Viðskipti innlent

Íslendingar hefðu þurft að kynna sig betur í Danmörku

Almar Örn Hilmarsson
Almar Örn Hilmarsson

Fjárfestar hefðu átt að kynna sig betur áður en þeir ruddust inn í Danmörku, að mati Almars Arnar Hilmarssonar, sem mun á næstunni láta af starfi forstjóra flugfélagsins Sterling.

„Við hefðum átt að fara þarna út og bara vera hreinlega með menn í vinnu við að kynna fyrir hvað við stöndum, hvernig við vinnum og svo framvegis," segir Almar í hádegisviðtali Markaðarins sem verður sýnt í dag, strax á eftir hádegisfréttum.

Almar segir að Danir séu hræddir við allt sem sé óþekkt, en viðurkennir þó að þeir hafi oft verið ómálefnalegir í umfjöllun sinni um Íslendinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×