Viðskipti innlent

Illugi vill kanna möguleika á að nota svissneskan franka

„Ég hef ekki miklar áhyggjur af því þó að bankarnir skrái sig í erlendri mynt," sagði Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, „Í lok dags".

Illugi segir að það gæti hjálpað bönkunum að fá inn erlenda aðila sem fjárfesta ef bankarnir yrðu skráðir í evrum. Illugi sagði hins vegar að sterkari rök væru fyrir því að vera utan ESB en innan vegna þess að Íslendingar væru inni á innri markaðnum með EES samningnum. Í samtölum íslenskra stjórnvalda við forystumenn í síðustu viku hefði komið fram að EES virkaði mjög vel. Því væri engin ástæða til að ætla að samningurinn rynni út.

Þá sagði Illugi að þrátt fyrir að það væru kostir sem fylgdu því að taka upp evru, þá væru vissulega líka ókostir sem fylgdu því. Hann sagðist telja að menn vildu lítið ræða ókosti evrunnar þessa dagana. Loks sagði Illugi að menn þyrftu að ræða út í þaula hugmyndir eins og að taka upp franka, þótt það hljómaði sérkennilega í fyrstu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×