Skip Atlantic Petroleum fær vopnaða vernd á Aden-flóanum 15. desember 2008 13:21 Atlantic Petroleum hefur fengið afhent olíuframleiðslu-og geymsluskipið Aoka Mizu frá skipasmíðastöð í Singapore. Ætlunin er að flytja það frá Singapore til Rotterdam á næstunni. Leið skipsins mun liggja um Aden-flóann og segir Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic að á þeirri leið muni skipið fá vopnaða vernd. Eins og kunnugt er af fréttum hafa sjóræningjar herjað á Aden-flóanum og næsta nágrenni af miklum krafti í ár. Aoka Mizu er á stærð við meðalstórt olíuflutningaskip en með borpalli og siglir því ekki hratt, aðeins níu hnúta á tímann. Yrði skipið því sjóræningjum auðveld bráð ef engin vernd er til staðar. Samkvæmt frétt á börsen.dk. er ætlunin að skipið fari frá Rotterdam og út á Ettrick svæðið í Norðursjó þar sem Atlantic á hlut að olíusvæði. Aoku Mizu getur framleitt 25.000 tunnur af olíu á dag. Wilhelm Petersen segir að skipasmíðastöðín í Singapore, Blue Water, beri ábyrgð á því að Aoku Mizu komist klakklaust til Rotterdam. Því hafi Blue Water ákveðið að senda fylgdarskip með Aoku Mizu og verði vopnaðir verðir þar um borð á sólarhringsvöktum þar til Aoku Mizu kemst að Súez-skurðinum. Aðspurður um hvort ekki hafi verið einfaldara að senda Aoku Mizu suður fyrir Afríku segir Petersen að slíkt hefði tekið rúmlega mánuð í viðbót. Með þessu móti komist Aoku Mizu í gagnið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Atlantic Petroleum hefur fengið afhent olíuframleiðslu-og geymsluskipið Aoka Mizu frá skipasmíðastöð í Singapore. Ætlunin er að flytja það frá Singapore til Rotterdam á næstunni. Leið skipsins mun liggja um Aden-flóann og segir Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic að á þeirri leið muni skipið fá vopnaða vernd. Eins og kunnugt er af fréttum hafa sjóræningjar herjað á Aden-flóanum og næsta nágrenni af miklum krafti í ár. Aoka Mizu er á stærð við meðalstórt olíuflutningaskip en með borpalli og siglir því ekki hratt, aðeins níu hnúta á tímann. Yrði skipið því sjóræningjum auðveld bráð ef engin vernd er til staðar. Samkvæmt frétt á börsen.dk. er ætlunin að skipið fari frá Rotterdam og út á Ettrick svæðið í Norðursjó þar sem Atlantic á hlut að olíusvæði. Aoku Mizu getur framleitt 25.000 tunnur af olíu á dag. Wilhelm Petersen segir að skipasmíðastöðín í Singapore, Blue Water, beri ábyrgð á því að Aoku Mizu komist klakklaust til Rotterdam. Því hafi Blue Water ákveðið að senda fylgdarskip með Aoku Mizu og verði vopnaðir verðir þar um borð á sólarhringsvöktum þar til Aoku Mizu kemst að Súez-skurðinum. Aðspurður um hvort ekki hafi verið einfaldara að senda Aoku Mizu suður fyrir Afríku segir Petersen að slíkt hefði tekið rúmlega mánuð í viðbót. Með þessu móti komist Aoku Mizu í gagnið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.
Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira