Fleiri fréttir

Exista hækkaði um 16,67 prósent

Gengi hlutabréfa í Existu skaust upp um 16,67 prósent í þrettán viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfanna, sem fóru úr salti Fjármálaeftirlitsins fyrir viku, stendur nú í sjö aurum á hlut.

Álverið í Straumsvík heldur sínu striki í framkvæmdum

Ólafur Teitur Guðnason fjölmiðlafulltrúi álversins í Straumsvík segir að álverið muni halda sínu striki hvað framkvæmdir varðar á næsta ári. Frétt Fréttablaðsins í dag um að hætt hafi verið við stækkun álversins sé einfaldlega röng.

Heimsmarkaðsverð á olíu skríður yfir 50 dollara tunnan

Heimsmarkaðsverð á olíu skreið yfir 50 dollara á tunnuna í dag. Þetta kom í framhaldi af yfirlýsingu frá Chakib Khelil forsta OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, um að Saudi-arabar hefðu þegar dregið úr framleiðslu sinni.

Viðskiptaráð vill í aðildarviðræður

Stjórn Viðskiptaráðs Íslands hefur sent frá sér ályktun varðandi mögulega aðild Íslands að ESB. Viðskiptaráð er þeirrar skoðunar að kostirnir í stöðunni verði ekki skoðaðir til hlítar nema með aðildarumsókn.

Skip Atlantic Petroleum fær vopnaða vernd á Aden-flóanum

Atlantic Petroleum hefur fengið afhent olíuframleiðslu-og geymsluskipið Aoka Mizu frá skipasmíðastöð í Singapore. Ætlunin er að flytja það frá Singapore til Rotterdam á næstunni. Leið skipsins mun liggja um Aden-flóann og segir Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic að á þeirri leið muni skipið fá vopnaða vernd.

Spáir 17,8% verðbólgu í desember

Að mati greiningar Glitnis mun vísitala neysluverðs (VNV) hækka um 1,2% í desember. Gangi spáin eftir mun ársverðbólga aukast úr 17,2% í 17,8%.

Gjaldeyrishöftin fæla erlenda fjárfesta frá landinu

Ímynd Íslands sem ákjósanlegs áfangastaðar fyrir erlenda fjárfestingu hefur augljóslega beðið talsverðan hnekki á undanförnum vikum. Fátt er eins til þess fallið að fæla frá erlent fjármagn og gjaldeyrishöft, og þótt stjórnvöld hafi lýst því yfir að höftunum verði aflétt eins fljótt og það þykir óhætt munu erlendir fjárfestar væntanlega hafa varann á gagnvart landinu á næstu misserum.

Rólegt í kauphöllinni

Markaðurinn í kauphöllinni opnaði á rólegum nótum í morgun. Viðskiptin eru orðin 20 talsins og heildarupphæðin rúmlega 83 milljónir kr. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,25% og stendur í 376 stigum.

Hitnar í kolunum hjá Carnegie, forstjórinn hættir

Anders Fällman forstjóri móðurfélags Carnegie bankans hefur látið af störfum. Þessa ákvörðun tók hann eftir að Bo Lundgren forstjóri Lánastofnunnar sænska ríkisins (Riksgälden) hraunaði yfir hann í sjónvarpsviðtali fyrir helgina. Milestone á hlut í Carnegie í gegnum félag sitt Moderna Finans.

Dönsk klámstöð sektuð fyrir að nota nafnið Tívolí

Dönsk klámstöð hefur komist að því sér til töluverðrar hrellingar og fjárútláta að nafnið Tívolí er verndað vörumerki í Danmörku. Stöðin var dæmd til að borga 6 miljónir kr. í skaðabætur og eina milljón í sekt sökum þessa fyrir Sjó- og Kauprétti Kaupmannahafnar.

Hlutabréf hækkuðu í Asíu

Hlutabréf hækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun eftir að trú manna jókst á að bandarísk yfirvöld muni koma bílaframleiðendunum Chrysler og General Motors til aðstoðar en þau ramba á barmi gjaldþrots.

Enn einn þýskur banki tapar stórt á íslenska bankahruninu

Þýski bankinn HSH Nordbank bætist nú í hóp banka þar í landi sem tapa stórt á hruni íslensku bankanna. Samkvæmt þýska blaðinu Focus mun bankinn tapa um einum milljarði evra á árinu eða um 157 milljörðum kr. en fleiri en íslensku bankarnir eiga þar hlut að máli.

Fjöldi kaupsamninga undir meðallagi

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga vegna húsnæðiskaupa var í síðustu viku talsvert undir meðallagi síðustu tólf vikna, sem líka er langt undir meðaltali sömu tólf vikna í fyrra.

Enn óvíst um lán til bandarísku bílaframleiðandanna

Enn hafa bandarísk stjórnvöld ekki tekið neinar ákvarðanir um lán til handa stærstu bílaframleiðendunum þar í landi. Þeir eiga allir við mikla erfiðleika að etja vegna fjármálakreppunnar. Ekki er búist við því að niðurstaða náist í málið á morgun, enda er Bush Bandaríkjaforseti í heimsókn í Írak.

Jón Gerald vill stofna lágvöruverðsverslun

Jón Gerald Sullenberger hugleiðir nú að flytja til Íslands og stofna lágvöruverðsverslun til höfuðs Bónus. Þetta kom fram í viðtali við Egil Helgason í Silfrinu í dag.

Jólalán Hagkaupa vinsæl

Um tvö hundruð og þrjátíu manns hafa fengið jólalán hjá Hagkaupum til fjármagna innkaupin fyrir jólin.

Kína, Japan og Suður-Kórea í samstarf gegn kreppunni

Japanar, Kínverjar og Suður-Kóreumenn hafa lagt til hliðar áratuga óvináttu og gert samkomulag um að berjast sameiginlega gegn kreppunni sem hrjáir efnahag þeirra. Öll löndin þrjú hafa búið við velsæld og vöxt undanfarin ár en nú stefnir í sama vanda og mörg önnur iðnríki eiga við að glíma. Fréttaskýrendur búast við að samstarf þeirra verði nánara en ríkja Evrópusambandið þar sem hver þjóð hugsar fyrst og fremst um sjálfa sig.

Ákváðu að bíða áfram átekta

Stjórn tölvufyrirtækisins CCP ræddi um möguleika á flutningi móðurfélags fyrirtækisins frá Íslandi á stjórnarfundi í London á fimmtudag. Til umræðu kom að flytja félagið til Hollands, Bretlands eða Delaware í Bandaríkjunum. Á fundinum var ákveðið að bíða átekta um sinn í þeirri von að gjaldeyrishömlum verði aflétt sem fyrst, segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður félagsins. Vonandi þurfi ekki að koma til þess að ræða þurfi það mál í fullri alvöru.

Takið bílnúmerin af og sparið

„Það er fáránlegt að fólk láti bílana standa á sölu á fullri tryggingu og bifreiðagjöldum,“ segir Trausti Jónsson, löggiltur bifreiðasali í Bílfangi Trausti telur það vera bæði hag bíleigenda og bílasala að bílar í sölumeðferð séu teknir af númerum.

Ísland á ofarlega á blaði yfir stærstu fjármálaklúður ársins

Tímaritið Time hefur sett saman lista yfir tíu verstu fjármálaklúður ársins. Ísland er þar á blaði ásamt öðrum stórslysum í fjármálaheiminum þetta árið; Lehman Brothers, AIG, orðspori Alan Greenspan, bandarískum bílaframleiðendum, Freddie Mac og Fannie Mae, matsfyrirtækjum, vogunarsjóðum og öðrum sem þótt hafa borið af í vandræðagangi árið 2008.

Kröfuhöfum kynnt ferlið

Kröfuhöfum gömlu bankanna eru um þessar mundir kynntur ferillinn við endurskipulagningu bankakerfisins, uppskiptingu bankanna og verðmat eigna þeirra, á fundum með skilanefndum bankanna.

Hlutabréf hækkuðu í Bandaríkjunum

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu lítillega í dag vegna væntinga til þess að björgunaraðgerðir í þágu bandarískra bílaframleiðanda nái fram að ganga og bjartra vona í garð tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum. Dow Jones hækkaði um 0,75%, Standard & Poor hækkaði um 0,7% og Nasdaq hækkaði um 2,18%.

Vonast til að salan á Kaupþing Lux klárist fyrir jól

Vonast er til að sala á Kaupþingi í Lúxemburg klárist fyrir jól, samkvæmt heimildum Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Eins og greint var fyrst frá í fréttum Stöðvar 2 er verið að vinna að samningum um sölu á Kaupþingi í Luxemburg við líbýskan banka.

Landsbankinn í Luxemborg tekinn til gjaldþrotaskipta

Dómstóll í Luxemborg hefur fyrirskipað að Landsbankinn þar í landi verði tekinn til gjaldþrotaskipta. Jafnframt hafa tveir skiptastjórar verið skipaðir til að fara með mál þrotabúsins.

Engin skerðing hjá Frjálsa lífeyrissjóðinum

Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem rekinn er af eignastýringu Kaupþings, hefur lokið endurmati eigna í samráði við löggilta endurskoðendur. Samkvæmt bráðabirgðaútreikningum þarf ekki að skerða réttindi eða lífeyri sjóðfélaga í samtryggingahluta sjóðsins. Sjóðfélagar eru rúmlega 40 þúsund.

Markaður með einkaþotur er hruninn

Hundruð einstaklinga og félaga vilja selja einkaþotur sínar en hvergi er hægt að finna kaupenda að þeim í augnablikinu. Markaðurinn með einkaþotur r algerlega hruninn.

Hlutir í JJB Sports hrynja eftir nýtt verðmat Citigroup

Hlutabréf í JJB Sports hafa hrunið um rúmlega 30% á markaðinum í London í dag eftir að Citigroup gafa út nýtt verðmat á félaginu. Citigroup telur hlutinn nú aðeins 1 pens virði. Exista er meðal eigenda JJB Sports.

Niðurskurður Rio Tinto kemur ekki við kaunin í Straumsvík

Hin umfangsmikli niðurskuður hjá Rio Tinto mun ekki hafa bein áhrif á starfsemi álversins í Straumsvík. Ólafur Teitur Guðnason fjölmiðlafulltrúi álversins segir að þeir muni þurfa að hagræða í rekstri sínum eins og kostur er eftir sem áður.

Stjórnvöld samþykkja sölu Kaupþings í Svíþjóð

Búið er að ráða Christer Villard sem forstjóra Kaupþings í Svíþjóð og hefur honum jafnframt verið falið að selja bankann. Samkvæmt frétt á Dagens Industri hafa íslensk stjórnvöld gefið grænt ljós á söluna.

Lánshæfismat ríkisins fer hríðversnandi

Lánshæfismat ríkisins hefur nú hríðversnað á undaförnum vikum sem er til marks um gjörbreytta stöðu ríkissjóðs sem hefur á skömmum tíma farið frá því að vera nánast skuldlaus í að vera einn sá skuldugasti meðal OECD ríkja.

Krónan veikist um 0,7 prósent

Gengi krónunnar hefur veikst um 0,7 prósent frá því gjaldeyrisviðskipti hófust í morgun og stendur gengisvísitalan nú í 204,5 stigum, samkvæmt gjaldeyrisborði Kaupþings. Gengisskráning krónunnar hefur verið nokkuð á reiki eftir að gjaldeyrishöft voru samþykkt á Alþingi fyrir hálfum mánuði og nokkur gengi í gangi á gjaldeyrismörkuðum.

Moody´s lækkar lánshæfi Orkuveitunnar

Matsfyrirtækið Moody's hefur gefið Orkuveitu Reykjavíkur lánshæfiseinkunnina Baa1. Það er lækkun frá fyrri einkunn Orkuveitu Reykjavíkur og er hún í samræmi við breytingu Moody's á lánshæfismati ríkissjóðs. Horfur eru taldar neikvæðar.

Century Aluminum fellur um rúm sjö prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, skall niður um 7,62 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í 1.030 krónum á hlut. Á eftir fylgdir gengi bréfa í Bakkavör, sem féll um 4,79 prósent og í Straumi, sem féll um 4,76 prósent.

Rauð jól á flestum hlutabréfamörkuðum

Rauður jólalitur hefur einkennt hlutabréfamarkaði um gervalla heimsbyggðina eftir að bandarískir öldungadeildarþingmenn felldu tillögu um að veita bandarískum bílaframleiðendum neyðarlán til að koma þeim yfir erfiðan hjalla og forða þeim frá því að keyra í þrot.

Kaliforníubúar óttast nú íslensk örlög

Kaliforníubúar óttast nú að lenda í sömu örlögum og Íslands hvað efnahag ríkisins varðar. Kalifornía er tíunda stærsta hagkerfi heimsins en í febrúar mun ríkið verða uppiskroppa með fé að öllu óbreyttu og þar með sé ríkið komið í "efnahagslegan heimsenda" eða financial Armageddon" eins og það er orðað.

Sjá næstu 50 fréttir