Fleiri fréttir Hagnaður ÍV 520 milljónir Íslensk verðbréf högnuðust um 520 milljónir á síðasta ári eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. 28.1.2008 16:37 Flaga hefur hækkað mest í Kauphöllinni í dag Markaðurinn var í United litunum í morgun en nokkur fyrirtæki hafa tekið við sér eftir að liðið hefur á daginn. Mest hefur Flaga Group hf hækkað eða um 11,67% og er gengi fyrirtækisins nú 0,67. 28.1.2008 14:55 Stærsti gjalddagi krónubréfa er í dag Síðasti og jafnfram stærsti gjalddagi krónubréfa janúarmánaðar er nú runninn upp en í dag gjaldfalla samtals 45 milljarðar kr. að viðbættum vöxtum. Um er að ræða útgáfu hins hollenska banka Rabobank. 28.1.2008 11:23 Nýherji lýkur kaupunum á TM Software Nýherji hf. lauk í dag samningum um kaup á 59,4 prósenta hlut Straums í upplýsingatæknifyrirtækinu TM Software hf. Nýherji hefur jafnframt tryggt sér kaup á bréfum FL Group hf. og Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og verður virkur eignarhlutur Nýherja í TM Software 77,9 prósent eftir kaupin. 28.1.2008 11:09 Greining Glitnis spáir óbreyttri neysluvísitölu Greining Glitnis reiknar með að seinni mæling vísitölu neysluverðs (VNV) í janúar verði óbreytt frá fyrri mælingu sem var bráðabirgðamæling. Hagstofan mun birta endanlegt gildi janúarvísitölu í fyrramálið. 28.1.2008 10:54 Rauður morgun í kauphöllinni Úrvalsvísitalan hefur fallið um 1,2% í fyrstu viðskiptum í kauphöllinni í morgun. Stendur vísitalan nú í 5.382 stigum. 28.1.2008 10:23 Moody´s segir Aaa einkunnir ríkissjóðs á krossgötum Aaa lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands eru á krossgötum, samkvæmt nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Moody's Investors Service. Í skýrslunni er ekki tilkynnt nein breyting lánshæfiseinkunnanna. 28.1.2008 10:07 Niðursveifla á mörkuðum í Asíu Hlutabréf féllu töluvert við opnun markaðanna í Asíu í morgunn. Hang seng vísitalan í Hong Kong féll um 4% og Nikkei vísitalan í Japan um tæp 3% í fyrstu viðskiptum dagsins. 28.1.2008 07:53 Lyfjaver tekur róbóta í sína þjónustu Á morgun mánudaginn 28. janúar opnar Lyfjaver nýtt apótek að Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík. Nýja apótekið er í sama húsi og eldra apótek en aðstaða er öll mun stærri og betri bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk. 27.1.2008 17:29 Spilaði með fimmtíu milljarða evra Franski verðbréfamiðlarinn Jerome Kerviel fjárfesti fyrir fimmtíu milljarða evra án leyfis áður en upp komst um verk mannsins. Kerviel er nú í haldi lögreglu en í dag gaf bankinn SocGen út yfirlýsingu þar sem greint er frá málavöxtum frá þeirra bæjardyrum séð. 27.1.2008 16:12 Fjárfestingarsjóður frá Katar stefnir á hlut í Credit Suisse Fjárfestingarsjóðir sem njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar í Katar eru að íhuga kaup á um fimm prósenta hlut í svissneska bankanum Cretid Suisse, einum stærsta banka í Evrópu. Frá þessu er greint í The Sunday Telegraph í dag. Talið er að sjóðirnir séu tengdir Qatar Investment Authority en félagið er í eigu emírsins í Katar og fjölskyldu hans. 27.1.2008 13:24 Davos: Vont en það versnar Valdamestu menn jarðar sem nú ræða framtíðina í svissneska fjallaþorpinu Davos sögðu í dag að fjármálarkreppan í heiminum væri bara að byrja og að hún ætti eftir að versna. Stjórnarformaður Citibank sagði í viðtali við Reuters að það muni taka dágóðan tíma fyrir fjármálakerfi heimsins að rétta úr kútnum eftir óróa síðustu missera og líkti hann stöðunni við hafnaboltaleik. „Ef leikurinn er níu lotur þá má segja að við séum í fimmtu lotu eins og stendur, sagði hann. 26.1.2008 18:34 Gullið aldrei dýrara en nú Verð á gulli fór í 923 dali á únsu á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær og hefur aldrei nokkurn tíma verið dýrara. 26.1.2008 09:12 Leitað í íbúð franska fjársvikarans Lögreglan leitaði í íbúð Jerome Kerviel sem rekinn var frá franska bankanum Societe Generale fyrir óheimila spákaupmennsku sem olli því að um 480 milljarðar íslenskra króna gufuðu upp úr bókum bankans. 25.1.2008 21:38 Þriðji besti dagurinn frá upphafi í Kauphöllinni Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 4,82 prósent í dag sem er þriðji besti dagurinn í sögu Kauphallarinnar að sögn Kaupþings. 25.1.2008 16:52 Tímabundinn skellur á helstu fjármálamörkuðum Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu sneru snarlega úr hækkun í lækkun til skamms tíma eftir að bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs ætli að segja upp allt að fimm prósentum starfsmanna sinna. Þá spilar inn í orðrómur að stór banki í Evrópu neyðist til að afskrifa háar fjárhæðir úr bókum sínum vegna falls á skuldavöndlum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og að vogunarsjóður glími við lausafjárþurrð og muni senn heyra sögunni til. 25.1.2008 16:29 Nýr fjármálastjóri Iceland Travel Ólafur Ólafsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Iceland Travel. Ólafur er með MBA próf í stjórnun og fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað hjá greiningardeild Kaupþing banka undanfarin tvö ár. 25.1.2008 15:04 Verður fyrsti dagur ársins venjulegur bankadagur? Bankastjórn Seðlabankans hefur ákveðið að bankinn verði framvegis opinn fyrsta virka dag ársins en það hefur hann ekki verið hingað til. Þessi breyting leiðir til þess að bankar og sparisjóðir geta líka haft opið þennan dag. 25.1.2008 14:44 SPRON upp um 9,8 prósent Íslenska úrvalsvísitalan hefur hækkað um 3,51 prósent í dag. Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hefur hækkað mest, eða um 10,67 prósent. 25.1.2008 13:59 Óbreyttar lánshæfiseinkunnir Norvik banka Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur uppfært mat sitt á lánshæfi Norvik banka í Lettlandi sem er í meirihlutaeigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu. 25.1.2008 13:22 Bjarni Ármanns íhugar að flytja til Noregs Athafnamaðurinn Bjarni Ármannsson íhugar að flytja með fjölskyldu sína til Noregs. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í morgun. 25.1.2008 11:34 Bæði innlán og útlán jukust í desember Samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands um bankakerfið í desember námu útlán innlánsstofnana til innlendra aðila um 3.824,6 milljörðum kr. í lok desembermánaðar og innlán til innlendra aðila um 1.217 milljörðum kr. 25.1.2008 11:25 Franski fjársvikarinn hjá SocGen segist ekki á flótta Jérome Kerviel verðbréfasalinn hjá franska bankanum SocGen, sem sveik út nær 500 milljarða kr., segir að hann sé ekki á flótta. Jafnframt fylgir sögunni að hann sé reiðubúinn að ræða við lögregluna sé þess óskað. 25.1.2008 10:57 Þjóðverjar bæta við krónubréfaútgáfuna Þýska bankasamstæðan KfW heldur áfram að gefa út krónubréf og gaf í gær út bréf fyrir 4 milljarða kr að nafnvirði með gjalddaga í febrúar 2010. 25.1.2008 10:45 SPRON tók stökkið í morgun Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum spratt af stað í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag og rauk upp um rúm ellefu prósent. Á eftir fylgdu SPRON og Exista, en gengi beggja félaga hækkaði um fimm og sex prósent. Fjármálafyrirtækin, Bakkavör, Eimskipafélagið og Teymi fylgdu á eftir. 25.1.2008 10:17 Góð jól hjá Alfesca Jólin voru góð hjá Alfesca en sala á helstu vörum fyrirtækisins jókst um ellefu prósent á síðasta fjórðungi nýliðins árs, sem er annar ársfjórðungur í bókum félagsins. 25.1.2008 10:01 Franski bankinn kærir verðbréfaskúrkinn Franski bankinn Societe Generale hefur höfðað mál á hendur Jerome Kerviel, miðlaranum sem sagt var upp störfum hjá bankanum fyrir óheimila spákaupmennsku sem olli því að jafnvirði 480 milljarða íslenskra króna gufuðu upp úr bókum bankans. 25.1.2008 09:39 Carlsberg og Heineken kaupa stærstu bruggverksmiðju Bretlands Bruggverksmiðjurnar Carlsberg og Heineken hafa komist að samkomulagi um kaupin á stærstu bruggverksmiðju Bretlands, Scottish and Newcastle. Kauptilboðið hljóðar upp á 800 pens á hlut eða samtals um 900 milljarða króna. Mikil barátta hefur staðið um kaupin á Scottish and Newcastle en stjórn þeirra bruggverksmiðju hefur fallist á tilboð Carlsberg og Heineken og segist sátt við verðið sem er í boði. 25.1.2008 09:24 Afkoma Microsoft yfir væntingum Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft skilaði hagnaði upp á 4,7 milljarða dala, jafnvirði 311 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi samanborið við 2,6 milljarða í hitteðfyrra. Windows Vista, nýja stýrikerfið sem fyrirtækið setti á markað seint á síðasta ári á stærstan þátt í bættri afkomu fyrirtækisins. 25.1.2008 09:10 Markaðir í Asíu taka vel við sér Markaðir í Asíu hafa tekið vel við sér í morgun í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að örva efnahagslíf landsins aðalega með skattalækkunum upp nær þúsund milljarða króna. 25.1.2008 06:49 Holtagarðaróbótinn skírður Robbi Í fjölmennri formlegri opnun Apótekarans í Holtagörðum fékk fyrsti róbótinn sem starfandi er í íslensku apóteki nafnið “Róbert Davíð”. 24.1.2008 17:54 Spron hækkaði um 8,54% í dag Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 2,8% í dag. Atlantic Petroleum hækkaði mest eða um 11,24%. 24.1.2008 16:52 Atlantic Airways tekur flugið í Kauphöllinni Gengi bréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways tók flugið í Kauphöll Íslands í dag og hækkaði gengi þeirra um 11,8 prósent. Þetta er langmest hækkun dagsins skráðra félaga eftir afhroð í vikunni. Gengi einungis tveggja félaga lækkaði á sama tíma. Í Icelandic Group og 365. 24.1.2008 16:42 Nokia keyrir fram úr öðrum Nokia, stærsti farsímaframleiðandi í heimi, hagnaðist um tæpa 1,8 milljarða evra, jafnvirði 172 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er 44 prósenta aukning á milli ára. 24.1.2008 14:16 Tap Ford minnkar milli ára Bandaríski bílaframleiðandinn Ford tapaði 2,7 milljörðum dala, jafnvirði 178,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári. Þrátt fyrir tapið er þetta talsverður bati frá þarsíðasta ári þegar fyrirtækið tapaði 12,6 milljörðum dala. 24.1.2008 12:49 Storebrand og Sampo taka stökkið Norski fjármálarisinn Storebrand og finnska tryggingafélagið Sampo, sem Exista og Kaupþing eri stærstu hluthafar í, tóku sprettinn í norrænu kauphallarsamstæðunni þegar viðskipti hófust í dag. 24.1.2008 11:21 Citigroup mælir með sölu á Kaupþingsbréfum Samkvæmt frétt í sænska viðskiptablaðinu Dagens Industri mælir bandaríski stórbankinn Citigroup nú með sölu á hlutabréfum í Kaupþingi. Fyrir skömmu mældi bankinn með því að fjárfestar héldu bréfunum. 24.1.2008 11:20 Skuldabréfatryggingar tífalt dýrari hér en í Svíþjóð Skuldabréfatryggingar íslensku bankanna eru nú tífalt dýrari en hjá stærstu bönkunum í Svíþjóð. Þetta kemur fram í grein í viðskiptablaðinu Dagens Industri um erfiðleika íslenskra fjármálafyrirtækja þessa stundina. 24.1.2008 11:00 Kaupþing með viðskiptavakt á hlutum í Landsbanka Kaupþing hefur, fyrir eigin reikning, hafið viðskiptavakt með hlutabréf Landsbankans í viðskiptakefi OMX Nordic Exchange á Íslandi samkvæmt tilkynningu um viðskiptavakasamning. 24.1.2008 10:38 Sprettur í Kauphöllinni Exista og SPRON tóku sprettinn ásamt öllum bönkum og fjármálafyrirtækjum í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag en gengi þeirra rauk upp um fimm prósent. Gengi jafnaði sig fljótlega um eitt prósent að meðaltali en ekkert félag hefur lækkað enn sem komið er. 24.1.2008 10:05 Hlutabréf taka sprettinn í Evrópu Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hefur hækkað um tæp 4,5 prósent í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag en sprettur hefur verið á hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag eftir mikla lækkun í gær. 24.1.2008 09:21 Risastórt fjármálahneyskli í Frakklandi Viðskipti með hluti í einum stærsta banka Frakklands, Société Générale, voru stöðvuð í morgun. 24.1.2008 08:47 Exista lækkaði mest 23.1.2008 16:53 Straumur ræður þrjá á skrifstofu sína í Stokkhólmi Straumur hefur ráðið til starfa á skrifstofu bankans í Stokkhólmi þá Mats Ericsson forstöðumann sölusviðs markaðsviðskipta í Svíþjóð, Peter Bengtsson sölustjóra í markaðsviðskiptum og Peter Näslund yfirmann greiningar. 23.1.2008 15:58 Exista fellur um tíu prósent Gengi bréfa í Existu hefur fallið um rúm tíu prósent í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgir SPRON líkt og fyrri daginn, sem hefur fallið um rúm 8,7 prósent en gengi beggja félaga hefur aldrei verið lægra. 23.1.2008 14:02 Sjá næstu 50 fréttir
Hagnaður ÍV 520 milljónir Íslensk verðbréf högnuðust um 520 milljónir á síðasta ári eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. 28.1.2008 16:37
Flaga hefur hækkað mest í Kauphöllinni í dag Markaðurinn var í United litunum í morgun en nokkur fyrirtæki hafa tekið við sér eftir að liðið hefur á daginn. Mest hefur Flaga Group hf hækkað eða um 11,67% og er gengi fyrirtækisins nú 0,67. 28.1.2008 14:55
Stærsti gjalddagi krónubréfa er í dag Síðasti og jafnfram stærsti gjalddagi krónubréfa janúarmánaðar er nú runninn upp en í dag gjaldfalla samtals 45 milljarðar kr. að viðbættum vöxtum. Um er að ræða útgáfu hins hollenska banka Rabobank. 28.1.2008 11:23
Nýherji lýkur kaupunum á TM Software Nýherji hf. lauk í dag samningum um kaup á 59,4 prósenta hlut Straums í upplýsingatæknifyrirtækinu TM Software hf. Nýherji hefur jafnframt tryggt sér kaup á bréfum FL Group hf. og Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og verður virkur eignarhlutur Nýherja í TM Software 77,9 prósent eftir kaupin. 28.1.2008 11:09
Greining Glitnis spáir óbreyttri neysluvísitölu Greining Glitnis reiknar með að seinni mæling vísitölu neysluverðs (VNV) í janúar verði óbreytt frá fyrri mælingu sem var bráðabirgðamæling. Hagstofan mun birta endanlegt gildi janúarvísitölu í fyrramálið. 28.1.2008 10:54
Rauður morgun í kauphöllinni Úrvalsvísitalan hefur fallið um 1,2% í fyrstu viðskiptum í kauphöllinni í morgun. Stendur vísitalan nú í 5.382 stigum. 28.1.2008 10:23
Moody´s segir Aaa einkunnir ríkissjóðs á krossgötum Aaa lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands eru á krossgötum, samkvæmt nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Moody's Investors Service. Í skýrslunni er ekki tilkynnt nein breyting lánshæfiseinkunnanna. 28.1.2008 10:07
Niðursveifla á mörkuðum í Asíu Hlutabréf féllu töluvert við opnun markaðanna í Asíu í morgunn. Hang seng vísitalan í Hong Kong féll um 4% og Nikkei vísitalan í Japan um tæp 3% í fyrstu viðskiptum dagsins. 28.1.2008 07:53
Lyfjaver tekur róbóta í sína þjónustu Á morgun mánudaginn 28. janúar opnar Lyfjaver nýtt apótek að Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík. Nýja apótekið er í sama húsi og eldra apótek en aðstaða er öll mun stærri og betri bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk. 27.1.2008 17:29
Spilaði með fimmtíu milljarða evra Franski verðbréfamiðlarinn Jerome Kerviel fjárfesti fyrir fimmtíu milljarða evra án leyfis áður en upp komst um verk mannsins. Kerviel er nú í haldi lögreglu en í dag gaf bankinn SocGen út yfirlýsingu þar sem greint er frá málavöxtum frá þeirra bæjardyrum séð. 27.1.2008 16:12
Fjárfestingarsjóður frá Katar stefnir á hlut í Credit Suisse Fjárfestingarsjóðir sem njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar í Katar eru að íhuga kaup á um fimm prósenta hlut í svissneska bankanum Cretid Suisse, einum stærsta banka í Evrópu. Frá þessu er greint í The Sunday Telegraph í dag. Talið er að sjóðirnir séu tengdir Qatar Investment Authority en félagið er í eigu emírsins í Katar og fjölskyldu hans. 27.1.2008 13:24
Davos: Vont en það versnar Valdamestu menn jarðar sem nú ræða framtíðina í svissneska fjallaþorpinu Davos sögðu í dag að fjármálarkreppan í heiminum væri bara að byrja og að hún ætti eftir að versna. Stjórnarformaður Citibank sagði í viðtali við Reuters að það muni taka dágóðan tíma fyrir fjármálakerfi heimsins að rétta úr kútnum eftir óróa síðustu missera og líkti hann stöðunni við hafnaboltaleik. „Ef leikurinn er níu lotur þá má segja að við séum í fimmtu lotu eins og stendur, sagði hann. 26.1.2008 18:34
Gullið aldrei dýrara en nú Verð á gulli fór í 923 dali á únsu á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær og hefur aldrei nokkurn tíma verið dýrara. 26.1.2008 09:12
Leitað í íbúð franska fjársvikarans Lögreglan leitaði í íbúð Jerome Kerviel sem rekinn var frá franska bankanum Societe Generale fyrir óheimila spákaupmennsku sem olli því að um 480 milljarðar íslenskra króna gufuðu upp úr bókum bankans. 25.1.2008 21:38
Þriðji besti dagurinn frá upphafi í Kauphöllinni Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 4,82 prósent í dag sem er þriðji besti dagurinn í sögu Kauphallarinnar að sögn Kaupþings. 25.1.2008 16:52
Tímabundinn skellur á helstu fjármálamörkuðum Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu sneru snarlega úr hækkun í lækkun til skamms tíma eftir að bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs ætli að segja upp allt að fimm prósentum starfsmanna sinna. Þá spilar inn í orðrómur að stór banki í Evrópu neyðist til að afskrifa háar fjárhæðir úr bókum sínum vegna falls á skuldavöndlum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og að vogunarsjóður glími við lausafjárþurrð og muni senn heyra sögunni til. 25.1.2008 16:29
Nýr fjármálastjóri Iceland Travel Ólafur Ólafsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Iceland Travel. Ólafur er með MBA próf í stjórnun og fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað hjá greiningardeild Kaupþing banka undanfarin tvö ár. 25.1.2008 15:04
Verður fyrsti dagur ársins venjulegur bankadagur? Bankastjórn Seðlabankans hefur ákveðið að bankinn verði framvegis opinn fyrsta virka dag ársins en það hefur hann ekki verið hingað til. Þessi breyting leiðir til þess að bankar og sparisjóðir geta líka haft opið þennan dag. 25.1.2008 14:44
SPRON upp um 9,8 prósent Íslenska úrvalsvísitalan hefur hækkað um 3,51 prósent í dag. Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hefur hækkað mest, eða um 10,67 prósent. 25.1.2008 13:59
Óbreyttar lánshæfiseinkunnir Norvik banka Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur uppfært mat sitt á lánshæfi Norvik banka í Lettlandi sem er í meirihlutaeigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu. 25.1.2008 13:22
Bjarni Ármanns íhugar að flytja til Noregs Athafnamaðurinn Bjarni Ármannsson íhugar að flytja með fjölskyldu sína til Noregs. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í morgun. 25.1.2008 11:34
Bæði innlán og útlán jukust í desember Samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands um bankakerfið í desember námu útlán innlánsstofnana til innlendra aðila um 3.824,6 milljörðum kr. í lok desembermánaðar og innlán til innlendra aðila um 1.217 milljörðum kr. 25.1.2008 11:25
Franski fjársvikarinn hjá SocGen segist ekki á flótta Jérome Kerviel verðbréfasalinn hjá franska bankanum SocGen, sem sveik út nær 500 milljarða kr., segir að hann sé ekki á flótta. Jafnframt fylgir sögunni að hann sé reiðubúinn að ræða við lögregluna sé þess óskað. 25.1.2008 10:57
Þjóðverjar bæta við krónubréfaútgáfuna Þýska bankasamstæðan KfW heldur áfram að gefa út krónubréf og gaf í gær út bréf fyrir 4 milljarða kr að nafnvirði með gjalddaga í febrúar 2010. 25.1.2008 10:45
SPRON tók stökkið í morgun Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum spratt af stað í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag og rauk upp um rúm ellefu prósent. Á eftir fylgdu SPRON og Exista, en gengi beggja félaga hækkaði um fimm og sex prósent. Fjármálafyrirtækin, Bakkavör, Eimskipafélagið og Teymi fylgdu á eftir. 25.1.2008 10:17
Góð jól hjá Alfesca Jólin voru góð hjá Alfesca en sala á helstu vörum fyrirtækisins jókst um ellefu prósent á síðasta fjórðungi nýliðins árs, sem er annar ársfjórðungur í bókum félagsins. 25.1.2008 10:01
Franski bankinn kærir verðbréfaskúrkinn Franski bankinn Societe Generale hefur höfðað mál á hendur Jerome Kerviel, miðlaranum sem sagt var upp störfum hjá bankanum fyrir óheimila spákaupmennsku sem olli því að jafnvirði 480 milljarða íslenskra króna gufuðu upp úr bókum bankans. 25.1.2008 09:39
Carlsberg og Heineken kaupa stærstu bruggverksmiðju Bretlands Bruggverksmiðjurnar Carlsberg og Heineken hafa komist að samkomulagi um kaupin á stærstu bruggverksmiðju Bretlands, Scottish and Newcastle. Kauptilboðið hljóðar upp á 800 pens á hlut eða samtals um 900 milljarða króna. Mikil barátta hefur staðið um kaupin á Scottish and Newcastle en stjórn þeirra bruggverksmiðju hefur fallist á tilboð Carlsberg og Heineken og segist sátt við verðið sem er í boði. 25.1.2008 09:24
Afkoma Microsoft yfir væntingum Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft skilaði hagnaði upp á 4,7 milljarða dala, jafnvirði 311 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi samanborið við 2,6 milljarða í hitteðfyrra. Windows Vista, nýja stýrikerfið sem fyrirtækið setti á markað seint á síðasta ári á stærstan þátt í bættri afkomu fyrirtækisins. 25.1.2008 09:10
Markaðir í Asíu taka vel við sér Markaðir í Asíu hafa tekið vel við sér í morgun í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að örva efnahagslíf landsins aðalega með skattalækkunum upp nær þúsund milljarða króna. 25.1.2008 06:49
Holtagarðaróbótinn skírður Robbi Í fjölmennri formlegri opnun Apótekarans í Holtagörðum fékk fyrsti róbótinn sem starfandi er í íslensku apóteki nafnið “Róbert Davíð”. 24.1.2008 17:54
Spron hækkaði um 8,54% í dag Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 2,8% í dag. Atlantic Petroleum hækkaði mest eða um 11,24%. 24.1.2008 16:52
Atlantic Airways tekur flugið í Kauphöllinni Gengi bréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways tók flugið í Kauphöll Íslands í dag og hækkaði gengi þeirra um 11,8 prósent. Þetta er langmest hækkun dagsins skráðra félaga eftir afhroð í vikunni. Gengi einungis tveggja félaga lækkaði á sama tíma. Í Icelandic Group og 365. 24.1.2008 16:42
Nokia keyrir fram úr öðrum Nokia, stærsti farsímaframleiðandi í heimi, hagnaðist um tæpa 1,8 milljarða evra, jafnvirði 172 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er 44 prósenta aukning á milli ára. 24.1.2008 14:16
Tap Ford minnkar milli ára Bandaríski bílaframleiðandinn Ford tapaði 2,7 milljörðum dala, jafnvirði 178,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári. Þrátt fyrir tapið er þetta talsverður bati frá þarsíðasta ári þegar fyrirtækið tapaði 12,6 milljörðum dala. 24.1.2008 12:49
Storebrand og Sampo taka stökkið Norski fjármálarisinn Storebrand og finnska tryggingafélagið Sampo, sem Exista og Kaupþing eri stærstu hluthafar í, tóku sprettinn í norrænu kauphallarsamstæðunni þegar viðskipti hófust í dag. 24.1.2008 11:21
Citigroup mælir með sölu á Kaupþingsbréfum Samkvæmt frétt í sænska viðskiptablaðinu Dagens Industri mælir bandaríski stórbankinn Citigroup nú með sölu á hlutabréfum í Kaupþingi. Fyrir skömmu mældi bankinn með því að fjárfestar héldu bréfunum. 24.1.2008 11:20
Skuldabréfatryggingar tífalt dýrari hér en í Svíþjóð Skuldabréfatryggingar íslensku bankanna eru nú tífalt dýrari en hjá stærstu bönkunum í Svíþjóð. Þetta kemur fram í grein í viðskiptablaðinu Dagens Industri um erfiðleika íslenskra fjármálafyrirtækja þessa stundina. 24.1.2008 11:00
Kaupþing með viðskiptavakt á hlutum í Landsbanka Kaupþing hefur, fyrir eigin reikning, hafið viðskiptavakt með hlutabréf Landsbankans í viðskiptakefi OMX Nordic Exchange á Íslandi samkvæmt tilkynningu um viðskiptavakasamning. 24.1.2008 10:38
Sprettur í Kauphöllinni Exista og SPRON tóku sprettinn ásamt öllum bönkum og fjármálafyrirtækjum í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag en gengi þeirra rauk upp um fimm prósent. Gengi jafnaði sig fljótlega um eitt prósent að meðaltali en ekkert félag hefur lækkað enn sem komið er. 24.1.2008 10:05
Hlutabréf taka sprettinn í Evrópu Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hefur hækkað um tæp 4,5 prósent í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag en sprettur hefur verið á hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag eftir mikla lækkun í gær. 24.1.2008 09:21
Risastórt fjármálahneyskli í Frakklandi Viðskipti með hluti í einum stærsta banka Frakklands, Société Générale, voru stöðvuð í morgun. 24.1.2008 08:47
Straumur ræður þrjá á skrifstofu sína í Stokkhólmi Straumur hefur ráðið til starfa á skrifstofu bankans í Stokkhólmi þá Mats Ericsson forstöðumann sölusviðs markaðsviðskipta í Svíþjóð, Peter Bengtsson sölustjóra í markaðsviðskiptum og Peter Näslund yfirmann greiningar. 23.1.2008 15:58
Exista fellur um tíu prósent Gengi bréfa í Existu hefur fallið um rúm tíu prósent í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgir SPRON líkt og fyrri daginn, sem hefur fallið um rúm 8,7 prósent en gengi beggja félaga hefur aldrei verið lægra. 23.1.2008 14:02