Hluthafar geta borið ábyrgð umfram hlutafé 3. desember 2008 00:01 Áslaug Björgvinsdóttir, dósent í lögum, bendir á dæmi þess að hluthafar beri ábyrgð umfram hlutafjáreign sína í félögum. Markaðurinn/Pjetur „Grundvallarregla hlutafélagalaganna er að hluthafar beri ekki ábyrgð á skuldbindingum félagsins. Ef félag verður gjaldþrota, þá geta kröfuhafar eingöngu leitað fullnustu í eigum félagsins. En í algjörum undantekningartilvikum, þá getur ábyrgð náð til hluthafa,“ segir Áslaug Björgvinsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hún flutti erindi um hluthafaábyrgð í háskólanum í gær. Þar fór hún meðal annars yfir tilvik og dóma þar sem hluthafar voru taldir bera ríkari ábyrgð en sem nemur meginreglu hlutafélagalaganna. Þetta á við í einkamálarétti, gagnvart kröfuhöfum við gjaldþrot hlutafélaga. Í þessu felst að sá sem á kröfu á hlutafélag getur átt á hættu að fá ekki kröfu greidda, verði félag gjaldþrota. UndantekningarÁslaug benti á að undantekningar væru frá reglunni um takmarkaða hluthafaábyrgð. Þær væru fólgnar í sjálfskuldaábyrgð, Þá kynni stjórnanda eða hluthafa láðst að hafa gert viðsemjanda grein fyrir því að samið væri fyrir hönd félags. Ábyrgð gæti hvílt á eigendum vegna löggerninga sem urðu til áður en það var skráð. Þá geti endurgreiðsluskylda lent á hluthafa, hafi hann þegið fé sem honum sé ekki heimilt samkvæmt hlutafélagalögum. Þá eigi undantekningin einnig við um riftun ólögmætra ráðstafana fjármuna skömmu fyrir gjaldþrot og mögulegar bótagreiðslur. Skaðabótaréttur„Árið 1994 var lögfest regla um skaðabótaábyrgð hluthafa, þar sem kveðið er á um að hluthafi geti borið skaðabótaábyrgð. Ólíkt því sem við á um stjórnanda félags, er kveðið á um stórfellt gáleysi eða ásetning. Því er þessi regla augljóslega undantekning frá meginreglunni,“ segir Áslaug. Hún bætir því við að í þessu tilliti séu gerðar frekari kröfur um sök, þar sem almennt hafi hluthafar ekki áhrif á rekstur félags annars staðar en á hluthafafundum. „Þeir hafa þannig ekki beinan ráðstöfunarrétt yfir félaginu, heldur eru sérstakir stjórnendur valdir til að fara með málefni félagsins sem lögaðila. Þeir bera í rauninni ábyrgð á rekstri félagsins frá degi til dags.“ Áslaug segir að kæmi til þess að einhver vildi sækja skaðabætur vegna athafna félags, samninga eða ráðstafana, þá séu stjórn og framkvæmdastjórn ábyrg. „En síðan höfum við í dómaframkvæmd og líka í löggjöf nágrannalanda okkar, undantekningartilvik, þar sem hluthafi eða einhver annar sem hefur haft ráðandi áhrif, sá sem í raun hefur stjórnað félaginu, hefur verið í þeirri stöðu að geta gefið stjórnendum almenn fyrirmæli og þeir hafa farið að þeim.“ Áslaug nefnir að slíkir aðilar hafi til að mynda farið með ráðandi hlut, og í krafti þess getað skipað meirihluta stjórnarmanna. Slíka aðila megi nefna „skuggastjórnendur“. TL rúllurÁslaug rakti í fyrirlestri sínum hæstaréttardóm um félagið TL rúllur. Félagið varð gjaldþrota og voru gerðar kröfur í búið. Málið fór fyrir dómstóla. Niðurstaða dómsins varð sú að aðilar sem hvorki voru eigendur né móðurfélag í skilningi hlutafélagalaga voru dæmdir ábyrgir gagnvart kröfuhöfum, þar sem sýnt þótti að þeir hefðu tekið ákvarðanir sem máli skiptu. Eigendur og fulltrúar í stjórn TL rúlla voru hinir sömu og móðurfélags þess. Sömu aðilar áttu jafnframt og stýrðu Húsasmiðjunni. „Þetta átti við ólögmætar tilfærslur á fjármunum, til aðila sem ekki var hluthafi í þessu gjaldþrota félagi.“ Umræddur aðili í þessu dæmi var Húsasmiðjan. Í því dæmi hafi verið um það að ræða að aðili varð gjaldþrota, átti ekki fyrir skuldum, en upp komst að fjármunir hefðu verið færðir á milli með ólögmætum hætti. Hvernig?En hvernig getur hluthafi bakað sér ábyrgð umfram almenna hluthafaábyrgð? „Ráðandi hluthafi getur til að mynda, á hluthafafundi, beitt sér fyrir því að tekin væri ákvörðun um að úthluta meiri arði en lög leyfa. Hann getur líka látið greiða atkvæði um sölu á eignum sem augljóslega eru seldar á undirverði,“ segir Áslaug. Hún bætir því við að lánardrottinn geti einnig lent í þessari stöðu. „Ég vísa aftur í málið um TL rúllur. Mér sýnist ekki útilokað að við þær aðstæður að lánafyrirtæki var með samningi með slík yfirráð að það réði í rauninni lögum og lofum í félaginu. Af því má draga þá ályktun að stjórnendur félags gætu í öllu farið að fyrirmælum til dæmis banka. Þá sé ekki útilokað að líta megi á bankann sem skuggastjórnanda.“ Móðurfélag sem ekki var móðurfélag„Við höfum þarna lögfesta reglu um skaðabótaábyrgð hluthafa. Svo höfum við dóm, þar sem aðili sem ekki var hluthafi, var talinn vera móðurfélag og var gert að greiða skaðabætur,“ segir Áslaug. Þarf að breyta reglum?Áslaug segist ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort skýra þurfi þetta betur með reglum eða lögum. Þegar hafi komið fram í dómaframkvæmd að ábyrgð hluthafa geti orðið umfram hlutafjáreign. Aðspurð minnist hún þess ekki að dómar hafi fallið gagnvart þrotabúum almenningshlutafélaga eða skráðra félaga. Skálkaskjól?Áslaug nefnir dæmi um að hlutafélag hafi verið stofnað, en stjórnendur þess og eigendur í rauninni aldrei farið að þeim reglum sem um það giltu. „Þá fóru menn ekki að neinu leyti eftir lögum sem giltu um hlutafélög. Aðalfundir voru ekki haldnir, stjórnarmenn ekki kosnir, ársreikningar ekki gerðir, tilkynnt um hækkun á hlutafé en ekki greitt og fleira í þessum dúr. Félagið er hlutafélag að forminu til, en allar reglur voru þverbrotnar,“ segir Áslaug. Hún vísar í dóm um að hlutafélag hafi verið rekið með þessum hætti. „Það var bara skálkaskjól hans eigin einkafyrirtækis. Þess vegna átti hann ekki rétt á takmarkaðri ábyrgð. Hann fullnægði ekki skilyrðum laganna til þess að geta talist vera hlutafélag,“ segir Áslaug og bendir jafnframt á að í því tilviki hafi ekki verið um skaðabótamál að ræða. Undir smásjánni Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
„Grundvallarregla hlutafélagalaganna er að hluthafar beri ekki ábyrgð á skuldbindingum félagsins. Ef félag verður gjaldþrota, þá geta kröfuhafar eingöngu leitað fullnustu í eigum félagsins. En í algjörum undantekningartilvikum, þá getur ábyrgð náð til hluthafa,“ segir Áslaug Björgvinsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hún flutti erindi um hluthafaábyrgð í háskólanum í gær. Þar fór hún meðal annars yfir tilvik og dóma þar sem hluthafar voru taldir bera ríkari ábyrgð en sem nemur meginreglu hlutafélagalaganna. Þetta á við í einkamálarétti, gagnvart kröfuhöfum við gjaldþrot hlutafélaga. Í þessu felst að sá sem á kröfu á hlutafélag getur átt á hættu að fá ekki kröfu greidda, verði félag gjaldþrota. UndantekningarÁslaug benti á að undantekningar væru frá reglunni um takmarkaða hluthafaábyrgð. Þær væru fólgnar í sjálfskuldaábyrgð, Þá kynni stjórnanda eða hluthafa láðst að hafa gert viðsemjanda grein fyrir því að samið væri fyrir hönd félags. Ábyrgð gæti hvílt á eigendum vegna löggerninga sem urðu til áður en það var skráð. Þá geti endurgreiðsluskylda lent á hluthafa, hafi hann þegið fé sem honum sé ekki heimilt samkvæmt hlutafélagalögum. Þá eigi undantekningin einnig við um riftun ólögmætra ráðstafana fjármuna skömmu fyrir gjaldþrot og mögulegar bótagreiðslur. Skaðabótaréttur„Árið 1994 var lögfest regla um skaðabótaábyrgð hluthafa, þar sem kveðið er á um að hluthafi geti borið skaðabótaábyrgð. Ólíkt því sem við á um stjórnanda félags, er kveðið á um stórfellt gáleysi eða ásetning. Því er þessi regla augljóslega undantekning frá meginreglunni,“ segir Áslaug. Hún bætir því við að í þessu tilliti séu gerðar frekari kröfur um sök, þar sem almennt hafi hluthafar ekki áhrif á rekstur félags annars staðar en á hluthafafundum. „Þeir hafa þannig ekki beinan ráðstöfunarrétt yfir félaginu, heldur eru sérstakir stjórnendur valdir til að fara með málefni félagsins sem lögaðila. Þeir bera í rauninni ábyrgð á rekstri félagsins frá degi til dags.“ Áslaug segir að kæmi til þess að einhver vildi sækja skaðabætur vegna athafna félags, samninga eða ráðstafana, þá séu stjórn og framkvæmdastjórn ábyrg. „En síðan höfum við í dómaframkvæmd og líka í löggjöf nágrannalanda okkar, undantekningartilvik, þar sem hluthafi eða einhver annar sem hefur haft ráðandi áhrif, sá sem í raun hefur stjórnað félaginu, hefur verið í þeirri stöðu að geta gefið stjórnendum almenn fyrirmæli og þeir hafa farið að þeim.“ Áslaug nefnir að slíkir aðilar hafi til að mynda farið með ráðandi hlut, og í krafti þess getað skipað meirihluta stjórnarmanna. Slíka aðila megi nefna „skuggastjórnendur“. TL rúllurÁslaug rakti í fyrirlestri sínum hæstaréttardóm um félagið TL rúllur. Félagið varð gjaldþrota og voru gerðar kröfur í búið. Málið fór fyrir dómstóla. Niðurstaða dómsins varð sú að aðilar sem hvorki voru eigendur né móðurfélag í skilningi hlutafélagalaga voru dæmdir ábyrgir gagnvart kröfuhöfum, þar sem sýnt þótti að þeir hefðu tekið ákvarðanir sem máli skiptu. Eigendur og fulltrúar í stjórn TL rúlla voru hinir sömu og móðurfélags þess. Sömu aðilar áttu jafnframt og stýrðu Húsasmiðjunni. „Þetta átti við ólögmætar tilfærslur á fjármunum, til aðila sem ekki var hluthafi í þessu gjaldþrota félagi.“ Umræddur aðili í þessu dæmi var Húsasmiðjan. Í því dæmi hafi verið um það að ræða að aðili varð gjaldþrota, átti ekki fyrir skuldum, en upp komst að fjármunir hefðu verið færðir á milli með ólögmætum hætti. Hvernig?En hvernig getur hluthafi bakað sér ábyrgð umfram almenna hluthafaábyrgð? „Ráðandi hluthafi getur til að mynda, á hluthafafundi, beitt sér fyrir því að tekin væri ákvörðun um að úthluta meiri arði en lög leyfa. Hann getur líka látið greiða atkvæði um sölu á eignum sem augljóslega eru seldar á undirverði,“ segir Áslaug. Hún bætir því við að lánardrottinn geti einnig lent í þessari stöðu. „Ég vísa aftur í málið um TL rúllur. Mér sýnist ekki útilokað að við þær aðstæður að lánafyrirtæki var með samningi með slík yfirráð að það réði í rauninni lögum og lofum í félaginu. Af því má draga þá ályktun að stjórnendur félags gætu í öllu farið að fyrirmælum til dæmis banka. Þá sé ekki útilokað að líta megi á bankann sem skuggastjórnanda.“ Móðurfélag sem ekki var móðurfélag„Við höfum þarna lögfesta reglu um skaðabótaábyrgð hluthafa. Svo höfum við dóm, þar sem aðili sem ekki var hluthafi, var talinn vera móðurfélag og var gert að greiða skaðabætur,“ segir Áslaug. Þarf að breyta reglum?Áslaug segist ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort skýra þurfi þetta betur með reglum eða lögum. Þegar hafi komið fram í dómaframkvæmd að ábyrgð hluthafa geti orðið umfram hlutafjáreign. Aðspurð minnist hún þess ekki að dómar hafi fallið gagnvart þrotabúum almenningshlutafélaga eða skráðra félaga. Skálkaskjól?Áslaug nefnir dæmi um að hlutafélag hafi verið stofnað, en stjórnendur þess og eigendur í rauninni aldrei farið að þeim reglum sem um það giltu. „Þá fóru menn ekki að neinu leyti eftir lögum sem giltu um hlutafélög. Aðalfundir voru ekki haldnir, stjórnarmenn ekki kosnir, ársreikningar ekki gerðir, tilkynnt um hækkun á hlutafé en ekki greitt og fleira í þessum dúr. Félagið er hlutafélag að forminu til, en allar reglur voru þverbrotnar,“ segir Áslaug. Hún vísar í dóm um að hlutafélag hafi verið rekið með þessum hætti. „Það var bara skálkaskjól hans eigin einkafyrirtækis. Þess vegna átti hann ekki rétt á takmarkaðri ábyrgð. Hann fullnægði ekki skilyrðum laganna til þess að geta talist vera hlutafélag,“ segir Áslaug og bendir jafnframt á að í því tilviki hafi ekki verið um skaðabótamál að ræða.
Undir smásjánni Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira