Hópuppsagnir í nóvember náðu til 560 manns 3. desember 2008 11:05 Þrátt fyrir að mun minna hafa verið um hópuppsagnir í nóvember heldur en í október misstu engu að síður 560 manns vinnuna í nóvember í hópuppsögnum, en alls bárust Vinnumálastofnun 12 tilkynningar um hópuppsagnir í mánuðinum. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar kemur fram að alls hefur hátt í 5.000 manns verið sagt upp í hópuppsögnum það sem af er þessu ári. 11% uppsagnanna barst í nóvembermánuði. Langstærstur hluti hópuppsagnanna varð í október en þá misstu tæplega 3.000 manns vinnuna í samtals 64 hópuppsögnum. Flestar tilkynningarnar um hópuppsagnir í nóvember komu frá verslunum, flutningum og tengdum greinum eða tæplega helmingur. Uppsagnirnar urðu að stærstum hluta vegna starfsfólks á höfuðborgarsvæðinu enn einnig töpuðust störf á Suður- og Vesturlandi. Misjafnt er hvenær þær hópuppsagnir sem gripið hefur verið til á árinu koma til framkvæmda. Ljóst er að áramótin og fyrstu mánuðir næsta árs munu verða mörgum erfið enda kemur mikið hópuppsögnum þá til framkvæmda. Vinnumálastofnun reiknast til að um 1.000 manns verði atvinnulaus eða án launagreiðslna vegna hópuppsagna um áramótin og að á bilinu 600 -700 uppsagnir komi til framkvæmda næstu þrenn mánaðarmót á eftir, mest í byrjun marsmánaðar. Ljóst er að afar erfitt ástand verður á vinnumarkaði í upphafi næsta árs og enn gæti komið til fleiri hópuppsagna á næstu mánuðum. Þegar allar hópuppsagnir ársins eru skoðaðar eftir atvinnugreinum kemur á daginn að langflestar þeirra koma úr mannvirkjagerð eða 42%. Þetta endurspeglar hversu erfitt umhverfi byggingariðnaðurinn býr nú við en fjármálakreppan leggst sértaklega þungt á hann. Íbúðamarkaðurinn er nær algjörlega frosinn og ólíklegt er að mikill eftirspurn verði eftir nýjum íbúðum á næstunni. Aðrar atvinnugreinar sem hafa fundið áþreifanlega fyrir versnandi atvinnuástandi eru verslunar- og viðgerðarmenn en 15% hópuppsagnanna ná til þessa hóps. 14% uppsagnanna eru úr fjármála og tryggingastarfsemi og 11% úr flutningum. 7% hópuppsagnanna sem gripið hefur verið til á árinu eru í öðrum iðnaði. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Þrátt fyrir að mun minna hafa verið um hópuppsagnir í nóvember heldur en í október misstu engu að síður 560 manns vinnuna í nóvember í hópuppsögnum, en alls bárust Vinnumálastofnun 12 tilkynningar um hópuppsagnir í mánuðinum. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar kemur fram að alls hefur hátt í 5.000 manns verið sagt upp í hópuppsögnum það sem af er þessu ári. 11% uppsagnanna barst í nóvembermánuði. Langstærstur hluti hópuppsagnanna varð í október en þá misstu tæplega 3.000 manns vinnuna í samtals 64 hópuppsögnum. Flestar tilkynningarnar um hópuppsagnir í nóvember komu frá verslunum, flutningum og tengdum greinum eða tæplega helmingur. Uppsagnirnar urðu að stærstum hluta vegna starfsfólks á höfuðborgarsvæðinu enn einnig töpuðust störf á Suður- og Vesturlandi. Misjafnt er hvenær þær hópuppsagnir sem gripið hefur verið til á árinu koma til framkvæmda. Ljóst er að áramótin og fyrstu mánuðir næsta árs munu verða mörgum erfið enda kemur mikið hópuppsögnum þá til framkvæmda. Vinnumálastofnun reiknast til að um 1.000 manns verði atvinnulaus eða án launagreiðslna vegna hópuppsagna um áramótin og að á bilinu 600 -700 uppsagnir komi til framkvæmda næstu þrenn mánaðarmót á eftir, mest í byrjun marsmánaðar. Ljóst er að afar erfitt ástand verður á vinnumarkaði í upphafi næsta árs og enn gæti komið til fleiri hópuppsagna á næstu mánuðum. Þegar allar hópuppsagnir ársins eru skoðaðar eftir atvinnugreinum kemur á daginn að langflestar þeirra koma úr mannvirkjagerð eða 42%. Þetta endurspeglar hversu erfitt umhverfi byggingariðnaðurinn býr nú við en fjármálakreppan leggst sértaklega þungt á hann. Íbúðamarkaðurinn er nær algjörlega frosinn og ólíklegt er að mikill eftirspurn verði eftir nýjum íbúðum á næstunni. Aðrar atvinnugreinar sem hafa fundið áþreifanlega fyrir versnandi atvinnuástandi eru verslunar- og viðgerðarmenn en 15% hópuppsagnanna ná til þessa hóps. 14% uppsagnanna eru úr fjármála og tryggingastarfsemi og 11% úr flutningum. 7% hópuppsagnanna sem gripið hefur verið til á árinu eru í öðrum iðnaði.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira