Björgólfur fellur á lista Forbes þrátt fyrir jafnmiklar eignir 6. mars 2008 09:33 Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður er í 307. sæti á nýjum lista Forbes yfir ríkustu menn heims og nema eignir hans 3,5 milljörðum dollara, eða um 227 milljörðum króna. Hefur hann fallið úr 249. sæti eða um 58 sæti frá því í fyrra en þá voru eignir hans metnar jafnmiklar. Fram kemur í grein Forbes að Björgólfur hafi ásamt öðrum stofnað Bravo-bjórverksmiðjuna í Rússlandi og selt Heineken í febrúar 2002. Ágóðann hafi hann nýtt til fjárfestinga á á Íslandi og Austur-Evrópu. Bent er á að Björgólfi Thor hafi gengið vel á síðasta ári. Hann hafi keypt Actavis, selt hlut í búlgarska símanum BTC fyrir um 150 milljarða og hlut í búlgarska bankanum ElBank fyrir um 20 milljarða. Þá kemur fram að Björgólfur eigi hlut í Landsbankanum, pólska fjarskiptafyrirtækinu Play og fasteignir í Rúmeníu, Skandinavíu, Spáni og Tyrklandi og víðar í Austur-Evrópu. Björgólfur Guðmundsson, faðir Björgólfs Thors, er í 1014. sæti á listanum í ár með 1,1 milljarðs dollara eignir, jafnvirði rúmlega 70 milljarða króna. Hann var í 799. sæti í fyrra en þá voru eignir hans metnar upp á 1,2 milljarða dollara. Listi Forbes leiðir einnig í ljós að ofurfjárfestirinn Warren Buffett er nú ríkasti maður heims en auðæfi hans uxu á síðasta ári úr 52 milljörðum dollara upp í 62 milljarða dollara, eða í rúma fjögur þúsund milljarða. Auður Bill Gates jókst um tvo milljarða dollara á síðasta ári en með því náði hann þriðja sætinu á lista Forbes. Í öðru er Mexíkóinn Carlos Slim Helu. Tengdar fréttir Moskva er nú orðin höfuðborg milljarðamæringa Moskva er nú orðin höfuðborg milljarðamæringa í dollurum talið en alls búa nú 74 slíkir í borginni. 6. mars 2008 07:49 Bill Gates er ekki lengur ríkasti maður heimsins Bill Gates stofnandi Microsoft er dottinn af stallinum sem ríkasti maður heims eftir að hafa trónað þar undanfarin 13 ár. Samkvæmt árlegum lista Forbes tímaritsins er ofurfjárfestirinn Warren Buffett nú ríkasti maður heims. 6. mars 2008 07:24 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður er í 307. sæti á nýjum lista Forbes yfir ríkustu menn heims og nema eignir hans 3,5 milljörðum dollara, eða um 227 milljörðum króna. Hefur hann fallið úr 249. sæti eða um 58 sæti frá því í fyrra en þá voru eignir hans metnar jafnmiklar. Fram kemur í grein Forbes að Björgólfur hafi ásamt öðrum stofnað Bravo-bjórverksmiðjuna í Rússlandi og selt Heineken í febrúar 2002. Ágóðann hafi hann nýtt til fjárfestinga á á Íslandi og Austur-Evrópu. Bent er á að Björgólfi Thor hafi gengið vel á síðasta ári. Hann hafi keypt Actavis, selt hlut í búlgarska símanum BTC fyrir um 150 milljarða og hlut í búlgarska bankanum ElBank fyrir um 20 milljarða. Þá kemur fram að Björgólfur eigi hlut í Landsbankanum, pólska fjarskiptafyrirtækinu Play og fasteignir í Rúmeníu, Skandinavíu, Spáni og Tyrklandi og víðar í Austur-Evrópu. Björgólfur Guðmundsson, faðir Björgólfs Thors, er í 1014. sæti á listanum í ár með 1,1 milljarðs dollara eignir, jafnvirði rúmlega 70 milljarða króna. Hann var í 799. sæti í fyrra en þá voru eignir hans metnar upp á 1,2 milljarða dollara. Listi Forbes leiðir einnig í ljós að ofurfjárfestirinn Warren Buffett er nú ríkasti maður heims en auðæfi hans uxu á síðasta ári úr 52 milljörðum dollara upp í 62 milljarða dollara, eða í rúma fjögur þúsund milljarða. Auður Bill Gates jókst um tvo milljarða dollara á síðasta ári en með því náði hann þriðja sætinu á lista Forbes. Í öðru er Mexíkóinn Carlos Slim Helu.
Tengdar fréttir Moskva er nú orðin höfuðborg milljarðamæringa Moskva er nú orðin höfuðborg milljarðamæringa í dollurum talið en alls búa nú 74 slíkir í borginni. 6. mars 2008 07:49 Bill Gates er ekki lengur ríkasti maður heimsins Bill Gates stofnandi Microsoft er dottinn af stallinum sem ríkasti maður heims eftir að hafa trónað þar undanfarin 13 ár. Samkvæmt árlegum lista Forbes tímaritsins er ofurfjárfestirinn Warren Buffett nú ríkasti maður heims. 6. mars 2008 07:24 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Moskva er nú orðin höfuðborg milljarðamæringa Moskva er nú orðin höfuðborg milljarðamæringa í dollurum talið en alls búa nú 74 slíkir í borginni. 6. mars 2008 07:49
Bill Gates er ekki lengur ríkasti maður heimsins Bill Gates stofnandi Microsoft er dottinn af stallinum sem ríkasti maður heims eftir að hafa trónað þar undanfarin 13 ár. Samkvæmt árlegum lista Forbes tímaritsins er ofurfjárfestirinn Warren Buffett nú ríkasti maður heims. 6. mars 2008 07:24