Woodstock fjármálaheimsins haldið um næstu helgi 29. apríl 2009 09:58 Aðalfundur Berkshire Hathaway, fjárfestingafélags milljarðamæringsins Warren Buffett, verður haldið um næstu helgi en fundir þessir hafa gengið undir nafninu Woodstock fjármálaheimsins. Á síðasta ári mættu yfir 30.000 manns á fundinn og hlustuðu á Buffett skýra frá skoðunum sínum á ýmsum málum allt frá bandarískum hafnarbolta og að Paris Hilton. Bloomberg fréttaveitan segir að í ár muni Buffett hinsvegar einbeita sér að þeim leiðum sem hægt er að fara til að snúa við rekstri félags síns eftir versta ár í sögu þess. Buffett þarf að róa hluthafa sína eftir að markaðsverðmæti Berkshire Hathaway hefur minnkað um 37% frá ársbyrjun 2008, slæma fjárfestingu í olíufélaginu ConcoPhillips og lækkun á lánshæfismati Berkshire Hathaway hjá matsfyrirtækjum. Engar hömlur hafa hingað til verið settar á þær spurningar sem hluthafar geta beint til Buffett á þessum fundum og hafa þær verið allt frá hugleiðingum um íþróttir og upp í tengsl Buffett við Jesú Krist. Í ár verður þessu breytt þannig að helmingur spurninganna verður að snúast um málefni Berkshire Hathaway. „Þessi fundur verður á mun alvarlegri nótum en áður," segir Bill Bergman greinandi hjá Morningstar Inc. „Hluthafar í Berkshire eru ekki vanir að sjá 40% niðursveiflu og við erum á alvarlegum tímapunkti í efnahagsmálum." Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Aðalfundur Berkshire Hathaway, fjárfestingafélags milljarðamæringsins Warren Buffett, verður haldið um næstu helgi en fundir þessir hafa gengið undir nafninu Woodstock fjármálaheimsins. Á síðasta ári mættu yfir 30.000 manns á fundinn og hlustuðu á Buffett skýra frá skoðunum sínum á ýmsum málum allt frá bandarískum hafnarbolta og að Paris Hilton. Bloomberg fréttaveitan segir að í ár muni Buffett hinsvegar einbeita sér að þeim leiðum sem hægt er að fara til að snúa við rekstri félags síns eftir versta ár í sögu þess. Buffett þarf að róa hluthafa sína eftir að markaðsverðmæti Berkshire Hathaway hefur minnkað um 37% frá ársbyrjun 2008, slæma fjárfestingu í olíufélaginu ConcoPhillips og lækkun á lánshæfismati Berkshire Hathaway hjá matsfyrirtækjum. Engar hömlur hafa hingað til verið settar á þær spurningar sem hluthafar geta beint til Buffett á þessum fundum og hafa þær verið allt frá hugleiðingum um íþróttir og upp í tengsl Buffett við Jesú Krist. Í ár verður þessu breytt þannig að helmingur spurninganna verður að snúast um málefni Berkshire Hathaway. „Þessi fundur verður á mun alvarlegri nótum en áður," segir Bill Bergman greinandi hjá Morningstar Inc. „Hluthafar í Berkshire eru ekki vanir að sjá 40% niðursveiflu og við erum á alvarlegum tímapunkti í efnahagsmálum."
Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira