Viðskipti innlent

Lokun markaða: FL Group lækkaði um tæp átta prósent

Hannes Smárason, forstjóri Fl Group.
Hannes Smárason, forstjóri Fl Group. MYND/Pjetur

Fl Group lækkaði um 7,89 prósent í Kauphöllinni í dag. Gengið við lokun markaða var 20,9. Verðmæti félagsins hefur því í dag minnkað um 14,8 milljarða króna.

Úrvalsvísitalan fór einnig niður og lækkaði hún um rúm tvö prósent. FL Group hefur lækkað mest allra félaga í Kauphöllinni í morgun en óvissa er um framtíð þess nú um stundir. Hlutabréf FL Group voru í morgun færð á Athugunarlista Kauphallarinnar og þá bárusteinnig fréttir af því að félagið ætti í viðræðum við þriðja aðila til að efla stoðir félagsins.

Föroyjabanki lækkaði um 3,4 prósent í viðskiptum dagsins og gengið bréfa í 365 hf fór niður um 3,3 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í SPRON um 3,32 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×