Fleiri fréttir

Fasteignaverð fjarri jafnvægi

Til þess að fasteignaverð nái hér jafnvægi á ný þarf það að lækka um 25 til 30 prósent á næstu þremur árum. Er þá miðað við að laun hækki á sama tíma um 10 til 15 prósent.

Exista hækkaði um 20 prósent

Gengi hlutabréfa í Existu endaði í tuttugu prósenta plús og sex aurum á hlut eftir nokkrar sveiflur. Þegar best lét í byrjun dags rauk það upp um 100 prósent, úr fimm aurum í tíu.

Finna lausnir á lausafjárvanda

Einar Sigurðsson forstjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, segir að félagið sé núna að móta það vinnulag sem haft verður á því að leita eftir nýju hlutafé á næstu dögum og vikum. Eins og komið hefur fram í fréttum er staða félagins erfið. Unnið er að því nú að fá nýtt hlutafé inn í félagið og hefur töluverður hópur fólks sýnt félaginu áhuga.

Al-Thani lítur á fjárfestingu sína í Kaupþingi sem glatað fé

Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani lítur á 25,5 milljarða kr. fjárfestingu sína í Kaupþingi sem glatað fé. Að sögn Telmu Halldórsdóttur talsmanns Q Iceland Finance mun Al-Thani hafa greitt fyrir 5% eignarhlut sinn í Kaupþingi með reiðufé og mjög tryggum veðum í eignum sínum erlendis.

Asger Jensby skuldar FIH bankanum 7 milljarða króna

Asger Jensby skuldar FIH bankanum, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, 350 milljónir danskra kr. eða um 7 milljarða kr.. Jensby er ein höfuðpersónan í IT Factory málinu í Danmörku sem er mesta fjármálahneyksli sem þar hefur komið upp árum saman.

Sveitarfélögin fá einn milljarð kr. aukalega úr ríkissjóði

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur eftir forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar að aukaframlag að fjárhæð 1,0 milljarður króna verði í þeim fjárlögum sem endanlega verða samþykkt og að ekki verði gerðar breytingar á álagningarhlutfalli fasteignaskatts á ríkiseignir.

Sögufrægur demantur sleginn fyrir metfé hjá Christie´s

Hinn sögufrægi Wittelsbach demantur var sleginn fyrir 16,3 milljónir punda á uppboði hjá Christie´s í London í vikunni eða hátt í 3 milljarða kr.. Um er að ræða hæsta verð sem nokkurn tímann hefur fengist fyrir demant á uppboði. Fyrirfram var talið að um 9 milljónir punda fengjust fyrir gripinn.

Klámdrottning verður forstjóri í eigin fyrirtæki

Danska klámmyndastjarnan fyrrverandi, Katja Kean, er orðin forstjóri í eigin fyrirtæki og gengur rekstur þess með afbrigðum vel. Í dag ber Katja nafnið Sussi La Cour sem er raunar upprunalegt nafn hennar.

Ríkissjóður þarf að greiða út 50 milljarða kr. á morgun

Ríkissjóður þarf að öllum líkindum að greiða út yfir 50 milljarða kr. á morgun vegna gjalddaga ríkisbréfa. Erlendir fjárfestar geta væntanlega á sama tíma keypt gjaldeyri fyrir upphæð sem samsvarar vaxtagreiðslum til þeirra, og gætu þau kaup hlaupið á 6-8 milljörðum króna.

Björn Bjarnason segir gagnsæi skorta í störfum FME

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að gagnsæi skorti í störfum Fjármálaeftirlitsins (FME). Þetta kemur fram á vefsíðu Björns í dag. Þar er ráðherran að fjalla um frumvarp sitt um sérstakan saksóknara til að rannsaka bankahrunið.

Abramovich tapar gríðarlega á gullnámu sinni

Auðjöfurinn Roman Abramovich er í tómu tjóni með fjárfestingu sína í gullnámufyrirtækinu Highland Gold. Frá því að hann keypti 4% hlut í fyrirtækinu fyrir ári síðan hefur hann tapað um 35 milljörðum kr..

Exista hækkar um 100 prósent

Gengi hlutabréfa í Existu rauk úr fimm aurum í tíu í tveimur viðskiptum upp á 50 þúsund krónur í fyrstu viðskiptunum í Kauphöllinni í dag. Það jafngildir 100 prósenta hækkun. Þá hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum um 8,78 prósent, Straums um 1,75 prósent og Bakkavarar um 0,56 prósent.

JJB Sports nær skammtíma samningi við lánadrottna

Verslunarkeðjan JJB Sports hefur náð skammtíma samningi við lánadrottna sína að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Exista á rúmlega 14% hlut í JJB Sports sem rekur 400 verslanir með íþróttaföt og vörur í Bretlandi.

Woolworths tilkynnir lokaútsölu, uppsagnir starfsfólks framundan

Verslunarkeðjan Woolworths hefur tilkynnt að lokaútsala keðjunnar hefjist í dag þar sem ekkert hefur gengið við að fá nýja eigendur að keðjunni. Jafnframt liggur fyrir að uppsagnir á tæplega 30.000 starfsmönnum keðjunnar eru framundan.

Sala Kaupþings rædd á þingi Luxemborgar

Salan á Kaupþingi í Luxemborg kom til umræðu á þingi landsins í gærdag. Þar svaraði Luc Frieden fjármálaráðherra landsins fyrirspurnum um málið. Frieden staðfesti það sem þegar er komið fram að fjárfestingasjóður í eigu Líbýu hefði átti í samningaviðræðunum um kaupin á síðustu dögum.

Bréf í Asíu hækka eftir samþykki fulltrúadeildar

Hækkun varð á asískum hlutabréfamörkuðum í morgun eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti lán til bílarisanna og seðlabanki Suður-Kóreu lækkaði stýrivexti sína. Mest munaði um hækkun bréfa bílaframleiðandans Honda en hún nam rúmum átta prósentustigum.

Dræm þátttaka í útboði ríkisbréfa

Tilboðum að upphæð 11,5 milljörðum króna að nafnverði var tekið í útboði á nýjum flokki ríkisbréfa sem fram fór í gærdag hjá Seðlabanka Íslands. Fyrirfram var búist við meiri þátttöku.

Bjarni hættur hjá N1 til að einbeita sér að stjórnmálum

Bjarni Benediktsson hefur látið af stjórnarformennsku í félögunum N1 og BNT til að geta helgað stjórnmálunum krafta sína. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Bjarni hefur verið orðaður við framboð til forystu í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins í janúar.

Bílarisar bíða lengur eftir láni

Ríkisstjórn George W. Bush, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur ekki nægan stuðning öldungadeildarþingmanna vestanhafs til að búa til embætti aðgerða- eða skiptastjóra, sem muni knýja bílarisana General Motors og Chrysler í þrot nái stjórnendur fyrirtækjanna ekki að leggja fram nýja rekstraráætlun í mars á næsta ári.

Fjármálaeftirlitið í Lúxemborg vill hjálpa

Fjármálaeftirlitið í Lúxemborg er reiðubúið að veita íslenskum yfirvöldum upplýsingar um Kaupþing þar ef það er í samræmi við lög og reglur. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Exista fallið í fimm aura á hlut

Gengi hlutabréfa í Existu féll um 64,29 prósent í dag og endaði í fimm aurum á hlut. Gengi bréfa í félaginu, sem fór úr níu vikna salti Fjármálaeftirlitsins í gær og verður tekið af markaði á föstudag, hefur aldrei verið lægra.

Bílaframleiðendur vongóðir um fjárstuðning

Bandarískir þingmenn ákveða í dag hvort hið opinbera veiti bandarísku bílarisunum General Motors og Chrysler fimmtán milljarða dala til að komast yfir erfiðasta hjallann og forða þeim frá gjaldþroti.

Ernst & Young taki við Glitni

Eins og greint var frá fyrr í dag hefur endurskoðunarfyrirtækið KPMG sagt sig frá úttekt á framkvæmd reglna um innra eftirlit í tengslum við yfirtöku ríkisins á Glitni. Í tilkynningu frá skilanefnd Glitnis banka hf., segir að tekin hafi verið ákvörðun, í samráði við Fjármálaeftirlitið, um að taka upp viðræður við endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young hf. um að þeir taki verkið yfir og ljúki því eins fljótt og verða má.

Pundið aldrei lægra gagnvart evru

Íslenska krónan er ekkert eyland því gengi breska pundsins hefur lækkað talsvert upp á síðkastið. Er nú svo komið að það hefur aldrei verið lægra gagnvart evru og öðrum gjaldmiðlum.

KPMG segir sig frá rannsókn á Glitni

Endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur óskað eftir því við skilanefnd Glitnis að það verði leyst undan því verkefni að rannsaka gamla Glitni í aðdraganda bankahrunsins. Gagnrýni hefur komið fram um að KPMG sé vanhæft í rannsókninni þar sem margir af helstu eigendum Glitnis hafi verið í viðskiptum við KPMG. Þessu hafnar fyrirtækið en segir ljóst að vinnufriður verði aldrei nægjanlegur og hætta sé á að allar niðurstöður verði gerðar tortryggilegar.

Vatn Jóns í evrópskar einkaþotur

Fyrirtæki Jóns Ólafssonar, Icelandic Water Holdings, hefur gert þriggja ára samning við þotuleiguna NetJets Europe, um sölu á Iceland Glacial vatni sínu í vélar félagsins.

Tesco finnur fyrir samkeppninni frá Iceland

Þekktasta stórmarkaðakeðja Bretlands, Tesco, finnur nú verulega fyrir samkeppninni við lágvörukeðjur á borð við Iceland og Aldi í Bretlandi. Söluaukningin hjá Iceland á síðustu þremur mánuðum nemur 11% en keðjan er að stórum hluta í eigu Baugs.

Bakkavör hækkar - Exista fellur

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 2,27 prósent í byrjun dags í Kauphöllinni og Straums um 0,68 prósent. Á sama tíma féll verðmæti bréfa í Existu úr 14 aurum í 10, eða um rúm 28 prósent.

Rio Tinto dregur saman seglin um allan heim

Hið risastóra námafélag, Rio Tinto, sem meðal annars á álverið í Straumsvík er í miklum skuldavandræðum og hefur tilkynnt um uppsagnir á liðlega fjórtán þúsund starfsmönnum fyrirtækisins víðsvegar um heim. Tilkynnt var um aðgerðirnar í morgun en fyrirtækið hefur sett upp áætlun sem miðar að því að lækka gríðarlegar skuldirfélagsins sem eru taldar nema um 40 milljörðum bandaríkjadala.

Lánuðu sjálfum sér

Nítján svonefndar stórar áhættuskuldbindingar voru hjá stóru bönkunum þremur, um síðustu áramót. Heildarfjárhæð þessara skuldbindinga var ríflega 930 milljarðar króna og um 95 prósent af eiginfjárgrunni bankanna.

Sjá næstu 50 fréttir