Viðskipti innlent

Jón Gerald vill stofna lágvöruverðsverslun

Jón Gerald Sullenberger hugleiðir nú að flytja til Íslands og stofna lágvöruverðsverslun til höfuðs Bónus. Þetta kom fram í viðtali við Egil Helgason í Silfrinu í dag.

Jón hefur búið í Bandaríkjunum í 22 ár. Hann sagði hræðilegt að horfa á hvernig komið væri fyrir Íslandi, og sagði Baugsmenn hafa farið illa með íslenskt efnahagslíf. „Og á meðan íslendingar halda áfram að versla við þessa menn þá halda þeir áfram," sagði Jón, og átti þar við Jón Ásgeir og föður hans Jóhannes Jónsson. Hann sagði tvo til þrjá milljarða árlega rata í vasa Bónusfeðga gegnum verslanir þeirra árlega.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×