Viðskipti innlent

Ákváðu að bíða áfram átekta

Fjölþátttökutölvuleikurinn Eve Online hefur notið mikilla vinsælda frá því að CCP setti upprunalega útgáfu hans á markaðinn árið 2003.Mynd/CCP
Fjölþátttökutölvuleikurinn Eve Online hefur notið mikilla vinsælda frá því að CCP setti upprunalega útgáfu hans á markaðinn árið 2003.Mynd/CCP
Stjórn tölvufyrirtækisins CCP ræddi um möguleika á flutningi móðurfélags fyrirtækisins frá Íslandi á stjórnarfundi í London á fimmtudag. Til umræðu kom að flytja félagið til Hollands, Bretlands eða Delaware í Bandaríkjunum.

Á fundinum var ákveðið að bíða átekta um sinn í þeirri von að gjaldeyrishömlum verði aflétt sem fyrst, segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður félagsins. Vonandi þurfi ekki að koma til þess að ræða þurfi það mál í fullri alvöru.

CCP, sem hannaði og rekur tölvuleikinn Eve Online, ætlar að fara í alþjóðlegt hlutafjárútboð á öðrum ársfjórðungi næsta árs.

„Við ætlum að halda okkur við það,“ segir Vilhjálmur, en miðað við þau gjaldeyrishöft sem nú eru í gildi virðist það ómögulegt. Vilhjálmur segir að breytist reglurnar ekki þurfi CCP að sækja um undanþágu. Gangi það ekki verði að fara aðrar leiðir.

Vilhjálmur segir gjaldeyrishöftin valda CCP miklum erfiðleikum. Seðlabankinn hafi reyndar skýrt reglurnar þannig að bein fjárfesting erlendra aðila í íslenskum fyrirtækjum sé heimil, en viðkomandi geti ekki selt aftur og tekið féð úr landi. Þá séu erlendar lántökur útilokaðar. Hann vonist því til að hömlunum verði aflétt sem fyrst, í síðasta lagi í mars 2009.- bj

Tengdar fréttir

Byggja örugglega ekki hótelið

Ríki og borg munu örugglega ekki byggja og eiga hótelið sem rísa á við hlið tón-listar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn. „Það er mjög æskilegt að við finnum rekstraraðila eða framkvæmdaaðila sem vill byggja hótelið,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarmaður í Austurbakka, félagi sem ríki og borg eiga í sameiningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×