Peningastefna sem ekki svarar kostnaði Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. mars 2008 03:30 Ragnar Árnason, sem er prófessor í hagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, skrifaði grein í byrjun árs 2006 þar sem hann gagnrýndi peningastefnu Seðlabanka Íslands og kvað í henni fólginn kostnað vegna margvíslegrar brenglunar efnahagsstærða. Hann segir brýnt, að minnsta kosti tímabundið, að hverfa frá verðbólgumarkmiði og tryggja fjámálastöðugleika. Markaðurinn/Anton Seðlabankar Bandaríkjanna og Bretlands hafa breytt stefnu sinni og lækkað vexti mikið og hratt þrátt fyrir versnandi verðbólguhorfur. Stefnubreytingin er skýrð með því að aðstæður á fjármálamörkuðum heimsins séu nú með þeim hætti að meira máli skipti að tryggja þar lausafé og traust á fjármálastofnanir en einblína á verðbólgu. „Ef Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Bretlands telja að við þær aðstæður sem nú ríki beri að víkja verðbólgumarkmiði til hliðar til að tryggja gangverkið í fjármálakerfinu, þá er þeim mun ríkari ástæða til að gera það hér á landi,“ segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Ragnar bendir á að verðlækkun á hlutabréfamörkuðum hér á landi hafi verið miklu meiri en bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, auk þess sem íslenskir bankar sæti mun meiri tortryggni og efasemdum á markaðnum en stórir erlendir bankar. Að mati Ragnars gæti það orðið til að auka traust á Seðlabanka Íslands og efnahagsstjórn hér ef peningastjórnin yrði ekki einskorðuð við verðbólgumarkmiðið og Seðlabankinn setti í öndvegi, í það minnsta tímabundið, að tryggja hér fjármálastöðugleika og þar með styrk hagkerfisins til lengri tíma. „Seðlabanki Íslands á að safna meiri gjaldeyri til þess að efla trú á því að hann standi og geti staðið að baki bönkunum, þurfi þeir á því að halda, og lýsa því yfir að hann ætli að lækka vexti,“ segir Ragnar, en telur um leið að sú lækkun þurfi ekki að vera mikil eða hröð til að hafa áhrif. „Aðalmálið er að þessi stefna hafi verið mörkuð og að Seðlabankinn víki frá þeirri stefnu sinni að halda uppi gengi krónunnar með ofurvöxtum, líkt og hann hefur gert.“ Hann bendir á að gengi krónunnar sé nú á svipuðu róli og það var fyrir fimm árum, eftir talsvert skeið gengishækkana og að á sama tíma hafi verðbólga verið hátt yfir verðbólgumarkmiði bankans. „Það sem hafst hefur í baráttunni við verðbólgu á þessum tíma er aðallega vegna þess að gengi krónunnar hefur verið keyrt upp af vaxtastefnu Seðlabankans, en það hefur líka þýtt að krónan hefur í raun farið út af markaðnum sem gjaldmiðill á Íslandi og allir sem vettlingi hafa getað valdið hafa tekið lán í erlendri mynt.“ Ragnar segir að við skilyrði frjálsra fjármagnsflutninga gangi ekki að ríki sérstaklega smáríki, séu með allt aðra vexti en gengur og gerist í þeim löndum sem þau eigi náin fjármagnstengsl við. Við slíkar aðstæður verði fjármagnsstreymi til eða frá útlöndum afar mikið. Þar með sé í rauninni grafið undan þeirri peningastefnu sem vöxtunum sé ætlað að vinna að. Þetta endurspeglist jafnframt í genginu og skekki þar með öll rekstrarskilyrði í hagkerfinu. Hátt vaxtastig hér segir hann að hafi í raun gert krónuna að skotmarki erlendra fjármálaspekúlanta. Ragnar fjallaði um vaxtastefnu Seðlabanka Íslands í grein sem hann ritaði í febrúar 2006, skömmu áður en fjármálakerfi landsins varð fyrir nokkrum árásum í umfjöllun erlendra fjölmiðla og greiningardeilda. Í greininni, sem birtist í Rannsóknum í Félagsvísindum VII, sem Félagsvísindastofnun gaf út í september sama ár, kemst Ragnar að þeirri niðurstöðu að peningastefna Seðlabankans svari ekki kostnaði. „Vaxtabreytingum Seðlabankans fylgir ætíð kostnaður. Það liggur ekki fyrir að ávinningurinn sé umfram kostnaðinn, jafnvel þegar allt leikur í lyndi. Þetta hefur einfaldlega ekki verið mælt. Þegar skilyrði breytast og hefðbundin stjórntæki eins og til dæmis hækkanir vaxta í endurhverfum viðskiptum renna eftir óvæntum farvegum og hafa ótilætluð áhrif á hagkerfið getur kostnaðurinn margfaldast. Ýmislegt bendir til að þetta hafi einmitt gerst á yfirstandandi þensluskeiði,“ segir í grein Ragnars. Hann rekur gengisflökt krónunnar í vaxtahækkunarferlinu og telur það meira en svo að samrýmist ytri rekstrarskilyrðum sem margir atvinnuvegir í utanríkisviðskiptum fái þolað. Seðlabanki Íslands vildi að sögn Ragnars bregðast við verðbólguáhrifum mikilla fjárfestinga tengdum stóriðju með hækkun vaxta. „Raunar kom í ljós að þessi verðbólguáhrif voru mun minni en búist var við vegna þess í hve miklu mæli vinnuafl kom hingað að utan.“ Ragnar segir síðan hafa komið í ljós að peningar hafi streymt inn í landið, bæði vegna hækkunar vaxtastigsins og vegna stóriðjuframkvæmdanna. „ Þetta þýddi að vaxtahækkanirnar slógu lítið sem ekkert á eftirspurn innanlands. Á hinn bóginn hækkaði gengi krónunnar og við það lækkaði verðlag á Íslandi umfram það sem það hefði að öðrum kosti orðið. Síðan hefur verið ákveðin tilhneiging í krónunni til að fara til baka, en Seðlabankinn hefur komið í veg fyrir það með æ hækkandi vöxtum. Í raun var upphaflegum verðbólguvanda sópað undir teppið með hækkun á gengi krónunnar,“ segir Ragnar og telur að í raun hafi hér síðustu ár verið fylgt gengisstýringarstefnu þar sem stýritækið hafi verið vextir. „En vextirnir höfðu lengi vel engin áhrif á eftirspurn hér á landi því að hún var fjármögnuð með erlendu fé í staðinn fyrir krónur og það er enn svo í ríkum mæli.“ Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Seðlabankar Bandaríkjanna og Bretlands hafa breytt stefnu sinni og lækkað vexti mikið og hratt þrátt fyrir versnandi verðbólguhorfur. Stefnubreytingin er skýrð með því að aðstæður á fjármálamörkuðum heimsins séu nú með þeim hætti að meira máli skipti að tryggja þar lausafé og traust á fjármálastofnanir en einblína á verðbólgu. „Ef Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Bretlands telja að við þær aðstæður sem nú ríki beri að víkja verðbólgumarkmiði til hliðar til að tryggja gangverkið í fjármálakerfinu, þá er þeim mun ríkari ástæða til að gera það hér á landi,“ segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Ragnar bendir á að verðlækkun á hlutabréfamörkuðum hér á landi hafi verið miklu meiri en bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, auk þess sem íslenskir bankar sæti mun meiri tortryggni og efasemdum á markaðnum en stórir erlendir bankar. Að mati Ragnars gæti það orðið til að auka traust á Seðlabanka Íslands og efnahagsstjórn hér ef peningastjórnin yrði ekki einskorðuð við verðbólgumarkmiðið og Seðlabankinn setti í öndvegi, í það minnsta tímabundið, að tryggja hér fjármálastöðugleika og þar með styrk hagkerfisins til lengri tíma. „Seðlabanki Íslands á að safna meiri gjaldeyri til þess að efla trú á því að hann standi og geti staðið að baki bönkunum, þurfi þeir á því að halda, og lýsa því yfir að hann ætli að lækka vexti,“ segir Ragnar, en telur um leið að sú lækkun þurfi ekki að vera mikil eða hröð til að hafa áhrif. „Aðalmálið er að þessi stefna hafi verið mörkuð og að Seðlabankinn víki frá þeirri stefnu sinni að halda uppi gengi krónunnar með ofurvöxtum, líkt og hann hefur gert.“ Hann bendir á að gengi krónunnar sé nú á svipuðu róli og það var fyrir fimm árum, eftir talsvert skeið gengishækkana og að á sama tíma hafi verðbólga verið hátt yfir verðbólgumarkmiði bankans. „Það sem hafst hefur í baráttunni við verðbólgu á þessum tíma er aðallega vegna þess að gengi krónunnar hefur verið keyrt upp af vaxtastefnu Seðlabankans, en það hefur líka þýtt að krónan hefur í raun farið út af markaðnum sem gjaldmiðill á Íslandi og allir sem vettlingi hafa getað valdið hafa tekið lán í erlendri mynt.“ Ragnar segir að við skilyrði frjálsra fjármagnsflutninga gangi ekki að ríki sérstaklega smáríki, séu með allt aðra vexti en gengur og gerist í þeim löndum sem þau eigi náin fjármagnstengsl við. Við slíkar aðstæður verði fjármagnsstreymi til eða frá útlöndum afar mikið. Þar með sé í rauninni grafið undan þeirri peningastefnu sem vöxtunum sé ætlað að vinna að. Þetta endurspeglist jafnframt í genginu og skekki þar með öll rekstrarskilyrði í hagkerfinu. Hátt vaxtastig hér segir hann að hafi í raun gert krónuna að skotmarki erlendra fjármálaspekúlanta. Ragnar fjallaði um vaxtastefnu Seðlabanka Íslands í grein sem hann ritaði í febrúar 2006, skömmu áður en fjármálakerfi landsins varð fyrir nokkrum árásum í umfjöllun erlendra fjölmiðla og greiningardeilda. Í greininni, sem birtist í Rannsóknum í Félagsvísindum VII, sem Félagsvísindastofnun gaf út í september sama ár, kemst Ragnar að þeirri niðurstöðu að peningastefna Seðlabankans svari ekki kostnaði. „Vaxtabreytingum Seðlabankans fylgir ætíð kostnaður. Það liggur ekki fyrir að ávinningurinn sé umfram kostnaðinn, jafnvel þegar allt leikur í lyndi. Þetta hefur einfaldlega ekki verið mælt. Þegar skilyrði breytast og hefðbundin stjórntæki eins og til dæmis hækkanir vaxta í endurhverfum viðskiptum renna eftir óvæntum farvegum og hafa ótilætluð áhrif á hagkerfið getur kostnaðurinn margfaldast. Ýmislegt bendir til að þetta hafi einmitt gerst á yfirstandandi þensluskeiði,“ segir í grein Ragnars. Hann rekur gengisflökt krónunnar í vaxtahækkunarferlinu og telur það meira en svo að samrýmist ytri rekstrarskilyrðum sem margir atvinnuvegir í utanríkisviðskiptum fái þolað. Seðlabanki Íslands vildi að sögn Ragnars bregðast við verðbólguáhrifum mikilla fjárfestinga tengdum stóriðju með hækkun vaxta. „Raunar kom í ljós að þessi verðbólguáhrif voru mun minni en búist var við vegna þess í hve miklu mæli vinnuafl kom hingað að utan.“ Ragnar segir síðan hafa komið í ljós að peningar hafi streymt inn í landið, bæði vegna hækkunar vaxtastigsins og vegna stóriðjuframkvæmdanna. „ Þetta þýddi að vaxtahækkanirnar slógu lítið sem ekkert á eftirspurn innanlands. Á hinn bóginn hækkaði gengi krónunnar og við það lækkaði verðlag á Íslandi umfram það sem það hefði að öðrum kosti orðið. Síðan hefur verið ákveðin tilhneiging í krónunni til að fara til baka, en Seðlabankinn hefur komið í veg fyrir það með æ hækkandi vöxtum. Í raun var upphaflegum verðbólguvanda sópað undir teppið með hækkun á gengi krónunnar,“ segir Ragnar og telur að í raun hafi hér síðustu ár verið fylgt gengisstýringarstefnu þar sem stýritækið hafi verið vextir. „En vextirnir höfðu lengi vel engin áhrif á eftirspurn hér á landi því að hún var fjármögnuð með erlendu fé í staðinn fyrir krónur og það er enn svo í ríkum mæli.“
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira