyrir að skipta út krónunni fyrir annan gjaldmiðil sem sé grunnurinn að því að byggja upp stöðugleika að nýju.

Sirius IT hagnaðist um 612 milljónir á síðasta ári

Rekstrarhagnaður norræna upplýsingatæknifyrirtækisins Sirius IT, dótturfélags Skipta, fyrir afskriftir og vexti í fyrra nam 1.360 milljónum króna og jókst um 56% frá árinu á undan. Hagnaður fyrir skatta nam 862 milljónum króna, en að teknu tilliti til skatta nam hagnaður ársins 612 milljónum króna.

Ársverðbólgan mælist 11,9%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11,9% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 15,6%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,4% sem jafngildir 1,4% verðbólgu á ári (9,4% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Fyrirtæki skila uppgjörum seint og illa

„Íslensk fyrirtæki hafa komist upp með það í mörg herrans ár að skila ársreikningum seint og illa. Það er til skammar," segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi.

Chrysler bjargaði sér fyrir horn

Bílaframleiðandinn Chrysler náði í gær samkomulagi við bandarísk stjórnvöld um enn frekari aðstoð til þess að komast hjá gjaldþroti. Sex komma níu milljarðar dollara af skuldum fyrirtækisins verða að öllum líkindum afskrifaðar nái samkomulagið fram að ganga.

Tyrkneskt vatn flutt inn í plastflöskum

„Þetta vakti forvitni mína því að ég hef aldrei skilið hvers vegna Íslendingar ættu að flytja inn vatn en mér finnst eiginlega liggja miklu beinna við að flytja það út," segir Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur í Borgarnesi. Hann keypti nýlega hálfs lítra vatnsflösku undir merkjum Pinar frá Tyrklandi í Krónunni í Mosfellsbæ.

Samdráttur í Japan

Stjórnvöld í Japan hafa fært efnahagsspá sína fyrir árið úr núlli í samdrátt upp á 3,3 prósent. Fjárlagaárið þar í landi hófst um mánaðamótin.

Skúli í Oz enn í símanum

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Oz, hefur tekið sæti í stjórn kanadíska tæknifyrirtækisins Airborne Technology Ventures ásamt því að fjárfesta í því fyrir hálfa milljón Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 65 milljóna króna að núvirði.

Greitt fyrir uppljóstrun

Mary Schapiro, forstjóri bandaríska fjármálaeftirlitsins, segir ekki útilokað að greitt fyrir þær upplýsingar sem leiða til þess að efnahagsbrot verða upprætt.

Segir skuldir bankanna vera þjóðinni ofviða

"Hver er staða þjóðarbúsins? Er Ísland gjaldþrota?“ var yfirskrift hádegisverðarfundar félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem fram fór á Grand Hóteli í gær. Kjartan Guðmundsson fylgdist með umræðunum.

Íslendingar vinna gegn svínaflensunni

„Við erum á fullu að vinna í því að setja gáttina upp og fara að vinna gegn svínaflensunni í Mexíkó,“ segir Magnús Ingi Stefánsson, verkefnastjóri hjá TM Software, dótturfélagi Nýherja.

Stjórnmálalegri óvissu verði eytt

Á fundi nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins sem haldinn var í dag var áhersla lögð á að stjórnmálalegri óvissu verði eytt sem fyrst og að stefna landsins verði mótuð til framtíðar. Verulegur árangur í niðurskurði ríkisútgjalda sé forsenda þess að landið komist hratt upp úr öldudalnum, að mati stjórnarinnar.

Viðsnúningur til hins verra hjá JJB Sports

Mikill viðsnúningur hefur orðið til hins verra hvað varðar verð á hlutum í íþróttaverslanakeðjunni JJB Sports í dag. Eftir mikla hækkun í gær hafa hlutirnir fallið um 8% í dag að því er segir á Reuters.

Aðeins hreyfing hjá Össur og Marel

Aðeins urðu viðskipti með hlutabréf í Össur og Marel í kauphöllinni í dag og námu þau samtals rúmlega 100 milljónum kr. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,7% og stendur í tæpum 218 stigum.

Snekkjum sökkt eða þeim siglt í strand í kreppunni

Leiðindasjón blasir nú víða við í höfnum Bandaríkjanna og meðfram ströndum landsins, einkum við Flórída. Það eru snekkjur sem sökkt hefur verið eða þeim siglt í strand af örvæntingarfullum eigendum sem eiga ekki lengur fyrir afborgunum eða rándýrum leguplássum.

SAS flýgur inn í blóðrautt sólarlag

SAS skilaði lélegu uppgjöri eftir fyrsta ársfjórðung ársins en tap flugfélagsins nam rúmlega hálfum milljarði danskra kr. eða um 11,5 milljörðum kr. Samkvæmt fregnum í norrænum fjölmiðlum í morgun er tapið nokkuð í takt við væntingar sérfræðinga.

Brúnin heldur að léttast á íslenskum neytendum

Enn dregur úr svartsýni íslenskra neytenda samkvæmt væntingavísitölu Capacent Gallup sem birt var í morgun. Vísitalan hækkaði, annan mánuðinn í röð, sem er til vísbendingar um að brúnin er heldur farin að léttast á íslenskum neytendum eftir erfiðan vetur.

Laus störf ekki verið fleiri síðan vorið 2006

Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar voru 620 laus störf hjá vinnumiðlunum í lok síðasta mánaðar og var það talsverð fjölgun frá febrúarlokum þegar 423 störf voru auglýst laus hjá vinnumiðlunum. Ekki hafa verið fleiri laus störf í boði síðan á maí 2006 fyrir tæpum 3 árum.

Gengi krónunnar styrkist á erlendum mörkuðum

Gengi krónu hefur styrkst töluvert gagnvart evru á erlendum markaði undanfarna daga og hljóða tilboð í Reuters-tilboðakerfinu nú upp á u.þ.b. 220 kr. fyrir evruna. Er gengið erlendis nú svipað og var fyrir sex vikum síðan.

Mál erlendra kröfuhafa SPRON gegn ríkinu þingfest

Mál erlendra kröfuhafa SPRON á hendur Íslenska ríkinu var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Kröfuhafarnir telja að tjón þeirra vegna yfirtöku ríkisins á SPRON hlaupum á tugum milljarða króna.

HB Grandi á sjávarútvegssýningu í Brussel

Í morgun voru sjávarútvegssýningarnar European Seafood Exposition (ESE) og Seafood Processing Europe (SPE) í Brussel í Belgíu opnaðar formlega. HB Grandi hefur tekið þátt í ESE-sýningunni frá árinu 2005 og hefur þátttakan þar verið stór liður í starfi félagsins við að taka markaðssetningu sinna afurða i eigin hendur.

Svínaflensan gæti kostað Ísland um 50 milljarða

Svínaflensan gæti kostað Íslendinga allt að rúmum 50 milljörðum kr. ef hún breytist í skæðan faraldur. Ef um vægan faraldur verður að ræða er kostnaðurinn í kringum 13 milljarðar kr.

Deutsche Bank skilar yfir 200 milljarða hagnaði

Deutsche Bank, stærsti banki Þýskalands, skilaði mjög góðu uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn reyndist tæplega 1,2 milljarður evra eða rúmlega 200 milljarðar kr. Á sama tímabili fyrir ári síðan var tap á rekstri bankans upp á 131 milljón evra.

Marel Food Systems lækkar mest í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems féll um 3,45 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir Össur, en gengi hlutabréfa fyrirtækisins lækkaði um 1,34 prósent.

Langtímalán LS jukust um 11,5 milljarða í fyrra

Útborguð langtímalán 2008 hjá Lánasjóði sveitarfélaga (LS) námu 15.5 milljörðum kr. miðað við 4 milljarða kr. árið áður. Jukust lánin því um 11,5 milljarða kr. á árinu.

Vodafone sektað um 200 þúsund fyrir „fríkeypis“ auglýsingar

Neytendastofa hefur dæmt Vodafone til þess að greiða 200 þúsund krónur í stjórnvaldssekt fyrir að nota orðið „fríkeypis“ í auglýsingum til fyrirtækja og á auglýsingaskilti. Áður hafði fyrirtækinu verið gert að hætta að tala um „fríkeypis“ í auglýsingum sínum þar sem notkun orðsins sé brot á lögum þar sem um var að ræða þjónustu sem viðskiptavinir þurfa að greiða fyrir með annari þjónustu.

Kyrrsetningu eigna Glitnis í Noregi aflétt

Í síðustu viku var aflétt kyrrsetningu á eignum Glitnis í Noregi sem staðið hefur frá falli bankans í byrjun október í fyrra. Með þessari niðurstöðu fær skilanefnd bankans óskorað forræði yfir eignum hans í Noregi, sem eru að andvirði um eitt hundrað milljarðar íslenskra króna.

Gjaldeyrishöftum aflétt að hluta til í sumar

Seðlabankinn áformar að aflétta gjaldeyrishöftunum að hluta til í sumar. Fjallað er um málið í daglegu fréttabréfi hagfræðideildar Landsbankans og þar er vitnað til viðtals sem Reuters átti við Svein Harald Öygard seðlabankastjóra um málið í gærdag.

Hlutir í JJB Sports hækka um 41% eftir samninga

Hlutir í íþróttavörukeðjunni JJB Sports hækkuðu um 41% á markaðinum í London eftir að tilkynnt var að keðjan hefði náð samkomulagi við leigusala sína um breytingar á húsleigu verslana keðjunnar. Kaupþing er meðal helstu lánadrottna JJB Sports.

Össur hf. eykur hagnað sinn milli ára

Hagnaður Össurar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 7,6 milljónum dollara eða tæpum 10 milljörðum kr. , samanborið við 6,7 milljónir á sama tímabili árið 2008.

Fjórðungi sagt upp hjá Teris

Upplýsingatæknifyrirtækið Teris hefur sagt upp 34 starfsmönnum, eða um fjórðungi starfsmanna sinna. Uppsagnirnar koma niður á öllum þáttum starfseminnar og hafa sumir starfsmannanna unnið lengi hjá fyrirtækinu. Allir starfsmennirnir hafa þegar hætt störfum.

Alls 259 í gjaldþrot á árinu

Alls urðu 259 fyrirtæki gjaldþrota á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það eru 48 prósentum fleiri gjaldþrot en á sama tímabili í fyrra, þegar þau voru alls 175 talsins, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

SPM fær greiðslustöðvun

Umsókn um greiðslustöðvun Sparisjóðs Mýrarsýslu (SPM) var lögð fram hjá Héraðsdómi Vesturlands og var samþykkt í dag. Greiðslustöðvunin gildir í þrjár vikur.

Breytt fyrirkomulag á útgáfu ríkisvíxla

Til að svara eftirspurn markaðsaðila sem eru að byggja upp sjóði með skammtímaverðbréfum verður fyrirkomulagi ríkisvíxlaútgáfu breytt lítillega frá því sem nú er.

Egla fær heimild til nauðasamninga

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á beiðni Eglu hf. um heimild til þess að leita nauðasamnings við lánardrottna sína.

Marel lækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems endaði daginn 3,43 prósentum neðar en á föstudag og bréf Össurar 1,32 prósentum. Á móti hækkaði gengi bréfa Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 2,08 prósent og Bakkavarar um 0,88 prósent.

Seðlabankinn veitti heimild til skortstöðu gegn krónunni

Seðlabankinn veitti bönkunum heimild til skortstöðu gegn krónunni á síðasta ári. Megnið af gengishruni krónunnar á þessum tíma má skrifa á reikning Seðlabankans, og þá einkum Davíðs Oddssonar þáverandi bankastjóra bankans.

Pontiac heyrir brátt sögunni til

Bílategundin Pontiac heyrir brátt sögunni til en General Motors tilkynntu í dag að framleiðslu Pontiac yrði hætt fyrir árslok á næsta ári. Þetta þýðir að um 21.000 manns muni missa vinnuna.

Sjá næstu 50 fréttir