Spákaupmaðurinn: Svali í skattaforsælunni 5. mars 2008 00:01 Það er fátt betra en að gera sér ferð ýmist til Kýpur eða Karíbahafsins á frostavetrum eins og nú. Þetta er lífsnauðsynlegt. Ekki aðeins þar sem klofgræjan var komin fast við frostmark heima heldur er veturinn tilvalinn til að endurnýja búsetuna á eyjunum og heilsa upp á þá sem þar búa. Það er ágætt endrum og eins enda gerir maður jú upp þarna, skilar inn skattframtali til barmfagurra skvísa í skuggsælum skattaparadísum. Eða frekar – skilar ekki inn skattframtali. Þar stendur jú allt á núlli. Það kemur meira að segja fyrir að maður hitti á kunningja, Bjögga Thor á Kýpur, sem býr í húsi ekki langt frá mínu og ég skála stundum við í góðra vina hópi. Eða Hannes Smára á Bahama. Hann er reyndar ekki staddur í kofanum núna og segja mér kunnugir að hann hafi ekki sést lengi. Gæti verið á Barbados. Ég skildi eftir miða til hans í gær. Sagði honum að banka upp á númer 103. En hvað um það. Þetta eru paradísir. Pínakólað svotil gratís, stelpurnar flottar, sandurinn heitur og sjórinn svalandi. Svo eru hérna stjórnvöld sem kunna að tríta menn með peninga. Bjóða þeim vist, skjól og skugga undan löngum armi hins rammíslenska skattmanns, mönnum með tekjur, sem kunna að fara með peningana sína. Jafnvel pólitíið er huggulegt. Tekur brosandi við smáþóknun sé maður slompaður undir stýri eða kitli pinnann á röngum stað og röngum tíma. Skiptir engu þótt ég reyni að telja þeim trú um að Bambinn bara komist ekki svona hratt. Hér er gott að vera. Hasta la vista, bétébé. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Það er fátt betra en að gera sér ferð ýmist til Kýpur eða Karíbahafsins á frostavetrum eins og nú. Þetta er lífsnauðsynlegt. Ekki aðeins þar sem klofgræjan var komin fast við frostmark heima heldur er veturinn tilvalinn til að endurnýja búsetuna á eyjunum og heilsa upp á þá sem þar búa. Það er ágætt endrum og eins enda gerir maður jú upp þarna, skilar inn skattframtali til barmfagurra skvísa í skuggsælum skattaparadísum. Eða frekar – skilar ekki inn skattframtali. Þar stendur jú allt á núlli. Það kemur meira að segja fyrir að maður hitti á kunningja, Bjögga Thor á Kýpur, sem býr í húsi ekki langt frá mínu og ég skála stundum við í góðra vina hópi. Eða Hannes Smára á Bahama. Hann er reyndar ekki staddur í kofanum núna og segja mér kunnugir að hann hafi ekki sést lengi. Gæti verið á Barbados. Ég skildi eftir miða til hans í gær. Sagði honum að banka upp á númer 103. En hvað um það. Þetta eru paradísir. Pínakólað svotil gratís, stelpurnar flottar, sandurinn heitur og sjórinn svalandi. Svo eru hérna stjórnvöld sem kunna að tríta menn með peninga. Bjóða þeim vist, skjól og skugga undan löngum armi hins rammíslenska skattmanns, mönnum með tekjur, sem kunna að fara með peningana sína. Jafnvel pólitíið er huggulegt. Tekur brosandi við smáþóknun sé maður slompaður undir stýri eða kitli pinnann á röngum stað og röngum tíma. Skiptir engu þótt ég reyni að telja þeim trú um að Bambinn bara komist ekki svona hratt. Hér er gott að vera. Hasta la vista, bétébé. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira