Fleiri fréttir

Búist við lækkunum í Evrópu

Búist er við töluverði lækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum þegar þeir opna nú í morgunsárið. Reiknað er með því að lækkanir á mörkuðum í Bandaríkjunum og Asíu leiði til svipaðrar lækkunar í Evrópu og óttast menn að vandræði á húsnæðislánamörkuðum hafi víðtækari áhrif í efnahagskerfinu.

Verðbólgan eykst

Verðbólga mælist nú 5,2 prósent Þyngst vegur hækkun á íbúðarhúsnæði og eldsneyti. Auknar líkur eru á stýrivaxtahækkun.

Markaðurinn: Verðbólgan ekki hærri í nóvember í 17 ár

„Tíðindi dagsins eru þau að verðbólgan hefur ekki verið hærri í nóvember í sautján ár og því skyldi menn ekki undra þessi hækkun Seðlabankans í síðustu viku,“ sagði Pétur Aðalsteinsson sérfræðingur hjá VBS fjárfestingarbanka í viðtali við Markaðinn nú síðdegis.

Litlar sveiflur á markaðinum

Engin stórtíðindi gerðust í kauphöllinni í dag og endaði úrvalsvísitalan í rúmlega 7283 stigi sem er hækkun um 0,83% eftir daginn.

Slæmt uppgjör hjá French Connection

Tískuverslanakeðjan French Connection hefur sent frá sér tilkynningu þar sem sagt er að afkoma keðjunnar verði verri í ár en í fyrra. Búist hafði verið við betri afkomu í ár en hagnaðurinn í fyrra nam 4 milljónum punda eða rúmlega hálfum milljarði kr.

Undirmálslánin talin kosta 24.000 milljarða kr. tap

Greiningardeild Deutsche Bank telur að þegar upp er staðið hafi undirmálslánin á bandaríska fasteignamarklaðinum kostað fjármálafyrirtæki um 400 milljarða dollara eða 24.000 milljarða kr.

Fær 750 milljón kr. bónus eftir brottrekstur

Charles Prince fyrrum forstjóri og stjórnarformaður Citigroup þarf ekki að kvíða ellinni. Þrátt fyrir að hafa verið rekinn úr starfi vegna afleits árangurs bankans á 3ja árafjórðungi á hann von á um 750 milljónum kr. í bónusgreiðslum.

Friðarsúlan með augum fólksins

Fréttablaðið stendur fyrir samkeppni á bestu ljósmynd af friðarsúlunni eftir Yoko Ono á Viðey. Myndin má sýna súluna frá hvaða fjarlægð eða sjónarhóli sem er.

Pólverjar streyma til Danmerkur

Pólverjar streyma nú til Danmerkur sem aldrei fyrr. Samkvæmt nýjum tölu frá Hagstofu Danmerkur fengu 7695 útlendingar atvinnuleyfi í landinu á þriðja ársfjórðungi sem er 84 prósenta auking frá fyrri ársfjórðungi. Af heildinni voru 3.028 Pólverjar eða 38 prósent.

Tchenguiz tapaði 24 milljörðum kr. á Sainsbury

Jafnvel fyrir marg-margmilljarðamæring hlýtur 24 milljarða kr. búðarferð í stórmarkaðinn að láta til sín finna í veskinu. Þetta er sú tala sem auðjöfurinn Robert Tchenguiz er talinn hafa tapað Þegar yfirtakan á stórmarkaðakeðjunni Sainsbury gekk ekki eftir.

Hlutabréf hækka í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Bréf Flögu hækkaði um 2,7 prósent en bankar og fjárfestingafélög fylgja fast á hæla þess. Þá hélt gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu áfram að hækka og stendur gengið í hæstu hæðum. Einungis gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur lækkað.

Töluverð aukning á innfluttum vörum

Samkvæmt bráðabirgðatölum voru fluttar inn vörur fyrir 34,9 milljarða kr. í október. Er þetta töluverð aukning frá síðasta mánuði þegar innflutningurinn nam um 28 milljörðum.

Verðbólgan er 5,2%

Vísitala neysluverðs í nóvember 2007 er 279,9 stig og hækkaði um 0,65% frá fyrra mánuði. Verðbólga mælist nú 5,2%

Airbus gerir risasamning við Emirates

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus sér fram á bjartari tíma en arabíska flugfélagið Emirates hefur lagt inn stærstu pöntun í sögu flugsins. Flugfélagið ætlar að kaupa á einu bretti sjötíu A350 vélar, og líklega fimmtíu í viðbót, þar af ellefu A380 risavélar. Samningurinn varð þess valdandi að verð á bréfum í EADS, framleiðanda Airbus, hækkuðu um rúm þrjú prósent.

Spá minnkandi hagvexti í Evrópu

Óróleiki á fjármálamörkuðum og veiking bandaríska hagkerfisins mun hafa neikvæð áhrif á hagvöxt ríkja Evrópubandalagsins að mati sérfræðinga. Spáð er 2,4 prósent hagvexti á Evrópubandalagssvæðinu á næstu tveimur árum.

Skyldar lánastofnanir til að stækka varasjóði

Kínverski seðlabankinn hefur skyldað fjármálafyrirtæki og banka til að hækka hlutfall varasjóða. Með því vonast bankinn til að draga úr verðbólgu í landinu en hún mælist nú 6,2 prósent.

Emirates kaupir 82 Airbus þotur

Flugfélagið Emirates hefur gert samning við Airbus flugvélaframleiðandann um kaup á 82 farþegavélum. Samningurinn er metinn á um 120 milljarða króna.

Óttast áframhaldandi óróleika á fjármálamörkuðum

Fjárfestar í Bandaríkjunum óttast áframhaldandi óróleika á fjármálamörkuðum vegna aukinna vanskila á fasteignalánamarkaði þar vestra. Í gær tilkynnti fjórða stærsta lánafyrirtæki Bandaríkjanna, Wachovia, að það hefði tapað rúmlega 60 milljörðum í síðasta mánuði vegna vanskila á fasteignalánum.

Kínverjar loka á útflutning á leikföngum

Stjórnvöld í Kína hafa lokað á allan útflutning á leikföngum vegna eiturefna sem fundist hafa í þeim. Mikið hefur verið um innkallanir á leikföngum framleiddum í Kína vegna þess að málning á þeim inniheldur of mikið blý. Þá fannst einnig efni sem tengist nauðgunarlyfinu GHB í einu þeirra.

Hluthafar vilja afskráninguna

Vinnslustöðin fer úr Kauphöllinni samkvæmt ákvörðun hluthafafundar. Næststærsti hluhafinn biður Kauphöllina að hafna eða fresta afkráningu.

Greiningadeild Kaupþings spáir 4,8% verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings hefur endurskoðað spá sína til hækkunar og spáir nú 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs í stað 0,2%, eftir því sem fram kemur í Hálf-fimm fréttum. Þar segir að endurskoðun frá fyrri spá megi rekja til hækkunar eldsneytisverðs í lok mánaðar.

Tekjur Íslendinga vegna upplýsingaiðnaðarins hafa sexfaldast

Útflutningstekjur Íslendinga vegna upplýsingaiðnaðarins hafa nær sexfaldast frá árinu 1996. Á árinu 2006 jukust útflutningstekjurnar um 30,4% miðað við fyrra ár, eftir því sem fram kemur í samantekt Bryndísar Pétursdóttur, sem birtist á vefsvæði Seðlabanka Íslands.

Varar við hægari hagvexti í Bandaríkjunum

„„Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, varar við hægingu á hagvexti í Bandaríkjunum á fjórða ársfjórðungi," að því er fram kom í máli Árna Jóns Árnasonar, sérfræðings hjá Askar Capital. Sindri Sindrason tók Árna Jón tali við lokun markaða í dag.

Áfram lækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði enn einn daginn í dag en Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,07 prósent. Hún hefur hríðlækkað í vikunni, eða sem nemur tæpum tíu prósentum. Hún hefur lækkað um tæp 25 prósent frá því hún stóð hæst um miðjan júlí.

Áfram skellur á bandarískum fjármálamarkaði

Fjárfestar í Bandaríkjunum horfðu upp á áframhaldandi skell á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag. Hlutabréf réttu lítillega úr kútnum fyrir vitnaleiðslu Ben Bernankes, seðlabankastjóra landsins, í gær eftir viðvarandi lækkun alla vikuna en fóru niður með hraði eftir að hann sagði líkur á minni hagvexti í Bandaríkjunum á þessum síðasta fjórðungi ársins vegna fjármálakrísunnar sem sett hefur stórt skarð í afkomutölur helstu fjármálafyrirtækja.

Lykilstarfsmenn Teymis fá kauprétti

Stjórn Teymis hf. hefur ákveðið að gefa út kauprétti að hlutafé í félaginu til lykilstarfsmanna samstæðunnar. Heildarupphæðin nemur rúmlega 65 milljónum kr.

Spá 0,4% hækkun á neysluverðsvísitölu

Greining Glitnis reiknar með að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% milli október og nóvember en Hagstofa Íslands birtir mælingu sína á mánudagsmorgun.

Atlantic Petroleum enn á uppleið

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 4,32 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur nú í hæstu hæðum. Félagið hefur verið á þeysireið þrátt fyrir óróleika á hlutabréfamörkuðum og rokið upp um rúm 330 prósent það sem af er árs.

Skipasmíðastöð Walesa seld

Samkeppnisyfirvöld í Póllandi hafa samþykkt að selja skipasmíðastöðina í borginni Gdansk til fyrirtækis í Úkraínu. Skipasmíðastöðin hefur fram til þessa verið í eigu pólska ríkisins og komst á spjöld sögunnar snemma á níunda áratug síðustu aldar en verkalýðsfélagið Samstaða var stofnuð innan hennar veggja með Lech Walesa í fararbroddi.

Kreppir að hjá Sothebys

Fjármálavandræðin á Wall Street hafa nú náð inn í virðulega sali uppboðsfyrirtækisins Sothebys.

Vonbrigði með samþættingu

Marel Food Systems væntir þess að sjá ábata vegna fyrirtækjakaupa í næsta uppgjöri. Hörður Arnarson, forstjóri félagsins, segir hins vegar ákveðin vonbrigði að ávinningur af samþættingu við AEW Delford og Scan­vaegt skuli ekki hafa komið fram á þriðja ársfjórðungi líkt og vænst hafi verið. Hann kynnti árshlutauppgjör félagsins í gærmorgun.

Eins og góður íþróttaleikur

„Dagurinn í dag eins var eins og góður íþróttaleikur,“ sagði Þorbjörn Atli Sveinsson, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Greiningadeild Kaupþings. Hann var gestur Sindra Sindrasonar við lokun markaðar í dag.

Yfirráð Google á vefnum yfirfærast ekki á farsíma

Yfirráð Google yfir vefnum munu ekki yfirfærast á farsímamarkaðinn. Þetta segir John Forsyth forstöðumaður Symbian, sem hannaði það stýrikerfi sem knýr flesta farsíma í heiminum. Google skorti reynslu.

Úrvalsvísitalan rétt náði að hækka

Gengi Úrvalsvísitölunnar hækkaði lítillega eftir mjög sveiflukenndan dag í Kauphöllinni en vísitalan fór frá því að falla um rúm þrjú prósent í tveggja prósenta hækkun. Undir lok dags hafði gengi bréfa í Icelandair hækkað mest, eða um 3,6 prósent. Á hæla fyrirtækisins fylgdi Exista og Bakkavör.

Stýrivöxtum í Evrópu haldið óbreyttum

Seðlabanki Evrópu ákvað í dag að halda stýrivöxtum í þeim 13 ríkjum sem undir hann heyra óbreyttum í 4 prósentum. Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar breska seðlabankans sem einnig ákvað í dag að hreyfa ekki við vöxtunum. Stýrivextir í Bretlandi eru nú 5,75 prósent. Ákvörðun Evrópska bankans vekur athygli þar sem evran hefur styrkst að undanförnu og hefur aldrei verið sterkari gagnvart Bandaríkjadal.

Samruni námurisa úr sögunni?

Námurisinn Rio Tinto hafnaði í dag yfirtökutilboði frá BHP Billiton, stærsta námuvinnslufyrirtæki í heimi. Við samrunann hefði orðið til virði hins nýja félags orðið 45 þúsund milljarða króna virði.

Frekari sameiningar hjá sparisjóðum

Til stendur að sameina Sparisjóðinn í Keflavík og Sparisjóð Þórshafnar og nágrennis eftir því sem fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Landsbankinn reynir yfirtöku á breskum banka

Fjárfestingabankinn Close Brothers hefur hafnað 1,4 milljarða punda, eða um 175 milljarða króna yfirtökutilboði Cenkos og Landsbankans. Fram kemur á vefsíðu The Times að boðinu hefði verið hafnað í morgun en HSBC er sagður bakhjarl tilboðsins.

Snarpur viðsnúningur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllina tók skarpa beygju úr lækkanaferli síðustu fjóra daga en þau hafa nú hækkað mjög í verði. Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 3,4 prósent í morgun en hefur nú snúist við og hækkað um rúm 2,5 prósent. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað langmest, eða um rúm sex prósent.

Sjá næstu 50 fréttir