Fleiri fréttir

Greining Glitnis spáir 10% verðbólgu

Greining Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,8% milli mars og apríl. Gangi spáin eftir mun ársverðbólga aukast úr 8,7% í 10,0%.

Engar breytingar á Nyhedsavisen þrátt fyrir sölu

Viðskiptablaðið Börsen fjallar í dag um breytingarnar hjá Baugi Group óg þá sérstaklega um söluna á Nyhedsavisen. Þar kemur fram að engar breytingar verði á Nyhedsvisen þrátt fyrir söluna.

Forstjóri Baugs í hádegisviðtali Markaðarins

Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, verður í hádegisviðtali Markaðarins á Stöð 2 í dag. Baugur Group hefur lokið við að endurskipuleggja eignasafn sitt á þann veg að félagið muni nú einbeita sér alfarið að fjárfestingum í smásölu.

Bland í poka á markaðinum við opnun

Úrvalsvísitalan féll um 1,74% í fyrstu viðskiptum dagsins í morgun. Munar þar mestu um að hlutir í Kaupþingi lækkuðu um rétt rúmt prósent. Stendur vísitalan nú í 5.299 stigum.

Baugur selur fyrirtæki fyrir 65 milljarða

Baugur Group hefur lokið endurskipulagningu á eignasafni sínu á þann veg að félagið mun nú einbeita séralfarið að fjárfestingum í smásölu. Í kjölfar breytinga á stjórnendateymi og sölu fasteignasafns félagsins á síðasta ári hefur Baugur gert samkomulag um sölu á fjárfestingum sínum í fjölmiðlum, tækni og fjármálum, þ.m.t. hlut félagins í FL Group, til tveggja nýrra, sjálfstæðra félaga. Umfang þessara viðskipta eru um 65 milljarða króna.

Vísitölur vestanhafs beggja vegna núllsins

Helstu hlutabréfavísitölur á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum enduðu fyrsta dag vikunnar beggja vegna núllsins. Hagnaðartaka fjárfesta á hlut að máli eftir mikla hækkun í síðustu viku, að sögn Associated Press-fréttastofunnar.

Hagnaður Alcoa dregst saman um helming

Hagnaður bandaríska álrisans Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, var helmingi minni á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra.

Nærri fimmtugshækkun í Kauphöllinni frá páskum

Töluverður viðsnúningur hefur orðið á þróun hlutabréfaverðs frá páskum en samkvæmt hálffimmfréttum Kaupþings hefur úrvalsvísitalan hækkað um rúm 18 prósent á þeim tíma. Náði vísitalan sínu lægsta gildi í um tvö og hálft ár í kringum páska.

Ingólfur Bender í lok dags

Ingólfur Bender forstöðumaður greiningardeildar Glitnis var í viðtali hjá Sindra Sindrasyni í lok dags. Þar fóru þeir yfir stöðu og horfur í fjármálalífinu.

SPRON hækkaði um 9%

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 1,70% í dag. SPRON hækkaði um 9,00%,

Metvelta á gjaldeyrismarkaði í mars

Metvelta var á gjaldeyrismarkaði í marsmánuði en samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti fyrir helgi nam velta á millibankamarkaði 1.212 milljörðum kr. í mars og hefur aldrei verið meiri í einum mánuði.

Gengi krónunnar styrkist

Gengi krónunnar hefur styrkst um rúm 2,2 prósent frá byrjun dags og stendur gengisvísitalan í rúmum 145 stigum. Til samanburðar fór vísitalan hæst í rúm 158 stig í enda mars. Þetta jafngildir því að gengi krónunnar hefur styrkst um níu prósent á hálfum mánuði.

SPRON leiðir hækkanalest á mánudegi

Gengi hlutabréfa í SPRON rauk upp um rúm átta prósent í talsverðri hækkanahrinu í Kauphöll Íslands í dag. Gengi banka og fjármálafyrirtækja hefur hækkað á bilinu 1,4 til tæp þrjú prósent.

Debenhams komið í kapp við Baug?

Eigendur Debenhams hafa átt í leynilegum viðræðum um að taka yfir Moss Bros keðjuna sem Baugur hefur verið á höttunum eftir í nokkurn tíma.

Fjárfestir ársins ávaxaði fé sitt um 785%

Haochen Hu frá Hong Kong hefur verið valinn fjárfestir ársins árið 2007. Þessi 33 ára gamli verkfræðingur ávaxtaði fé sitt um 785% á ári þar sem markaðir hrundu og fjarmálakreppa vofði yfir.

HSBC er stærsta fyrirtæki heims

Breski bankinn HSBC er orðinn stærsta fyrirtæki heims samkvæmt lista bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Bandaríski bankinn Citigroup hefur leitt listann frá árinu 2004 en fékk verulega að kenna á undirmálslánakreppunni og er nú í 24. sæti.

Hutchinson bíður eftir hagnaði

Asíska samstæðan Hutchison Whampoa hagnaðist um 30,6 milljarða Hong Kong-dala (292 milljarða króna), í fyrra, 50 prósentum meira en árið áður.

Wall Street vísitölur á uppleið

Bandaríski markaðurinn tók litlum breytingum á dag og er ástæðan helst rakin til mikils ótta við meira tap á bankamarkaði og mesta atvinnuleysi í fimm ár. Engu að síður hækkuðu helstu vísitölur í þessari viku. Dow Jones hækkaði um 3,2% og S&P hækkaði um 4,2%. Nasdaq hækkaði svo um 4,9%, sem er mesta hækkun frá því í ágúst 2006.

Slapp við 900 milljóna króna tap með sölutryggingu

Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskips, seldi félaginu bréf fyrir rúma 2.5 milljarða í dag. Í tilkynningu til Kauphallarinnar frá Eimskip segir að greiðslan sé hluti af lokauppgjöri vegna starfsloka Baldurs hjá félaginu.

Versti ársfjórðungur Íslandssögunnar að baki

Íslendingar eru búnir að upplifa ömurlegasta ársfjórðung Íslandssögunnar á fjármálamörkuðum, að sögn Þórðar Jónassonar, sérfræðings hjá Askar Capital. Þórður var gestur Sindra Sindrasonar Í lok dags á Vísi.

SPRON hækkaði mest í dag

SPRON hf. hækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í dag eða um 6,61 prósent og er gengi félagsins nú 5,00. Flaga lækkaði mest eða um 1,25 prósent.

Enginn viðskipti með bréf Icelandic Group í dag

Ellefu félög hafa hækkað í Kauphöll Íslands það sem af er degi. Spron hefur hækkað mest allra félaga eða um 3,62% og er gengi félagsins nú 4,86. Flaga hefur lækkað mest eða um 1,25%.

Icelandic Group skráð af markaði

Stjórn Icelandic Group hyggst leggja það til á aðalfundi félagsins þann 18. apríl að stjórninni verði heimilað að óska eftir því að félagið verið afskráð úr Kauphöll Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Fyndni á nýjum vef

Fjárfestar og annað áhugafólk um hreyfingar á hlutabréfamarkaði hafa oftar en ekki bölvað óþjálum og ógagnsæjum vef Kauphallar Íslands. Steininn tók þó fyrst úr þegar Kauphöllin komst í eigu OMX. Núna hafa enn verið gerðar breytingar á vefnum með samruna OMX og Nasdaq og er sumt til bóta, en annað í takt við fyrri tíð, eins og gengur.

Greining Landsbankans spáir 10-13% verðbólgu

Greining Landsbankans spáir því að verðbólga fari hæst í ríflega 10% í sumar, að því gefnu að veiking krónunnar gangi að hluta til baka. Haldist krónan áfram veik má reikna með að verðbólgan fari í 13%.

Skammgóður vermir

Margir urðu til að nýta sér „kostaboð" og fylltu á tanka bíla sinna á sérkjörum sem í boði voru einn dag um miðja vikuna. Afsláttur af lítraverði náði allt að 25 krónum. Víða voru biðraðir á bensínstöðvum og truflaðist jafnvel umferð í næsta nágrenni.

Aftur morgungrænn markaður

Markaðurinn opnaði aftur í plús í morgun og hækkaði úrvalsvísitalan um 0,95% í fyrstu viðskiptum dagsins. Stendur hún nú í 5.306 stigum.

Icelandair Cargo hættir við kaup á fraktflugvélum

Dótturfyrirtæki Icelandair Group, Icelandair Cargo og Icelease, hafa fallið frá samningaviðræðum við Avion Aircraft Trading um leigu og kaup á fjórum Airbus A330-200 fraktflugvélum. Viljayfirlýsing um málið var gerð í maí á síðasta ári.

Markaðurinn endaði aftur í plús

Markaðurinn endaði aftur í plús í dag eftir ágætan dag í gær. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1.37% og stendur í 5.256 stigum.

Norðmenn að drukkna í olíupeningum

Talan 220.000 milljarðar króna er sennilega ofvaxin skilningi flestra. Þetta er sú upphæð sem olíusjóður Norðmanna mun standa í árið 2030 ef svo heldur sem horfir með þróun heimsmarkaðsverðs á olíu.

Engar fjöldauppsagnir þótt fólki fækki

Svali Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasvið Kaupþings, segir að bankinn hafi ekki gripið til neinna fjöldauppsagna og ekki sé búist við að farið verði í svoleiðis aðgerðir.

Sjá næstu 50 fréttir