Viðskipti erlent

Fjárfestir ársins ávaxaði fé sitt um 785%

Ho græddi vel á yenum á síðasta ári.
Ho græddi vel á yenum á síðasta ári.

Haochen Hu frá Hong Kong hefur verið valinn fjárfestir ársins árið 2007. Þessi 33 ára gamli verkfræðingur ávaxtaði fé sitt um 785% á ári þar sem markaðir hrundu og fjarmálakreppa vofði yfir.

Þótt ótrúlegt megi virðast þá er Haochen Hu ekki áhættufjárfestir. Þrjú lykilorð hans í viðskiptum eru nákvæmni, undirbúningur og umhyggja. Hann fer aldrei í viðskipti án þess að þekki afurðina inn og út. Og hann forðast hlutabréf.

"Hlutabréf eru alltof áhættusöm. Ég held mig við gjaldeyrisviðskipti og nota ekki marga gjaldmiðla í mínum viðskiptum," segir Ho.

Og hrun dollarans skipti miklu máli. "Það var ekki erfitt að finna út hvað ætti að gera eftir að dollarinn lækkaði. Þá treysti ég á yen sem hækkaði bara og hækkaði," segir Ho í samtali við Jyllands-Posten






Fleiri fréttir

Sjá meira


×