Hitnar í kolunum hjá Carnegie, forstjórinn hættir 15. desember 2008 09:37 Anders Fällman forstjóri móðurfélags Carnegie bankans hefur látið af störfum. Þessa ákvörðun tók hann eftir að Bo Lundgren forstjóri Lánastofnunnar sænska ríkisins (Riksgälden) hraunaði yfir hann í sjónvarpsviðtali fyrir helgina. Milestone á hlut í Carnegie í gegnum félag sitt Moderna Finans. Carnegie hefur höfðað mál á hendur Riksgälden þar sem bankinn telur að ólöglega hafi verið staðið að yfirtöku sænska ríkisins á bankanum og líftryggingarfélagi bankans, Max Matthiesen. Í umfjöllun Dagens Industri um málið í morgun segir Fällman að hann hafi tekið þá ákvörðun að láta af störfum til að málsóknin myndi ekki snúst um persónu hans heldur hagsmuni bankans og hluthafa hans. Í kjölfar málssóknarinnar efndi Bo Lundgren forstjóri Riksgälden til blaðamannafundar síðdegi á föstudag. Þar sagði Lundgren að málshöfðunin væri örvæntingarfull tilraun stjórnenda Carnegie að fría sig ábyrgð á því að bankinn komst í þrot. Sagði Bo að Fällman hefði rænt bankanum og haldið honum í gíslingu. Fällman segir einnig að hann sé móðgaður yfir orðum Lundgren og hann sé móðgaður fyrir hönd 7.000 hluthafa bankans. Þeir séu aðeins að reyna að fá á hreint hvort farið hafi verið að lögum við yfirtöku bankans eða ekki. Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Anders Fällman forstjóri móðurfélags Carnegie bankans hefur látið af störfum. Þessa ákvörðun tók hann eftir að Bo Lundgren forstjóri Lánastofnunnar sænska ríkisins (Riksgälden) hraunaði yfir hann í sjónvarpsviðtali fyrir helgina. Milestone á hlut í Carnegie í gegnum félag sitt Moderna Finans. Carnegie hefur höfðað mál á hendur Riksgälden þar sem bankinn telur að ólöglega hafi verið staðið að yfirtöku sænska ríkisins á bankanum og líftryggingarfélagi bankans, Max Matthiesen. Í umfjöllun Dagens Industri um málið í morgun segir Fällman að hann hafi tekið þá ákvörðun að láta af störfum til að málsóknin myndi ekki snúst um persónu hans heldur hagsmuni bankans og hluthafa hans. Í kjölfar málssóknarinnar efndi Bo Lundgren forstjóri Riksgälden til blaðamannafundar síðdegi á föstudag. Þar sagði Lundgren að málshöfðunin væri örvæntingarfull tilraun stjórnenda Carnegie að fría sig ábyrgð á því að bankinn komst í þrot. Sagði Bo að Fällman hefði rænt bankanum og haldið honum í gíslingu. Fällman segir einnig að hann sé móðgaður yfir orðum Lundgren og hann sé móðgaður fyrir hönd 7.000 hluthafa bankans. Þeir séu aðeins að reyna að fá á hreint hvort farið hafi verið að lögum við yfirtöku bankans eða ekki.
Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira