Viðskipti innlent

Viðskiptahallinn helst óbreyttur

Allt útlit er fyrir að viðskiptahallinn á þriðja ársfjórðungi verði svipaður og á öðrum ársfjórðungi. Nú þegar hafa komið fram tölur um vöruskiptahalla sem sýna að hann er svipaður milli ársfjórðunga, eftir því sem fram kemur í Hálf-fimm fréttum Kaupþings í dag.

Sem fyrr snýr óvissan að mestu leyti að jöfnuði þáttatekna en gert er ráð fyrir að hann haldist tiltölulega lágur eða um 2,5% af vergi landsframleiðslu - hins vegar er þessi liður lítt fyrirsjáanlegur og óvissan upp á við.

Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að viðskiptahallinn verði um 15% af vergri landsframleiðslu á þriðja ársfjórðungi sem er töluverð aukning frá sama tíma í fyrra þegar hallinn var rúm 25 prósentustig af vergri landsframleiðslu.

Greiningardeild Kaupþings gerir enn fremur ráð fyrir að halli á viðskiptum við útlönd verði í kringum 14,7% af VLF á árinu 2007 samanborið við tæp 26% á árinu 2006. Á árunum 2008-2010 reiknum við með að hallinn verði í kringum 10-12% af vergri landsframleiðslu.

Seðlabanki Íslands birtir tölur um greiðslujöfnuð íslenska hagkerfisins eftir lokun markaða á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×