Viðskipti innlent

FL Group í viðræðum við þriðja aðila

Hannes Smárason, núverandi forstjóri FL Group.
Hannes Smárason, núverandi forstjóri FL Group.

FL Group hefur á síðustu dögum átt í viðræðum við „þriðja aðila", sem fela meðal annars í sér mat á ýmsum fjárfestingakostum og fjármögnun þeirra, með það að markmiði að efla enn frekar eignasafn félagsins og fjárhagslegan styrk.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu sem send er út í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar síðustu daga. „Þeim viðræðum er hinsvegar ekki lokið og óvíst hvort þeim ljúki með samkomulagi. Ef þeim viðræðum lýkur með samkomulagi mun félagið upplýsa um það án tafar."

Eins og greint hefur verið frá á Vísi um helgina hefur framtíð félagsins verið mikið rædd síðustu daga. Í Fréttablaðinu í morgun er staðhæft að Hannes Smárason muni hætta sem forstjóri félagsins og Jón Sigurðsson, aðstoðarforstjóri taka við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×