Viðskipti innlent

Rólegur mánudagur í Kauphöllinni

Það hefur verið frekar rólegt í Kauphöllinni það sem af er degi. Eftir klukkutíma seinkun á opnun markaðar í morgun hafa 19 félög lækkað.

Atlantic Petroleum hefur lækkað mest eða um 3,68% og stendur gengi félagsins í 1,520. Spron hefur lækkað um 2,40% og Landsbankinn um 2,24%.

Össur er eina félagið sem er grænt það sem af er degi, það stendur í stað og hefur því ekki lækkað. Gengi Össurar er 92,5.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,30% og stndur í rúmum 4.823 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×